Telur ekki tilefni til að endurskoða aðild að NATO Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2019 15:37 Jens Stoltenberg fékk góðar viðtökur í utanríkisráðuneytinu þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók á móti honum í sumar. Nato Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Halldóra spurði hvort hægt væri að treyst á varnarsamstarf með þjóðum eins og Bandaríkjunum og Tyrklandi og hvort kominn væri tími til að endurskoða veru Íslands í NATO. „Ég er þeirrar skoðunar og hef ekkert legið á þeirri skoðun minni að sú ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga herlið til baka var mjög misráðin,“ sagði Guðlaugur Þór. Árásirnar séu þó á ábyrgð Tyrkja og séu ekki studdar af NATO. Hann óttist að afleiðingarnar kunni að verða enn alvarlegri en þær séu þegar orðnar, einkum fyrir almenna borgara.Sjá einnig: Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Íslensk stjórnvöld hafi í samtali við nágrannaríki á Norðurlöndunum komið þeim skilaboðum áleiðis og reyni að þrýsta á Tyrkja að hætta og ganga fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. „En ég tel samt sem áður ekki að þetta kalli á það sem þingmaður spyr hér sérstaklega,“ sagði Guðlaugur Þór. Halldóra ítrekaði fyrirspurn sína um hvort öryggi Íslendinga væri tryggt innan hernaðarbandalags með Bandaríkjamönnum og Tyrkjum. „Ef Tyrkir virkja fimmtu grein NATO-samningsins vegna átakanna í Norður-Sýrlandi, mun Ísland bregðast við? Geta Tyrkir dregið okkur stríð?“ spurði Halldóra. „Ég hef miklar áhyggjur af að vera okkar í bandalagi þar sem utanríkisstefna tveggja aðildarríkja virðist vera gengin af göflunum.“ Guðlaugur Þór svaraði því neitandi. „Því er nú fljótsvarað að Tyrkir geta ekki dregið okkur Íslendinga í stríð og bara svo það sé alveg skýrt, að þeir fara fram með hætti sem enginn NATO-þjóð hefur stutt, ekki nokkur einasta,“ sagði Guðlaugur Þór. Alþingi Bandaríkin NATO Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Halldóra spurði hvort hægt væri að treyst á varnarsamstarf með þjóðum eins og Bandaríkjunum og Tyrklandi og hvort kominn væri tími til að endurskoða veru Íslands í NATO. „Ég er þeirrar skoðunar og hef ekkert legið á þeirri skoðun minni að sú ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga herlið til baka var mjög misráðin,“ sagði Guðlaugur Þór. Árásirnar séu þó á ábyrgð Tyrkja og séu ekki studdar af NATO. Hann óttist að afleiðingarnar kunni að verða enn alvarlegri en þær séu þegar orðnar, einkum fyrir almenna borgara.Sjá einnig: Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Íslensk stjórnvöld hafi í samtali við nágrannaríki á Norðurlöndunum komið þeim skilaboðum áleiðis og reyni að þrýsta á Tyrkja að hætta og ganga fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. „En ég tel samt sem áður ekki að þetta kalli á það sem þingmaður spyr hér sérstaklega,“ sagði Guðlaugur Þór. Halldóra ítrekaði fyrirspurn sína um hvort öryggi Íslendinga væri tryggt innan hernaðarbandalags með Bandaríkjamönnum og Tyrkjum. „Ef Tyrkir virkja fimmtu grein NATO-samningsins vegna átakanna í Norður-Sýrlandi, mun Ísland bregðast við? Geta Tyrkir dregið okkur stríð?“ spurði Halldóra. „Ég hef miklar áhyggjur af að vera okkar í bandalagi þar sem utanríkisstefna tveggja aðildarríkja virðist vera gengin af göflunum.“ Guðlaugur Þór svaraði því neitandi. „Því er nú fljótsvarað að Tyrkir geta ekki dregið okkur Íslendinga í stríð og bara svo það sé alveg skýrt, að þeir fara fram með hætti sem enginn NATO-þjóð hefur stutt, ekki nokkur einasta,“ sagði Guðlaugur Þór.
Alþingi Bandaríkin NATO Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira