Býður uppá mat að hætti danskra fanga Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2019 09:00 Guðmundur Ingi nýtir reynslu sína úr Nyborg-fangelsinu á jákvæðan hátt og eldar að hætti fanga þar. „Slátrið gekk vel í vikunni og svo ætla ég að taka upp gamla takta, nýta mér reynsluna úr danska fangelsiskerfinu og hafa djúsí Hakkebøff með lauk og einu spældu eggi,“ tilkynnir Guðmundur Ingi Þóroddsson vert á Blásteini í Árbæ. Matur að hætti danskra fanga? Getur það verið gott? Fangafóður. Já, svo segir vertinn. „Já maður verður að nýta reynsluna í botn sama hvaðan sú reynsla kemur. Fólk hefur almennt verið ánægt með dönsku eldamennskuna hjá okkur; hakkabuffið og purusteikina til dæmis.“Lærði að elda í Nyborg-fangelsinu Guðmundir Ingi hefur látið til sín taka í umræðu um stöðu fanga, var lengi formaður Afstöðu – samtaka fanga en sjálfur sat hann lengi inni í tengslum við fíkniefnasmygl. Meðal annars í Danaveldi. Og nú nær hann að nýta reynslu sína þaðan í eldhúsið. Hvernig má þetta vera?„Ég var í Nyborg-fangelsinu á góðum gangi þar sem 26 fangar voru. Þar skiptust 3 fangar á að elda ofan í hina í heila viku; morgunmat, hádegismat og kvöldmat,“ útskýrir Guðmundur Ingi.Kátir í eldhúsinu. Guðmundur Ingi með Teiti Jóhannessyni sem stjórnar matreiðslunni.Hann var í eitt og hálft ár í Nyborg-fangelsinu og þar þurftu fangarnir að panta inn og útbúa matseðla.„Það má segja að maður hafi lært að elda almennilega þar. Það var ekki slæmt að læra alla þessu frægu dönsku rétti en ég gat á móti sett íslenskan stíl í matgerðina þegar ég fékk að ráða.“ Guðmundur Ingi segir að þetta sé eitt af þeim atriðum sem honum finnst vanta hérna í fangelsiskerfið. „Það ætti að skylda alla fanga til að læra að panta inn vörur, gera innkaupalista og hafa læra að versla miðað við fjárhag, gera matseðla, elda og ganga frá. Það getur ekki verið annað en gott að fólk kunni þetta svona almennt. Þá kviknar oft áhugi á matagerð og um leið ætti fangelsiskerfið að taka á móti og bjóða föngunum að læra matreiðslu eins og er nákvæmlega gert í Danmörku.“Sérstakir fangaveitingastaðir til í DKAð hætti danskra fanga. Hakkað buff, með lauk.Meira að segja er það svo, að sögn Guðmundar Inga, að finna má sérstaka veitingastaði í sumum fangelsum í Danmörku. Þar starfa fangar í öllum störfum. „Í öðrum fangelsum er matvælaframleiðsla fyrir gæsluvarðhaldsfangelsin.“ En, nú er talað um spítalamat sem óæti og fangamaturinn er ekki hærra skrifaður. En, það er sem sagt á misskilningi byggt. Já, og nei, segir Guðmundur Ingi. „Á Blásteini-Matbar og Rakang Thai er enginn fangamatur í boði heldur lúxusmatur úr besta fáanlegu hráefni þar sem lærður matreiðslumaður stjórnar eldamennskunni,“ segir vertinn á Blásteini og vísar til þess að þó hann sjálfur sé liðtækur í eldhúsinu er hann ekki yfirmatreiðslumeistari staðanna sem hann rekur. „Teitur Jóhannesson matreiðslumaður er þarna með mér og stjórnar matseldinni.“ Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Slátrið gekk vel í vikunni og svo ætla ég að taka upp gamla takta, nýta mér reynsluna úr danska fangelsiskerfinu og hafa djúsí Hakkebøff með lauk og einu spældu eggi,“ tilkynnir Guðmundur Ingi Þóroddsson vert á Blásteini í Árbæ. Matur að hætti danskra fanga? Getur það verið gott? Fangafóður. Já, svo segir vertinn. „Já maður verður að nýta reynsluna í botn sama hvaðan sú reynsla kemur. Fólk hefur almennt verið ánægt með dönsku eldamennskuna hjá okkur; hakkabuffið og purusteikina til dæmis.“Lærði að elda í Nyborg-fangelsinu Guðmundir Ingi hefur látið til sín taka í umræðu um stöðu fanga, var lengi formaður Afstöðu – samtaka fanga en sjálfur sat hann lengi inni í tengslum við fíkniefnasmygl. Meðal annars í Danaveldi. Og nú nær hann að nýta reynslu sína þaðan í eldhúsið. Hvernig má þetta vera?„Ég var í Nyborg-fangelsinu á góðum gangi þar sem 26 fangar voru. Þar skiptust 3 fangar á að elda ofan í hina í heila viku; morgunmat, hádegismat og kvöldmat,“ útskýrir Guðmundur Ingi.Kátir í eldhúsinu. Guðmundur Ingi með Teiti Jóhannessyni sem stjórnar matreiðslunni.Hann var í eitt og hálft ár í Nyborg-fangelsinu og þar þurftu fangarnir að panta inn og útbúa matseðla.„Það má segja að maður hafi lært að elda almennilega þar. Það var ekki slæmt að læra alla þessu frægu dönsku rétti en ég gat á móti sett íslenskan stíl í matgerðina þegar ég fékk að ráða.“ Guðmundur Ingi segir að þetta sé eitt af þeim atriðum sem honum finnst vanta hérna í fangelsiskerfið. „Það ætti að skylda alla fanga til að læra að panta inn vörur, gera innkaupalista og hafa læra að versla miðað við fjárhag, gera matseðla, elda og ganga frá. Það getur ekki verið annað en gott að fólk kunni þetta svona almennt. Þá kviknar oft áhugi á matagerð og um leið ætti fangelsiskerfið að taka á móti og bjóða föngunum að læra matreiðslu eins og er nákvæmlega gert í Danmörku.“Sérstakir fangaveitingastaðir til í DKAð hætti danskra fanga. Hakkað buff, með lauk.Meira að segja er það svo, að sögn Guðmundar Inga, að finna má sérstaka veitingastaði í sumum fangelsum í Danmörku. Þar starfa fangar í öllum störfum. „Í öðrum fangelsum er matvælaframleiðsla fyrir gæsluvarðhaldsfangelsin.“ En, nú er talað um spítalamat sem óæti og fangamaturinn er ekki hærra skrifaður. En, það er sem sagt á misskilningi byggt. Já, og nei, segir Guðmundur Ingi. „Á Blásteini-Matbar og Rakang Thai er enginn fangamatur í boði heldur lúxusmatur úr besta fáanlegu hráefni þar sem lærður matreiðslumaður stjórnar eldamennskunni,“ segir vertinn á Blásteini og vísar til þess að þó hann sjálfur sé liðtækur í eldhúsinu er hann ekki yfirmatreiðslumeistari staðanna sem hann rekur. „Teitur Jóhannesson matreiðslumaður er þarna með mér og stjórnar matseldinni.“
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira