„Vanhugsað“ að refsa trúfélögum fyrir mismunun gegn hinsegin fólki Sylvía Hall skrifar 13. október 2019 19:08 Buttigieg hefur vakið mikla athygli í kosningabaráttu sinni. Vísir/Getty Í pallborðsumræðum CNN um réttindi hinsegin fólks sagðist Beto O‘Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, að þau trúfélög sem ekki myndu ráða hinsegin fólk né veita þeim þjónustu ættu ekki að vera undanþegin skatti líkt og hefur gilt um trúfélög í Bandaríkjunum. Einn mótframbjóðenda hans, Pete Buttigieg, er ósammála þeirri nálgun. Buttigieg er eini samkynhneigði frambjóðandinn í forvali Demókrataflokksins og hefur verið opinskár með upplifun sína að vera samkynhneigður maður, bæði hafandi alist upp í íhaldssömu fylki og að hafa þjónað í hernum. Hann er þó ósammála nálgun O‘Rourke í þessum efnum og telur þetta ekki réttu leiðina til þess að standa vörð um réttindi hinsegin fólks. „Ég er sammála því að lög sem kveða á um bann við mismunun skuli gilda um allar stofnanir, en sú hugmynd að kirkjur verði ekki undanþegnar skatti ef þau hafa ekki fundið það í sér að leggja blessun sína yfir samkynja hjónabönd – ég held hann hafi ekki áttað sig á hvað felst í því sem hann er að leggja til,“ sagði Buttigieg í viðtali við CNN. Hann segir slíkar aðgerðir vera hálfgerða stríðsyfirlýsingu, ekki einungis gegn kirkjum heldur moskum og öðrum stofnunum sem hafi ekki sömu lífskoðanir. Vegna aðskilnaðar ríkis og trúfélaga myndu slíkar aðgerðir ekki einungis beinast gegn kirkjunni. Þrátt fyrir þetta styður Buttigieg lagasetningu sem bannar mismunun gegn hinsegin fólki innan skóla og annarra stofnanna. Hann telur þó slíkt ekki vænlegt til árangurs hjá trúfélögum. „Ég held að það muni einungis breikka gjánna sem er nú þegar til staðar, á sama tíma og við erum að sjá fleiri og fleiri færast í rétta átt hvað varðar réttindi hinsegin fólks vegna samkenndar og ástvina sinna, sem skiptir mig augljóslega gífurlega miklu máli. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Í pallborðsumræðum CNN um réttindi hinsegin fólks sagðist Beto O‘Rourke, einn frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020, að þau trúfélög sem ekki myndu ráða hinsegin fólk né veita þeim þjónustu ættu ekki að vera undanþegin skatti líkt og hefur gilt um trúfélög í Bandaríkjunum. Einn mótframbjóðenda hans, Pete Buttigieg, er ósammála þeirri nálgun. Buttigieg er eini samkynhneigði frambjóðandinn í forvali Demókrataflokksins og hefur verið opinskár með upplifun sína að vera samkynhneigður maður, bæði hafandi alist upp í íhaldssömu fylki og að hafa þjónað í hernum. Hann er þó ósammála nálgun O‘Rourke í þessum efnum og telur þetta ekki réttu leiðina til þess að standa vörð um réttindi hinsegin fólks. „Ég er sammála því að lög sem kveða á um bann við mismunun skuli gilda um allar stofnanir, en sú hugmynd að kirkjur verði ekki undanþegnar skatti ef þau hafa ekki fundið það í sér að leggja blessun sína yfir samkynja hjónabönd – ég held hann hafi ekki áttað sig á hvað felst í því sem hann er að leggja til,“ sagði Buttigieg í viðtali við CNN. Hann segir slíkar aðgerðir vera hálfgerða stríðsyfirlýsingu, ekki einungis gegn kirkjum heldur moskum og öðrum stofnunum sem hafi ekki sömu lífskoðanir. Vegna aðskilnaðar ríkis og trúfélaga myndu slíkar aðgerðir ekki einungis beinast gegn kirkjunni. Þrátt fyrir þetta styður Buttigieg lagasetningu sem bannar mismunun gegn hinsegin fólki innan skóla og annarra stofnanna. Hann telur þó slíkt ekki vænlegt til árangurs hjá trúfélögum. „Ég held að það muni einungis breikka gjánna sem er nú þegar til staðar, á sama tíma og við erum að sjá fleiri og fleiri færast í rétta átt hvað varðar réttindi hinsegin fólks vegna samkenndar og ástvina sinna, sem skiptir mig augljóslega gífurlega miklu máli.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira