WOW enn á flugi í Tælandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. október 2019 10:45 VietJet air lét sér nægja til að byrja með að setja límmiða á stél vélarinnar og hreyfla. Hún er því ennþá fjólublá og merkt WOW air í bak og fyrir. Instagram/toeychincha Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. Líti íbúar og gestir Tælands til himins gætu þeir rekið augun í vélina, sem enn er í fjólubláum einkennislit hins fallna flugfélags. Umrædd vél er af gerðinni Airbus 321 og bar heitið TF-NOW þegar hún var í flota WOW air, á árunum 2017 til 2019. Undir það síðasta hafði TF-NOW verið í leiguflugsverkefni á milli Miami í Flórída og Kúbu og tengdist því ekki hefðbundnu áætlunarflugi WOW frá Íslandi. Fjórum dögum áður en starfsemi WOW var endanlega stöðvuð kyrrsetti eigandi TF-NOW, írski leigusalinn Jin Shan 20 Company, vélina í Miami. Þaðan var henni flogið til Toulouse í Frakklandi í júníbyrjun og hafði verið svo gott sem verkefnalaus þangað til í byrjun október, þegar hið víetnamska Vietjet tók hana á leigu.Fjólublá með límmíðum Í samskiptum við Vísi segir talsmaður flugfélagsins að jú, vélin sé í fullri notkun og beri þær merkingar sem sjá má á myndinni hér að ofan. Hún sé ennþá fjólublá og með stórri WOW-letrun á hliðunum. Hún heiti þó ekki lengur TF-NOW heldur beri í dag merkinguna HS-VKM, auk þess sem Vietjet hafi sett merki sitt á stél hennar og hreyfla. Þessar vikurnar sé hún einungis notuð til innanlandsflugs í Tælandi, frá höfuðborginni Bangkok til Chiang Mai og Phuket, en til stendur að nota vélina einnig til millilandaflugs. Gunnar Steinn Pálsson, talsmaður hópsins sem nú vinnur að endurreisn WOW air, gat lítið tjáð sig um málið þegar Vísir spurði hann hvort einhverjar athugasemdir hafi verið gerðar við merkingar vélarinnar. Þó má ætla að Michele Ballarin og félagar þurfi ekki að aðhafast mikið, það er ekki fyrirhugað að vélin verði fjólublá að eilífu. „Fljótlega verður hún máluð í hefðbundnum einkennislitum Vietjet,“ segir talsmaður víetnamska flugfélagsins en þá má sjá hér að neðan. Næsti kafli í lífi TF-Now verður hvítur og appelsínugulur á lit.Getty/NurPhoto Fréttir af flugi Taíland WOW Air Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. Líti íbúar og gestir Tælands til himins gætu þeir rekið augun í vélina, sem enn er í fjólubláum einkennislit hins fallna flugfélags. Umrædd vél er af gerðinni Airbus 321 og bar heitið TF-NOW þegar hún var í flota WOW air, á árunum 2017 til 2019. Undir það síðasta hafði TF-NOW verið í leiguflugsverkefni á milli Miami í Flórída og Kúbu og tengdist því ekki hefðbundnu áætlunarflugi WOW frá Íslandi. Fjórum dögum áður en starfsemi WOW var endanlega stöðvuð kyrrsetti eigandi TF-NOW, írski leigusalinn Jin Shan 20 Company, vélina í Miami. Þaðan var henni flogið til Toulouse í Frakklandi í júníbyrjun og hafði verið svo gott sem verkefnalaus þangað til í byrjun október, þegar hið víetnamska Vietjet tók hana á leigu.Fjólublá með límmíðum Í samskiptum við Vísi segir talsmaður flugfélagsins að jú, vélin sé í fullri notkun og beri þær merkingar sem sjá má á myndinni hér að ofan. Hún sé ennþá fjólublá og með stórri WOW-letrun á hliðunum. Hún heiti þó ekki lengur TF-NOW heldur beri í dag merkinguna HS-VKM, auk þess sem Vietjet hafi sett merki sitt á stél hennar og hreyfla. Þessar vikurnar sé hún einungis notuð til innanlandsflugs í Tælandi, frá höfuðborginni Bangkok til Chiang Mai og Phuket, en til stendur að nota vélina einnig til millilandaflugs. Gunnar Steinn Pálsson, talsmaður hópsins sem nú vinnur að endurreisn WOW air, gat lítið tjáð sig um málið þegar Vísir spurði hann hvort einhverjar athugasemdir hafi verið gerðar við merkingar vélarinnar. Þó má ætla að Michele Ballarin og félagar þurfi ekki að aðhafast mikið, það er ekki fyrirhugað að vélin verði fjólublá að eilífu. „Fljótlega verður hún máluð í hefðbundnum einkennislitum Vietjet,“ segir talsmaður víetnamska flugfélagsins en þá má sjá hér að neðan. Næsti kafli í lífi TF-Now verður hvítur og appelsínugulur á lit.Getty/NurPhoto
Fréttir af flugi Taíland WOW Air Mest lesið Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Viðskipti innlent Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent