Sagan af stjórnarskránni Guðmundur Steingrímsson skrifar 21. október 2019 07:00 Mér finnst mjög mikilvægt að íslenska þjóðin eignist nýja stjórnarskrá. Mér fannst ferlið sem hannað var til að skrifa svoleiðis skjal fyrir nokkrum árum vera sallafínt, lýðræðislegt og fagurt. Þjóðfundur í Laugardalshöll lagði línurnar. Svo var kosið stjórnlagaþing sem skrifaði plaggið og af henti það Alþingi sem átti að klára málið. Mér finnst ömurlegt að Alþingi hafi brugðist. Málið strandaði í sölum þess. Um þessar mundir eru sjö ár frá því að efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um meginatriði nýju stjórnarskrárinnar. Afstaða kjósenda var skýr og ferlið naut afgerandi stuðnings. Þeim mun skammarlegra var það fyrir Alþingi að klára ekki málið. Sem þingmaður á þessum árum var ég í ágætri stöðu til að fylgjast með framvindunni. Ég hef velt henni talsvert fyrir mér síðan. Hvað gerðist? Af hverju fór þetta svona?Kjaftað í kaf Jú, tveir stjórnmálaf lokkar reyndust mjög augljóslega á móti þessu öllu saman þegar hólminn var komið. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarf lokkurinn lögðust mjög gegn því að nýja stjórnarskráin yrði afgreidd af Alþingi. Málþófið var linnulaust. Stjórnarskrármálið afhjúpaði þannig mjög meinlegan galla sem er á þingsköpum Alþingis. Á þingi ræður minnihlutinn. Með því að tala. Þetta er ekki hægt að stoppa, því jafnvel þótt ákvæði til að þvinga fram atkvæðagreiðslu hefðu verið notuð, þá er samt hægt að tala. Þingsköpin eru míglek þegar kemur að þessu. Og tíminn var knappur. Stjórnarskráin var til umfjöllunar á þingi á kosningavori. Það þurfti að afgreiða hana fyrir kosningar. Í slíkri tímaþröng var málþófið enn áhrifaríkara. Margir eiga skiljanlega erfitt með að sætta sig við að nýja stjórnarskráin hafi mætt þessari andstöðu. Í andstöðunni kom auðvitað fram ömurlegt virðingarleysi gagnvart lýðræðislegu ferli og vilja almennings. En hún var þarna samt. Það er mikilvægt að reyna að skilja úr hverju hún spratt. Til voru þeir þingmenn sem vildu þetta aldrei. Þeir fengu vopn í hendurnar þegar Hæstiréttur í fáránlegum úrskurði sínum dæmdi kjörið til stjórnlagaþings ógilt, og þingið var eftir það kallað ráð. Andstæðingum var þar með í lófa lagið, á grunni smásmugulegra formgalla á kosningunni, að segja ferlið ekki lýðræðislegt. Strax á þessum tímapunkti var ljóst að vegurinn að nýrri stjórnarskrá yrði þyrnum stráður. Þess vegna var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu síðar um tillögurnar. Hún átti að styrkja ferlið aftur með stuðningi almennings. Um þjóðaratkvæðagreiðsluna ríkti hins vegar aldrei sameiginlegur skilningur. Fól niðurstaðan í sér að nákvæmlega þessi texti, sem stjórnlagaráð hafi skrifað, skyldi verða óbreyttur að nýrri stjórnarskrá? Eða átti bara að byggja á honum? Var atkvæðagreiðslan bindandi eða bara ráðgefandi? Um þetta er enn þá deilt af töluverðri lipurð, sem er bagalegt. Var meirihluti? Það var því ekki flókið fyrir andstæðinga, úr því sem komið var, að þyrla upp alls konar moldviðri. Fleira bættist við. Þegar stjórnarskráin kom inn í þingið þurfti hún auðvitað, lögum samkvæmt, að fá efnislega umfjöllun eins og öll önnur frumvörp. Þetta þýddi að alls konar umsagnir og athugasemdir komu frá hinum og þessum aðilum. Það er lýðræðislegt og fagurt líka. Sumar þessar athugasemdir voru mjög veigamiklar og erfitt að líta fram hjá þeim. Umboðsmaður Alþingis sendi til dæmis langa umsögn þar sem hann fór kyrfilega yfir mjög stór atriði sem þyrfti að laga. Ég man að á þeim nefndarfundi setti marga hljóða, því jafnvel þótt maður styddi nýja stjórnarskrá af heilum hug, þá var erfitt að horfa fram hjá svo málefnalegum og vel ígrunduðum málflutningi. Líklega hefði vel verið hægt að bregðast við og gera gott skjal enn þá betra, ef vilji hefði staðið til þess. Þá bankaði hins vegar annar veruleiki upp á. Andstöðu við stjórnarskrána var á þessum tímapunkti farið að gæta á meðal þingmanna stjórnarf lokkanna. Það var því orðin nokkuð aðkallandi spurning hvort nýja stjórnarskráin hefði yfirleitt meirihluta á þingi. Ég sá ekki betur en að klókir stjórnarþingmenn pössuðu sig á því að láta ekki andstöðu sína mikið í ljós, til að styggja ekki kjósendahóp sinn. Þeir treystu því frekar að málið kæmi aldrei til atkvæða. Stjórnarandstaðan sá um það. Málið dautt Á vormánuðum 2013 má því segja að þetta ferli hafi verið komið allverulega út í skurð. Allt í rugli. Málþóf. Óeining. Athugasemdir. Tímaþröng. Varla meirihluti. Og það sem meira er: Jafnvel þótt það hefði tekist að koma málinu í gegnum þetta ósamvinnuþýða þing með töfra- eða bolabrögðum, þá hefði einungis hálfur sigur unnist. Næsta þing hefði þurft að samþykkja plaggið líka. Tvö þing þarf til að samþykkja stjórnarskrárbreytingar. Öllum var ljóst að næsta þing, með Framsókn og Sjálfstæðisf lokk í meirihluta — eins og allt stefndi í — myndi aldrei samþykkja frumvarpið. Málið var því dautt. Í bili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Stjórnarskrá Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Mér finnst mjög mikilvægt að íslenska þjóðin eignist nýja stjórnarskrá. Mér fannst ferlið sem hannað var til að skrifa svoleiðis skjal fyrir nokkrum árum vera sallafínt, lýðræðislegt og fagurt. Þjóðfundur í Laugardalshöll lagði línurnar. Svo var kosið stjórnlagaþing sem skrifaði plaggið og af henti það Alþingi sem átti að klára málið. Mér finnst ömurlegt að Alþingi hafi brugðist. Málið strandaði í sölum þess. Um þessar mundir eru sjö ár frá því að efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um meginatriði nýju stjórnarskrárinnar. Afstaða kjósenda var skýr og ferlið naut afgerandi stuðnings. Þeim mun skammarlegra var það fyrir Alþingi að klára ekki málið. Sem þingmaður á þessum árum var ég í ágætri stöðu til að fylgjast með framvindunni. Ég hef velt henni talsvert fyrir mér síðan. Hvað gerðist? Af hverju fór þetta svona?Kjaftað í kaf Jú, tveir stjórnmálaf lokkar reyndust mjög augljóslega á móti þessu öllu saman þegar hólminn var komið. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarf lokkurinn lögðust mjög gegn því að nýja stjórnarskráin yrði afgreidd af Alþingi. Málþófið var linnulaust. Stjórnarskrármálið afhjúpaði þannig mjög meinlegan galla sem er á þingsköpum Alþingis. Á þingi ræður minnihlutinn. Með því að tala. Þetta er ekki hægt að stoppa, því jafnvel þótt ákvæði til að þvinga fram atkvæðagreiðslu hefðu verið notuð, þá er samt hægt að tala. Þingsköpin eru míglek þegar kemur að þessu. Og tíminn var knappur. Stjórnarskráin var til umfjöllunar á þingi á kosningavori. Það þurfti að afgreiða hana fyrir kosningar. Í slíkri tímaþröng var málþófið enn áhrifaríkara. Margir eiga skiljanlega erfitt með að sætta sig við að nýja stjórnarskráin hafi mætt þessari andstöðu. Í andstöðunni kom auðvitað fram ömurlegt virðingarleysi gagnvart lýðræðislegu ferli og vilja almennings. En hún var þarna samt. Það er mikilvægt að reyna að skilja úr hverju hún spratt. Til voru þeir þingmenn sem vildu þetta aldrei. Þeir fengu vopn í hendurnar þegar Hæstiréttur í fáránlegum úrskurði sínum dæmdi kjörið til stjórnlagaþings ógilt, og þingið var eftir það kallað ráð. Andstæðingum var þar með í lófa lagið, á grunni smásmugulegra formgalla á kosningunni, að segja ferlið ekki lýðræðislegt. Strax á þessum tímapunkti var ljóst að vegurinn að nýrri stjórnarskrá yrði þyrnum stráður. Þess vegna var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu síðar um tillögurnar. Hún átti að styrkja ferlið aftur með stuðningi almennings. Um þjóðaratkvæðagreiðsluna ríkti hins vegar aldrei sameiginlegur skilningur. Fól niðurstaðan í sér að nákvæmlega þessi texti, sem stjórnlagaráð hafi skrifað, skyldi verða óbreyttur að nýrri stjórnarskrá? Eða átti bara að byggja á honum? Var atkvæðagreiðslan bindandi eða bara ráðgefandi? Um þetta er enn þá deilt af töluverðri lipurð, sem er bagalegt. Var meirihluti? Það var því ekki flókið fyrir andstæðinga, úr því sem komið var, að þyrla upp alls konar moldviðri. Fleira bættist við. Þegar stjórnarskráin kom inn í þingið þurfti hún auðvitað, lögum samkvæmt, að fá efnislega umfjöllun eins og öll önnur frumvörp. Þetta þýddi að alls konar umsagnir og athugasemdir komu frá hinum og þessum aðilum. Það er lýðræðislegt og fagurt líka. Sumar þessar athugasemdir voru mjög veigamiklar og erfitt að líta fram hjá þeim. Umboðsmaður Alþingis sendi til dæmis langa umsögn þar sem hann fór kyrfilega yfir mjög stór atriði sem þyrfti að laga. Ég man að á þeim nefndarfundi setti marga hljóða, því jafnvel þótt maður styddi nýja stjórnarskrá af heilum hug, þá var erfitt að horfa fram hjá svo málefnalegum og vel ígrunduðum málflutningi. Líklega hefði vel verið hægt að bregðast við og gera gott skjal enn þá betra, ef vilji hefði staðið til þess. Þá bankaði hins vegar annar veruleiki upp á. Andstöðu við stjórnarskrána var á þessum tímapunkti farið að gæta á meðal þingmanna stjórnarf lokkanna. Það var því orðin nokkuð aðkallandi spurning hvort nýja stjórnarskráin hefði yfirleitt meirihluta á þingi. Ég sá ekki betur en að klókir stjórnarþingmenn pössuðu sig á því að láta ekki andstöðu sína mikið í ljós, til að styggja ekki kjósendahóp sinn. Þeir treystu því frekar að málið kæmi aldrei til atkvæða. Stjórnarandstaðan sá um það. Málið dautt Á vormánuðum 2013 má því segja að þetta ferli hafi verið komið allverulega út í skurð. Allt í rugli. Málþóf. Óeining. Athugasemdir. Tímaþröng. Varla meirihluti. Og það sem meira er: Jafnvel þótt það hefði tekist að koma málinu í gegnum þetta ósamvinnuþýða þing með töfra- eða bolabrögðum, þá hefði einungis hálfur sigur unnist. Næsta þing hefði þurft að samþykkja plaggið líka. Tvö þing þarf til að samþykkja stjórnarskrárbreytingar. Öllum var ljóst að næsta þing, með Framsókn og Sjálfstæðisf lokk í meirihluta — eins og allt stefndi í — myndi aldrei samþykkja frumvarpið. Málið var því dautt. Í bili.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun