NPA-aðstoðin orðin hindrun Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2019 06:00 Það var þétt setið við aðalmeðferð í Hæstarétti í gær. Fréttablaðið/Anton Brink Aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í gær. Í málinu er tekist á um rétt Freyju til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin. Lögmaður Freyju, Sigurður Örn Hilmarsson, var í málflutningi sínum mjög gagnrýninn á að vegna þess að Freyja njóti NPA-aðstoðar þá muni hún ekki sinna barninu sjálf. Hann sagði að í lögum um NPA væri sérstaklega fjallað um þetta og hvernig aðstoðin miði að því að aðstoða fólk við foreldrahlutverk. Gert sé ráð fyrir því að NPA sé notuð svo fólk geti uppfyllt skyldur sínar sem uppalendur. Þannig sé aðstoðin tryggð í lögum, en á sama tíma útiloki hún Freyju frá fósturhlutverkinu. Að segja að hún geti ekki gert eitthvað sjálf, þegar hún nýtur slíkrar aðstoðar, sé dæmi um óbeina mismunun. Hann velti því einnig fram hvað það sé nákvæmlega sem Barnaverndarstofa meini þegar talað er um að Freyja geri eitthvað sjálf. Hún hafi verið með NPA í 12 ár, hún hafi lokið tveimur háskólagráðum, setið á þingi og sinnt fjölbreyttum störfum. „Gerði hún þetta ekki sjálf? Og ef ekki, hver þá?“ spurði Sigurður í málflutningi sínum í Hæstarétti.Stuðningsfólk Freyju Haraldsdóttur fjölmennti í sal Hæstaréttar Íslands í gærmorgun fréttablaðið/Anton BrinkHann sagði orðalag um að hún geri ekki hlutina sjálf ekki heppilegt því þá væri áhersla færð á að yfir heimili hennar væri einhver stofnanabragur. NPA hafi verið lögfest svo fatlaðir einstaklingar gætu búið sjálfstætt og sagði Sigurður það því einkennilegt að stjórnvaldið stæði í dómsmáli þar sem því er haldið fram að fatlað fólk sem býr við slíka aðstoð búi við stofnanabrag. „Í grunninn eru þetta viðhorf sem hefði mátt gera ráð fyrir fyrir 30 árum, en virðast koma fram hér og þar í andstöðu við nútímaviðhorf til þessara mála, sem og lagasetningar um notendastýrða persónulega aðstoð. Sem á að tryggja fólki sjálfstætt líf, sjálfstæða búsetu, gera því kleift að taka þátt í samfélaginu og komast yfir þær hindranir sem fylgja fötluninni. En allt er þetta túlkað gegn þeim og gegn Freyju, þannig að aðstoðin sem er ætlað að yfirvinna fötlunina er orðin að hindrun,“ segir Sigurður í samtali við Fréttablaðið. Sigurður segir málið eitt skýrasta dæmið úr stjórnsýslunni þar sem fatlað fólk mætir fordómum. „Í tilfelli Freyju leiddu fordómarnir til þess að hún fékk ekki tækifæri til að vera metin á eigin verðleikum lögum samkvæmt á matsnámskeiðinu,“ segir Sigurður. Hann segir að kjarni málsins snúist um rétt Freyju til sömu málsmeðferðar og aðrir og að hún fái þannig að sitja námskeiðið og vera metin, en að ekki verði litið fram hjá því að ástæðan fyrir því að hún fékk ekki að sitja námskeiðið sé mismunun sem sé byggð á fordómum um hvað hún geti og geti ekki gert. Barnavernd Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Dómsmál Félagsmál Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í gær. Í málinu er tekist á um rétt Freyju til að sitja námskeið þar sem hæfni umsækjenda um fósturforeldri er metin. Lögmaður Freyju, Sigurður Örn Hilmarsson, var í málflutningi sínum mjög gagnrýninn á að vegna þess að Freyja njóti NPA-aðstoðar þá muni hún ekki sinna barninu sjálf. Hann sagði að í lögum um NPA væri sérstaklega fjallað um þetta og hvernig aðstoðin miði að því að aðstoða fólk við foreldrahlutverk. Gert sé ráð fyrir því að NPA sé notuð svo fólk geti uppfyllt skyldur sínar sem uppalendur. Þannig sé aðstoðin tryggð í lögum, en á sama tíma útiloki hún Freyju frá fósturhlutverkinu. Að segja að hún geti ekki gert eitthvað sjálf, þegar hún nýtur slíkrar aðstoðar, sé dæmi um óbeina mismunun. Hann velti því einnig fram hvað það sé nákvæmlega sem Barnaverndarstofa meini þegar talað er um að Freyja geri eitthvað sjálf. Hún hafi verið með NPA í 12 ár, hún hafi lokið tveimur háskólagráðum, setið á þingi og sinnt fjölbreyttum störfum. „Gerði hún þetta ekki sjálf? Og ef ekki, hver þá?“ spurði Sigurður í málflutningi sínum í Hæstarétti.Stuðningsfólk Freyju Haraldsdóttur fjölmennti í sal Hæstaréttar Íslands í gærmorgun fréttablaðið/Anton BrinkHann sagði orðalag um að hún geri ekki hlutina sjálf ekki heppilegt því þá væri áhersla færð á að yfir heimili hennar væri einhver stofnanabragur. NPA hafi verið lögfest svo fatlaðir einstaklingar gætu búið sjálfstætt og sagði Sigurður það því einkennilegt að stjórnvaldið stæði í dómsmáli þar sem því er haldið fram að fatlað fólk sem býr við slíka aðstoð búi við stofnanabrag. „Í grunninn eru þetta viðhorf sem hefði mátt gera ráð fyrir fyrir 30 árum, en virðast koma fram hér og þar í andstöðu við nútímaviðhorf til þessara mála, sem og lagasetningar um notendastýrða persónulega aðstoð. Sem á að tryggja fólki sjálfstætt líf, sjálfstæða búsetu, gera því kleift að taka þátt í samfélaginu og komast yfir þær hindranir sem fylgja fötluninni. En allt er þetta túlkað gegn þeim og gegn Freyju, þannig að aðstoðin sem er ætlað að yfirvinna fötlunina er orðin að hindrun,“ segir Sigurður í samtali við Fréttablaðið. Sigurður segir málið eitt skýrasta dæmið úr stjórnsýslunni þar sem fatlað fólk mætir fordómum. „Í tilfelli Freyju leiddu fordómarnir til þess að hún fékk ekki tækifæri til að vera metin á eigin verðleikum lögum samkvæmt á matsnámskeiðinu,“ segir Sigurður. Hann segir að kjarni málsins snúist um rétt Freyju til sömu málsmeðferðar og aðrir og að hún fái þannig að sitja námskeiðið og vera metin, en að ekki verði litið fram hjá því að ástæðan fyrir því að hún fékk ekki að sitja námskeiðið sé mismunun sem sé byggð á fordómum um hvað hún geti og geti ekki gert.
Barnavernd Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Dómsmál Félagsmál Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira