Ekki í fyrsta skipti sem Hariri segir af sér Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. október 2019 19:00 Hariri afhendir Michel Aoun afsagnarbréf sitt. AP/Dalati Nohra Forsætisráðherra Líbanons tilkynnti um afsögn sína í dag. Mótmæli hafa tröllriðið landinu undanfarnar tvær vikur. Skuldastaða fárra ríkja heimsins er jafnslæm og Líbanons. Ríkisstjórn Saads Hariri hefur því unnið eftir niðurskurðarstefnu við litla hrifningu landsmanna. Vegna þessa hafa Líbanar safnast saman frá því um miðjan mánuð og mótmælt stefnu ríkisstjórnarinnar, bágu efnahagsástandi, atvinnuleysi og spillingu í stjórnmálum. Kröfugöngur, verkföll, borgaraleg óhlýðni, vegatálmanir og fleiri aðgerðir hafa sett svip sinn á daglegt líf í landinu að undanförnu. Hariri forsætisráðherra tilkynnti því í dag um að hann myndi afhenda forseta ríkisins afsagnarbréf sitt. „Ég hef reynt að finna lausnir og hlustað á þjóðina til þess að skýla landsmönnum frá efnahagsörðugleikum. Svo ég sé alveg hreinskilinn þá vil ég segja að ég er kominn í blindgötu,“ sagði hann. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Hariri segir af sér. Þegar hann var staddur í Sádi-Arabíu, þar sem hann fæddist, fyrir tveimur árum gaf hann það óvænt út að hann myndi stíga til hliðar. Málið vakti heimsathygli og voru líbanskir valdamenn vissir um að sádiarabísk yfirvöld hefðu þvingað Hariri til afsagnar vegna þess að þeim þótti hann ekki standa sig nógu vel í baráttunni gegn Íran og Hezbollah. Svo fór loks að Hariri dró afsagnarbréf sitt til baka um mánuði eftir heimkomu til Líbanons. Líbanon Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Forsætisráðherra Líbanons tilkynnti um afsögn sína í dag. Mótmæli hafa tröllriðið landinu undanfarnar tvær vikur. Skuldastaða fárra ríkja heimsins er jafnslæm og Líbanons. Ríkisstjórn Saads Hariri hefur því unnið eftir niðurskurðarstefnu við litla hrifningu landsmanna. Vegna þessa hafa Líbanar safnast saman frá því um miðjan mánuð og mótmælt stefnu ríkisstjórnarinnar, bágu efnahagsástandi, atvinnuleysi og spillingu í stjórnmálum. Kröfugöngur, verkföll, borgaraleg óhlýðni, vegatálmanir og fleiri aðgerðir hafa sett svip sinn á daglegt líf í landinu að undanförnu. Hariri forsætisráðherra tilkynnti því í dag um að hann myndi afhenda forseta ríkisins afsagnarbréf sitt. „Ég hef reynt að finna lausnir og hlustað á þjóðina til þess að skýla landsmönnum frá efnahagsörðugleikum. Svo ég sé alveg hreinskilinn þá vil ég segja að ég er kominn í blindgötu,“ sagði hann. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem Hariri segir af sér. Þegar hann var staddur í Sádi-Arabíu, þar sem hann fæddist, fyrir tveimur árum gaf hann það óvænt út að hann myndi stíga til hliðar. Málið vakti heimsathygli og voru líbanskir valdamenn vissir um að sádiarabísk yfirvöld hefðu þvingað Hariri til afsagnar vegna þess að þeim þótti hann ekki standa sig nógu vel í baráttunni gegn Íran og Hezbollah. Svo fór loks að Hariri dró afsagnarbréf sitt til baka um mánuði eftir heimkomu til Líbanons.
Líbanon Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira