Telur ekki tilefni til að endurskoða aðild að NATO Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2019 15:37 Jens Stoltenberg fékk góðar viðtökur í utanríkisráðuneytinu þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók á móti honum í sumar. Nato Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Halldóra spurði hvort hægt væri að treyst á varnarsamstarf með þjóðum eins og Bandaríkjunum og Tyrklandi og hvort kominn væri tími til að endurskoða veru Íslands í NATO. „Ég er þeirrar skoðunar og hef ekkert legið á þeirri skoðun minni að sú ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga herlið til baka var mjög misráðin,“ sagði Guðlaugur Þór. Árásirnar séu þó á ábyrgð Tyrkja og séu ekki studdar af NATO. Hann óttist að afleiðingarnar kunni að verða enn alvarlegri en þær séu þegar orðnar, einkum fyrir almenna borgara.Sjá einnig: Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Íslensk stjórnvöld hafi í samtali við nágrannaríki á Norðurlöndunum komið þeim skilaboðum áleiðis og reyni að þrýsta á Tyrkja að hætta og ganga fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. „En ég tel samt sem áður ekki að þetta kalli á það sem þingmaður spyr hér sérstaklega,“ sagði Guðlaugur Þór. Halldóra ítrekaði fyrirspurn sína um hvort öryggi Íslendinga væri tryggt innan hernaðarbandalags með Bandaríkjamönnum og Tyrkjum. „Ef Tyrkir virkja fimmtu grein NATO-samningsins vegna átakanna í Norður-Sýrlandi, mun Ísland bregðast við? Geta Tyrkir dregið okkur stríð?“ spurði Halldóra. „Ég hef miklar áhyggjur af að vera okkar í bandalagi þar sem utanríkisstefna tveggja aðildarríkja virðist vera gengin af göflunum.“ Guðlaugur Þór svaraði því neitandi. „Því er nú fljótsvarað að Tyrkir geta ekki dregið okkur Íslendinga í stríð og bara svo það sé alveg skýrt, að þeir fara fram með hætti sem enginn NATO-þjóð hefur stutt, ekki nokkur einasta,“ sagði Guðlaugur Þór. Alþingi Bandaríkin NATO Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Halldóra spurði hvort hægt væri að treyst á varnarsamstarf með þjóðum eins og Bandaríkjunum og Tyrklandi og hvort kominn væri tími til að endurskoða veru Íslands í NATO. „Ég er þeirrar skoðunar og hef ekkert legið á þeirri skoðun minni að sú ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga herlið til baka var mjög misráðin,“ sagði Guðlaugur Þór. Árásirnar séu þó á ábyrgð Tyrkja og séu ekki studdar af NATO. Hann óttist að afleiðingarnar kunni að verða enn alvarlegri en þær séu þegar orðnar, einkum fyrir almenna borgara.Sjá einnig: Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Íslensk stjórnvöld hafi í samtali við nágrannaríki á Norðurlöndunum komið þeim skilaboðum áleiðis og reyni að þrýsta á Tyrkja að hætta og ganga fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. „En ég tel samt sem áður ekki að þetta kalli á það sem þingmaður spyr hér sérstaklega,“ sagði Guðlaugur Þór. Halldóra ítrekaði fyrirspurn sína um hvort öryggi Íslendinga væri tryggt innan hernaðarbandalags með Bandaríkjamönnum og Tyrkjum. „Ef Tyrkir virkja fimmtu grein NATO-samningsins vegna átakanna í Norður-Sýrlandi, mun Ísland bregðast við? Geta Tyrkir dregið okkur stríð?“ spurði Halldóra. „Ég hef miklar áhyggjur af að vera okkar í bandalagi þar sem utanríkisstefna tveggja aðildarríkja virðist vera gengin af göflunum.“ Guðlaugur Þór svaraði því neitandi. „Því er nú fljótsvarað að Tyrkir geta ekki dregið okkur Íslendinga í stríð og bara svo það sé alveg skýrt, að þeir fara fram með hætti sem enginn NATO-þjóð hefur stutt, ekki nokkur einasta,“ sagði Guðlaugur Þór.
Alþingi Bandaríkin NATO Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira