Fólk er að veikjast úr streitu og oft nokkuð alvarlega Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 12:00 Sigrún Ása Þórðardóttir segir kulnun vera að aukast hjá fólki hér á landi. Baldur Hrafnkell Það getur tekið allt að þrjú ár að jafna sig eftir kulnun eða örmögnun segir sálfræðingur sem hefur unnið í slíkum málum í rúman áratug. Hún segir kulun vera að aukast hér á landi, fólk geti veikst alvarlega af of mikilli streitu. Í fréttum í gær kom fram að kulnunareinkenni eru algeng meðal lækna hér á landi og lýsti ungur læknir einkennum slíkum einkennum. Í nýlegri rannsókn sem annar hver starfandi læknir hér á landi svaraði kom fram að tæplega sjö af hverjum tíu læknum taldi sig vera undir of miklu álagi og tæpur helmingur sagðist hafa átt í erfiðleikum með einbeitingu eða minni. Sex af hverjum tíu hafði fundist þeir ekki geta uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi. Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingur í Heilsuborg segir að almennt virðist einkenni kulnunar vera að aukast hjá fólki hér á landi. „Mér finnst það bara vera orðið nokkuð algengt. Ég hef verið að vinna með streitutengda valíðan í tíu ár og mér finnst þetta hafa aukist og það eru rannsóknir sem sýna að svo sé. Fólk er að veikjast af streitu og oft nokkuð alvarlega,“ segir Sigrún. Sigrún var með erindi á ráðstefnunni Hver hugar að þinni heilsu kallinn minn og kona góð í Salnum í Kópavogi. „Vandinn með streituna er að hún kemur vegna langvarandi álags. Við verðum oft samdauna henni og einkennunum. Þess vegna áttar fólk sig oft ekki á hvað einkennin eru orðin svo alvarleg að þau hafa áhrif á líf og starf,“ segir Sigrún. Hún segir að ástandið geti komið til vegna ofurálags í vinnu eða í einkalífi og oft séu þetta samverkandi þættir. Fólk sé hins vegar lengi að ná sér ef það fer í kulnun eða örmögnun. „Ef viðkomandi nær greiningarviðmiðun í kulnun eða örmögnun getur tekið mjög langan tíma að ná heilsu. Það er ekkert óalgengt að það taki eitt til þrjú ár, það kemru fram í rannsóknum og er mín reynsla í mínu starfi,“ segir Sigrún að lokum. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Það getur tekið allt að þrjú ár að jafna sig eftir kulnun eða örmögnun segir sálfræðingur sem hefur unnið í slíkum málum í rúman áratug. Hún segir kulun vera að aukast hér á landi, fólk geti veikst alvarlega af of mikilli streitu. Í fréttum í gær kom fram að kulnunareinkenni eru algeng meðal lækna hér á landi og lýsti ungur læknir einkennum slíkum einkennum. Í nýlegri rannsókn sem annar hver starfandi læknir hér á landi svaraði kom fram að tæplega sjö af hverjum tíu læknum taldi sig vera undir of miklu álagi og tæpur helmingur sagðist hafa átt í erfiðleikum með einbeitingu eða minni. Sex af hverjum tíu hafði fundist þeir ekki geta uppfyllt kröfur eða ráðið við tímaþröng í starfi. Sigrún Ása Þórðardóttir sálfræðingur í Heilsuborg segir að almennt virðist einkenni kulnunar vera að aukast hjá fólki hér á landi. „Mér finnst það bara vera orðið nokkuð algengt. Ég hef verið að vinna með streitutengda valíðan í tíu ár og mér finnst þetta hafa aukist og það eru rannsóknir sem sýna að svo sé. Fólk er að veikjast af streitu og oft nokkuð alvarlega,“ segir Sigrún. Sigrún var með erindi á ráðstefnunni Hver hugar að þinni heilsu kallinn minn og kona góð í Salnum í Kópavogi. „Vandinn með streituna er að hún kemur vegna langvarandi álags. Við verðum oft samdauna henni og einkennunum. Þess vegna áttar fólk sig oft ekki á hvað einkennin eru orðin svo alvarleg að þau hafa áhrif á líf og starf,“ segir Sigrún. Hún segir að ástandið geti komið til vegna ofurálags í vinnu eða í einkalífi og oft séu þetta samverkandi þættir. Fólk sé hins vegar lengi að ná sér ef það fer í kulnun eða örmögnun. „Ef viðkomandi nær greiningarviðmiðun í kulnun eða örmögnun getur tekið mjög langan tíma að ná heilsu. Það er ekkert óalgengt að það taki eitt til þrjú ár, það kemru fram í rannsóknum og er mín reynsla í mínu starfi,“ segir Sigrún að lokum.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira