ESB samþykkir að fresta Brexit og Johnson berst fyrir kosningum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. október 2019 18:45 Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. Sajiv Javid, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í morgun að það Bretland myndi ekki ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október, líkt og stefnt hafði verið að og Boris Johnson forsætisráðherra hafði ítrekað lofað. Johnson var spurður út í ummælin og sagði það nú undir Evrópusambandinu komið hvenær Bretar ganga út. „Eins og staðan er í dag er utgangan 31. október. Þingið, eins og þú veist, ákvað að Evrópusambandið yrði beðið um frestun. Það var ekki mín stefna og ég studdi það ekki. Lagðist alfarið gegn því. Við ættum að ganga út 31. október.“ Eins og Johnson sagði er það nú undir ESB komið að samþykkja eða hafna beiðni ríkisstjórnar Bretlands um frestun. Johnson var skuldbundinn til þess að senda þá beiðni eftir að þingið neitaði því að samþykkja nýjan útgöngusamning ríkisstjórnar hans síðasta laugardag. Þingið hafnaði því einnig að flýta meðferð samningsins á þingi svo afar ólíklegt er að Johnson takist að halda í settan útgöngudag. Mina Andreeva, upplýsingafulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, staðfesti frestun í dag. „Það sem ég get sagt ykkur er að sammælst hefur verið um það að veita frestun og við munum halda áfram þessari vinnu á næstu dögum.“ Johnson ætlar sér nú að reyna að boða til nýrra þingkosninga á Bretlandi. Slík tillaga þarf að fara í gegnum þingið, sem hefur hafnað fyrri kosningatillögum forsætisráðherrans og krafist þess að fyrst sé tryggt að samningslaus útganga sé ekki á borðinu. „Við viljum hafa það á hreinu að við erum tilbúin til þess að gefa þessu lengri tíma ef, og einungis ef, Verkamannaflokkurinn samþykkir kosningar 12. desember. Ég fæ ekki betur séð en að Verkamannaflokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til nýrra kosninga.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Evrópusambandið hefur samþykkt að fresta útgöngu Bretlands. Ekki verður ákveðið fyrr en eftir helgi hversu lengi útgöngu verður frestað. Sajiv Javid, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í morgun að það Bretland myndi ekki ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október, líkt og stefnt hafði verið að og Boris Johnson forsætisráðherra hafði ítrekað lofað. Johnson var spurður út í ummælin og sagði það nú undir Evrópusambandinu komið hvenær Bretar ganga út. „Eins og staðan er í dag er utgangan 31. október. Þingið, eins og þú veist, ákvað að Evrópusambandið yrði beðið um frestun. Það var ekki mín stefna og ég studdi það ekki. Lagðist alfarið gegn því. Við ættum að ganga út 31. október.“ Eins og Johnson sagði er það nú undir ESB komið að samþykkja eða hafna beiðni ríkisstjórnar Bretlands um frestun. Johnson var skuldbundinn til þess að senda þá beiðni eftir að þingið neitaði því að samþykkja nýjan útgöngusamning ríkisstjórnar hans síðasta laugardag. Þingið hafnaði því einnig að flýta meðferð samningsins á þingi svo afar ólíklegt er að Johnson takist að halda í settan útgöngudag. Mina Andreeva, upplýsingafulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, staðfesti frestun í dag. „Það sem ég get sagt ykkur er að sammælst hefur verið um það að veita frestun og við munum halda áfram þessari vinnu á næstu dögum.“ Johnson ætlar sér nú að reyna að boða til nýrra þingkosninga á Bretlandi. Slík tillaga þarf að fara í gegnum þingið, sem hefur hafnað fyrri kosningatillögum forsætisráðherrans og krafist þess að fyrst sé tryggt að samningslaus útganga sé ekki á borðinu. „Við viljum hafa það á hreinu að við erum tilbúin til þess að gefa þessu lengri tíma ef, og einungis ef, Verkamannaflokkurinn samþykkir kosningar 12. desember. Ég fæ ekki betur séð en að Verkamannaflokkurinn sé klofinn í afstöðu sinni til nýrra kosninga.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna