ESB gefur grænt ljós á „kraftmeiri“ Brexit-viðræður Atli Ísleifsson skrifar 11. október 2019 12:40 Breski Brexitmálaráðherrann Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, funduðu í morgun. epa Stjórnvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins hafa gefið grænt ljós á „kraftmeiri“ viðræður varðandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Tilkynningin kemur eftir fund breska Brexit-málaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB í Brexit-málum, sem báðir lýstu sem „uppbyggilegum“.Bretland mun að óbreyttu ganga úr Evrópusambandinu klukkan 23 að kvöldi 31. október næstkomandi. Litið er á leiðtogafund aðildarríkja ESB í næstu viku sem síðasta möguleikann til að ná saman um útgöngusamning áður en fresturinn rennur út. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti endurskoðaðar tillögur að útgöngusamningi í síðustu viku, en helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum snýr að tilhögun á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Boris Johnson og Leo Varadkar funduðu á Thornton Manor Hotel nærri Birkenhead í gær.GettyVaradkar nú sannfærður um að Bretar vilji í raun samning Johnson og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, áttu tvíhliða fund í gær – fundi sem lýst var sem „mjög jákvæðum og mjög lofandi“. Sagði Varadkar viðræðurnar vera á viðkvæmu stigi, en að hann væri nú sannfærður um að Bretar vilji í raun ná samkomulagi fyrir útgöngu. Johnson fullyrðir að Bretland muni ganga úr sambandinu síðasta dag októbermánaðar, burtséð frá því hvort að samningar náist eður ei. Takist ESB og bresku ríkisstjórninni að ná saman um nýjan samning þyrfti breska þingið engu að síður að samþykkja samninginn. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Tengdar fréttir Útiloka samkomulag um Brexit eftir símtal Johnson og Merkel Þýska ríkisstjórnin hefur ekki gefið út lýsingu á símtali Johnson og Merkel en evrópskur embættismaður vefengir lýsingar bresku ríkisstjórnarinnar á ummælum Merkel. 8. október 2019 10:43 Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05 Átök á tveimur vígstöðvum Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Stjórnvöld í aðildarríkjum Evrópusambandsins hafa gefið grænt ljós á „kraftmeiri“ viðræður varðandi útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Tilkynningin kemur eftir fund breska Brexit-málaráðherrans Steve Barclay og Michel Barnier, aðalsamningamanns ESB í Brexit-málum, sem báðir lýstu sem „uppbyggilegum“.Bretland mun að óbreyttu ganga úr Evrópusambandinu klukkan 23 að kvöldi 31. október næstkomandi. Litið er á leiðtogafund aðildarríkja ESB í næstu viku sem síðasta möguleikann til að ná saman um útgöngusamning áður en fresturinn rennur út. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti endurskoðaðar tillögur að útgöngusamningi í síðustu viku, en helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum snýr að tilhögun á landamærum Írlands og Norður-Írlands.Boris Johnson og Leo Varadkar funduðu á Thornton Manor Hotel nærri Birkenhead í gær.GettyVaradkar nú sannfærður um að Bretar vilji í raun samning Johnson og Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, áttu tvíhliða fund í gær – fundi sem lýst var sem „mjög jákvæðum og mjög lofandi“. Sagði Varadkar viðræðurnar vera á viðkvæmu stigi, en að hann væri nú sannfærður um að Bretar vilji í raun ná samkomulagi fyrir útgöngu. Johnson fullyrðir að Bretland muni ganga úr sambandinu síðasta dag októbermánaðar, burtséð frá því hvort að samningar náist eður ei. Takist ESB og bresku ríkisstjórninni að ná saman um nýjan samning þyrfti breska þingið engu að síður að samþykkja samninginn.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Tengdar fréttir Útiloka samkomulag um Brexit eftir símtal Johnson og Merkel Þýska ríkisstjórnin hefur ekki gefið út lýsingu á símtali Johnson og Merkel en evrópskur embættismaður vefengir lýsingar bresku ríkisstjórnarinnar á ummælum Merkel. 8. október 2019 10:43 Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05 Átök á tveimur vígstöðvum Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning. 9. október 2019 07:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Útiloka samkomulag um Brexit eftir símtal Johnson og Merkel Þýska ríkisstjórnin hefur ekki gefið út lýsingu á símtali Johnson og Merkel en evrópskur embættismaður vefengir lýsingar bresku ríkisstjórnarinnar á ummælum Merkel. 8. október 2019 10:43
Macron setur Johnson afarkosti Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni. 7. október 2019 08:05
Átök á tveimur vígstöðvum Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning. 9. október 2019 07:15