Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. nóvember 2025 17:01 Herdís Gunnarsdóttir er forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Lýður/Anton Forstjóri gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála (GEV) segir það alkosta rangt hjá Barna- og fjölskyldustofu að mál sem kom upp í júní sé þess eðlis að ekki beri að tilkynna það. Það hljóti að vera misskilningur hjá stofnuninni. Greint var frá því fyrir helgi að starfsmaður sem hefur stöðu sakbornings vegna meintrar árásar á Stuðlum starfi enn hjá BOFS. Málið var ekki tilkynnt til GEV eins og lög gera ráð fyrir. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, heyrði fyrst af atvikinu í fjölmiðlum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er starfsmaðurinn grunaður um að hafa tekið skjólstæðinginn hálstaki eftir að hann skvetti úr gosglasi á starfsmanninn. Drengurinn hafi óttast um líf sitt og stórséð á honum miðað við myndir af áverkum. Barna og fjölskyldustofa hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins en þess í stað sent stutta yfirlýsingu þar sem sagt er að einungis alvarleg óvænt atvik séu tilkynnt til nefndarinnar. Það eigi ekki við þegar kemur til þvingana inni á meðferðarheimili. Svar BOFS við fyrirspurn fréttastofu má sjá hér fyrir neðan: Við getum ekki rætt um þetta tiltekna mál en almennt er það þannig að alvarleg óvænt atvik eru tilkynnt til GEV. Á hinn bóginn á það ekki við þegar kemur til þvingana inn á meðferðarheimili. Í slíkum tilvikum er gerð skýrsla um atvikið í kjölfarið er sérstaklega farið yfir hvernig bregðast skuli við. Í svari GEV við fyrirspurn fréttastofu segir að augljóslega sé um misskilning að ræða sem þurfi að leiðrétta. Það að þvingun sé beitt útiloki ekki að um alvarlegt atvik sem eigi að tilkynna sé að ræða. Það eigi að tilkynna öll alvarleg atvik, sama hvers eðlis þau eru. „Það er svo GEV sem leggur mat á alvarleika þess samkvæmt lögum um GEV. Það mat er ekki falið þjónustuveitanda. Framvinda atburða og meðferðar þar sem þvingunarúrræðum er beitt sem leiða til alvarlegra mistaka, óhappatilviks eða alvarlegs atviks eru ekki undaskilin tilkynningum til GEV. Því virðist vera um misskilning að ræða í svari BOFS til fjölmiðla í kvöldfréttum Sýnar. Telur GEV því rétt að leiðrétta þennan misskilning hér og nú.“ Herdís segir í samtali við fréttastofu að þeim tilmælum hafi verið beint til Ólafar Ástu Farestveit, forstjóra Barna- og fjölskyldustofu, að tilkynna GEV um meinta árás sem á að hafa átt sér stað í lok júní. Það sé nauðsynlegt svo GEV geti framið mat og unnið skýrslu. „Þá segir enn fremur að þegar vafi kemur upp um hvort atvik falli undir ákvæðið, er rétt að það sé skýrt með hliðsjón af þeim ríku hagsmunum sem eru af tilkynningu slíkra tilvika og gera þá frekar ráð fyrir því að atvikið falli undir ákvæðið. Af málavöxtum og áverkum sem lýst er í fjölmiðlum eru allar líkur á að alvarlegt atvik hafi átt sér stað í þjónustu BOFS við umrætt barn á Stuðlum, nú í liðnum júnímánuði,“ segir Herdís. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur GEV áður þurft að minna BOFS á að tilkynna alvarleg atvik. Hefur BOFS brugðist við þessum tilmælum? „Já, svör hafa borist sem voru á þann veg að þau myndu senda tilkynningu til GEV um atvikið og öll gögn málsins og hafa þau fengið hvatningu til að ljúka því fyrir dagslok í dag.“ Hún segir túlkun BOFS á lögunum alranga og vísar til svarsins sem fréttastofa Sýn hlaut við fyrirspurn á fimmtudaginn. „Þá ber að tilkynna það án tafar, og skiptir þá ekki máli hvort BOFS flokki framkvæmd meðferðar – þar sem óhappið eða atvikið á sér stað – sem þvingunarúrræði. Lögin eru skýr um að BOFS beri að halda skrá um öll atvik og tilkynna öll alvarleg atvik til GEV. Hvort sem atvikið á sér stað við þvingun eða ekki, þá á að tilkynna öll atvik sem uppfylla ákveðin skilyrði, og við fyrstu sýn virðist þetta gera það – þ.e. atvik falli undir mistök, óhappatilvik eða vanrækslu sem hefði getað eða hefur valdið barninu skaða,“ segir hún og bætir við að það sé Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála að meta hvort um alvarlegt atvik sé að ræða. „Hins vegar er gott ef þau hjá BOFS skoða sín innri mál og fara yfir mögulegar brotalamir í veittri þjónustu við börn í viðkvæmri stöðu. Það að þau meti tiltekinn hluta meðferðar sem þvingunarúrræði fríar þau ekki frá því að tilkynna alvarleg atvik sem gerast undir slíkum kringumstæðum.“ Hún væntir þess að málið verði tilkynnt en það sé alvarlegt. Hún telur það mega vera ljóst að atvik sem þetta eigi að tilkynna til GEV fyrst lögregla var kölluð til á vettvang. „Við hjá GEV getum ekki komist að niðurstöðu nema hafa öll gögn málsins og getum ekki tjáð okkur eða dregið álitanir í rannsókn nema að hafa gögnin undir höndum. Því er það alvarlegt að BOFS líti svo á að þau meti sjálf hvenær skal senda GEV tilkynningu. Sé atvik í meðferð barns þess eðlis að talið sé nauðsynlegt að kalla til lögreglu – eru miklar líkur á að um alvarlegt atvik sé að ræða sem enginn vafi leikur á um að skal tilkynna strax til GEV.“ Málefni Stuðla Meðferðarheimili Réttindi barna Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Greint var frá því fyrir helgi að starfsmaður sem hefur stöðu sakbornings vegna meintrar árásar á Stuðlum starfi enn hjá BOFS. Málið var ekki tilkynnt til GEV eins og lög gera ráð fyrir. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, heyrði fyrst af atvikinu í fjölmiðlum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er starfsmaðurinn grunaður um að hafa tekið skjólstæðinginn hálstaki eftir að hann skvetti úr gosglasi á starfsmanninn. Drengurinn hafi óttast um líf sitt og stórséð á honum miðað við myndir af áverkum. Barna og fjölskyldustofa hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins en þess í stað sent stutta yfirlýsingu þar sem sagt er að einungis alvarleg óvænt atvik séu tilkynnt til nefndarinnar. Það eigi ekki við þegar kemur til þvingana inni á meðferðarheimili. Svar BOFS við fyrirspurn fréttastofu má sjá hér fyrir neðan: Við getum ekki rætt um þetta tiltekna mál en almennt er það þannig að alvarleg óvænt atvik eru tilkynnt til GEV. Á hinn bóginn á það ekki við þegar kemur til þvingana inn á meðferðarheimili. Í slíkum tilvikum er gerð skýrsla um atvikið í kjölfarið er sérstaklega farið yfir hvernig bregðast skuli við. Í svari GEV við fyrirspurn fréttastofu segir að augljóslega sé um misskilning að ræða sem þurfi að leiðrétta. Það að þvingun sé beitt útiloki ekki að um alvarlegt atvik sem eigi að tilkynna sé að ræða. Það eigi að tilkynna öll alvarleg atvik, sama hvers eðlis þau eru. „Það er svo GEV sem leggur mat á alvarleika þess samkvæmt lögum um GEV. Það mat er ekki falið þjónustuveitanda. Framvinda atburða og meðferðar þar sem þvingunarúrræðum er beitt sem leiða til alvarlegra mistaka, óhappatilviks eða alvarlegs atviks eru ekki undaskilin tilkynningum til GEV. Því virðist vera um misskilning að ræða í svari BOFS til fjölmiðla í kvöldfréttum Sýnar. Telur GEV því rétt að leiðrétta þennan misskilning hér og nú.“ Herdís segir í samtali við fréttastofu að þeim tilmælum hafi verið beint til Ólafar Ástu Farestveit, forstjóra Barna- og fjölskyldustofu, að tilkynna GEV um meinta árás sem á að hafa átt sér stað í lok júní. Það sé nauðsynlegt svo GEV geti framið mat og unnið skýrslu. „Þá segir enn fremur að þegar vafi kemur upp um hvort atvik falli undir ákvæðið, er rétt að það sé skýrt með hliðsjón af þeim ríku hagsmunum sem eru af tilkynningu slíkra tilvika og gera þá frekar ráð fyrir því að atvikið falli undir ákvæðið. Af málavöxtum og áverkum sem lýst er í fjölmiðlum eru allar líkur á að alvarlegt atvik hafi átt sér stað í þjónustu BOFS við umrætt barn á Stuðlum, nú í liðnum júnímánuði,“ segir Herdís. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur GEV áður þurft að minna BOFS á að tilkynna alvarleg atvik. Hefur BOFS brugðist við þessum tilmælum? „Já, svör hafa borist sem voru á þann veg að þau myndu senda tilkynningu til GEV um atvikið og öll gögn málsins og hafa þau fengið hvatningu til að ljúka því fyrir dagslok í dag.“ Hún segir túlkun BOFS á lögunum alranga og vísar til svarsins sem fréttastofa Sýn hlaut við fyrirspurn á fimmtudaginn. „Þá ber að tilkynna það án tafar, og skiptir þá ekki máli hvort BOFS flokki framkvæmd meðferðar – þar sem óhappið eða atvikið á sér stað – sem þvingunarúrræði. Lögin eru skýr um að BOFS beri að halda skrá um öll atvik og tilkynna öll alvarleg atvik til GEV. Hvort sem atvikið á sér stað við þvingun eða ekki, þá á að tilkynna öll atvik sem uppfylla ákveðin skilyrði, og við fyrstu sýn virðist þetta gera það – þ.e. atvik falli undir mistök, óhappatilvik eða vanrækslu sem hefði getað eða hefur valdið barninu skaða,“ segir hún og bætir við að það sé Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála að meta hvort um alvarlegt atvik sé að ræða. „Hins vegar er gott ef þau hjá BOFS skoða sín innri mál og fara yfir mögulegar brotalamir í veittri þjónustu við börn í viðkvæmri stöðu. Það að þau meti tiltekinn hluta meðferðar sem þvingunarúrræði fríar þau ekki frá því að tilkynna alvarleg atvik sem gerast undir slíkum kringumstæðum.“ Hún væntir þess að málið verði tilkynnt en það sé alvarlegt. Hún telur það mega vera ljóst að atvik sem þetta eigi að tilkynna til GEV fyrst lögregla var kölluð til á vettvang. „Við hjá GEV getum ekki komist að niðurstöðu nema hafa öll gögn málsins og getum ekki tjáð okkur eða dregið álitanir í rannsókn nema að hafa gögnin undir höndum. Því er það alvarlegt að BOFS líti svo á að þau meti sjálf hvenær skal senda GEV tilkynningu. Sé atvik í meðferð barns þess eðlis að talið sé nauðsynlegt að kalla til lögreglu – eru miklar líkur á að um alvarlegt atvik sé að ræða sem enginn vafi leikur á um að skal tilkynna strax til GEV.“
Við getum ekki rætt um þetta tiltekna mál en almennt er það þannig að alvarleg óvænt atvik eru tilkynnt til GEV. Á hinn bóginn á það ekki við þegar kemur til þvingana inn á meðferðarheimili. Í slíkum tilvikum er gerð skýrsla um atvikið í kjölfarið er sérstaklega farið yfir hvernig bregðast skuli við.
Málefni Stuðla Meðferðarheimili Réttindi barna Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira