Þingið samþykkir að halda áfram rannsókn á Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. október 2019 15:48 „Þetta er sorgardagur. Það býður sig enginn fram til þingmennsku með það í huga að ákæra sitjandi forseta,“ sagði Nancy Pelosi, Demókrati og forseti þingsins. Bandarískir fulltrúadeildarþingmenn greiddu atkvæði í fyrsta skipti um rannsókn á meintum embættisbrotum Donalds Trump forseta í dag. Lagt var til að halda opinberar yfirheyrslur og greiddu 232 þingmenn atkvæði með, 196 gegn. Einungis tveir Demókratar sögðu nei við tillögunni. Enginn Repúblikani tók afstöðu gegn forsetanum. Þetta þýðir að þingið hefur í fyrsta skipti tekið afstöðu til rannsóknarinnar með formlegum hætti. Sýnir atkvæðagreiðslan fram á að rannsóknin nýtur stuðnings þingmanna. Niðurstaðan bendir til þess að nægur stuðningur gæti orðið til þess að ákæra Trump formlega til embættismissis ef rannsóknin skilar nægilegum sönnunargögnum. „Þetta er sorgardagur. Það býður sig enginn fram til þingmennsku með það í huga að ákæra sitjandi forseta,“ sagði Nancy Pelosi, Demókrati og forseti þingsins. Steve Scalise, einn æðsti Repúblikani deildarinnar, var harðorður í garð Demókrata. Sagði að unnið væri eftir „sovéskum reglum“. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump við Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, 25. júlí þar sem Trump lagði fast að úkraínska forsetanum að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum næsta árs. Taldi uppljóstrarinn að Trump hefði þannig misbeitt valdi sínu vegna persónulegra pólitískra hagsmuna hans. Ef Trump er ákærður til embættismissis fara réttarhöld fram fyrir öldungadeildinni. Þar myndi forseti hæstaréttar gegna hlutverki dómara og þingmenn væru kviðdómendur. Tvo þriðju hluta þingmanna þyrfti til þess að sakfella forsetann. Það telst hæpið þar sem Repúblikanar eru með meirihluta þingsæta. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. 30. október 2019 09:24 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Bandarískir fulltrúadeildarþingmenn greiddu atkvæði í fyrsta skipti um rannsókn á meintum embættisbrotum Donalds Trump forseta í dag. Lagt var til að halda opinberar yfirheyrslur og greiddu 232 þingmenn atkvæði með, 196 gegn. Einungis tveir Demókratar sögðu nei við tillögunni. Enginn Repúblikani tók afstöðu gegn forsetanum. Þetta þýðir að þingið hefur í fyrsta skipti tekið afstöðu til rannsóknarinnar með formlegum hætti. Sýnir atkvæðagreiðslan fram á að rannsóknin nýtur stuðnings þingmanna. Niðurstaðan bendir til þess að nægur stuðningur gæti orðið til þess að ákæra Trump formlega til embættismissis ef rannsóknin skilar nægilegum sönnunargögnum. „Þetta er sorgardagur. Það býður sig enginn fram til þingmennsku með það í huga að ákæra sitjandi forseta,“ sagði Nancy Pelosi, Demókrati og forseti þingsins. Steve Scalise, einn æðsti Repúblikani deildarinnar, var harðorður í garð Demókrata. Sagði að unnið væri eftir „sovéskum reglum“. Rannsóknin hófst eftir að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump við Volodímír Zelenskíj, forseta Úkraínu, 25. júlí þar sem Trump lagði fast að úkraínska forsetanum að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan mótframbjóðanda Trump í forsetakosningum næsta árs. Taldi uppljóstrarinn að Trump hefði þannig misbeitt valdi sínu vegna persónulegra pólitískra hagsmuna hans. Ef Trump er ákærður til embættismissis fara réttarhöld fram fyrir öldungadeildinni. Þar myndi forseti hæstaréttar gegna hlutverki dómara og þingmenn væru kviðdómendur. Tvo þriðju hluta þingmanna þyrfti til þess að sakfella forsetann. Það telst hæpið þar sem Repúblikanar eru með meirihluta þingsæta.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. 30. október 2019 09:24 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45
Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. 30. október 2019 09:24