Orð, efndir og afturhald Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 16. október 2019 07:11 Miðflokkurinn hefur sótt í sig veðrið. Með markvissum hætti hefur flokkurinn náð að endurheimta fylgið sem tapaðist í kringum Klausturmálið og gott betur. Fylgið er að miklu leyti sótt til Sjálfstæðisflokksins sem sjálfur er í sögulegri lægð. Þessi þróun ætti ekki að koma neinum á óvart. Í stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins á síðasta ári voru jafnréttismál og málefni hælisleitenda sett efst á listann. Það var með ráðum gert enda töldu sumir innan flokksins að hann glímdi við ímyndarvanda á þessum sviðum. Þetta var rangt mat á stöðunni. Flokkurinn glímir vissulega við ímyndarvanda en sá vandi er fólginn í því að flokkurinn virðist getulaus gagnvart hinu opinbera kerfi sem er á sjálfstýringu. Almennir launþegar og atvinnurekendur horfa upp á báknið þyngjast á herðum sér og opinbera starfsmenn leiða launaþróun í landinu. Enginn ráðherra virðist vera tilbúinn að taka slagi, hvorki stóra né litla. Miðflokkurinn hefur því reynt að fylla tómarúmið á hægri vængnum. Nýlega birti flokkurinn áherslur sínar fyrir þingveturinn og mátti þar finna margt gott, eins og lækkun skatta og það að ríkið þyrfti að fara betur með þá fjármuni sem það hefur til ráðstöfunar. Efst á listanum stóð „Báknið burt“. Hressandi tilbreyting frá sýndarstjórnmálum nútímans. Eða hvað? Það er nauðsynlegt að taka þessu útspili með miklum fyrirvara enda hafa fæstir þingmenn flokksins haft sérstakan áhuga á að koma böndum á kerfið. Ekki nema kannski formaðurinn. Ætla má að flokkurinn sé einfaldlega með puttann á þjóðarpúlsinum og viti nákvæmlega hvernig eigi að stíla orðræðuna inn á óánægða hægrimenn. Óhjákvæmilega vakna spurningar um hvort orð og efndir geti farið saman. Þá er erfitt að sjá fyrir sér hvernig Miðflokkurinn getur komið í stað Sjálfstæðisflokksins sem borgaralegt afl af málflutningi sumra þingmanna flokksins að dæma. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, var á meðal gesta í Silfrinu um síðustu helgi. Í umræðu um farveitur á borð við Uber lagðist hann gegn þeim og kallaði hann deilihagkerfið „fínt nafn yfir skattsvik“. Í sama þætti hélt hann því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að hækka erfðafjárskattinn en ekki lækka hann. Það var leiðrétt af öðrum gesti í snatri. Stuttu síðar birti Þorsteinn skoðunarpistil til að halda uppi vörnum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. Hætta er á því að þeir sem leita að skynsamlegri íhaldsstefnu í Miðflokknum finni mestmegnis illa grundaða afturhaldssemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn hefur sótt í sig veðrið. Með markvissum hætti hefur flokkurinn náð að endurheimta fylgið sem tapaðist í kringum Klausturmálið og gott betur. Fylgið er að miklu leyti sótt til Sjálfstæðisflokksins sem sjálfur er í sögulegri lægð. Þessi þróun ætti ekki að koma neinum á óvart. Í stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins á síðasta ári voru jafnréttismál og málefni hælisleitenda sett efst á listann. Það var með ráðum gert enda töldu sumir innan flokksins að hann glímdi við ímyndarvanda á þessum sviðum. Þetta var rangt mat á stöðunni. Flokkurinn glímir vissulega við ímyndarvanda en sá vandi er fólginn í því að flokkurinn virðist getulaus gagnvart hinu opinbera kerfi sem er á sjálfstýringu. Almennir launþegar og atvinnurekendur horfa upp á báknið þyngjast á herðum sér og opinbera starfsmenn leiða launaþróun í landinu. Enginn ráðherra virðist vera tilbúinn að taka slagi, hvorki stóra né litla. Miðflokkurinn hefur því reynt að fylla tómarúmið á hægri vængnum. Nýlega birti flokkurinn áherslur sínar fyrir þingveturinn og mátti þar finna margt gott, eins og lækkun skatta og það að ríkið þyrfti að fara betur með þá fjármuni sem það hefur til ráðstöfunar. Efst á listanum stóð „Báknið burt“. Hressandi tilbreyting frá sýndarstjórnmálum nútímans. Eða hvað? Það er nauðsynlegt að taka þessu útspili með miklum fyrirvara enda hafa fæstir þingmenn flokksins haft sérstakan áhuga á að koma böndum á kerfið. Ekki nema kannski formaðurinn. Ætla má að flokkurinn sé einfaldlega með puttann á þjóðarpúlsinum og viti nákvæmlega hvernig eigi að stíla orðræðuna inn á óánægða hægrimenn. Óhjákvæmilega vakna spurningar um hvort orð og efndir geti farið saman. Þá er erfitt að sjá fyrir sér hvernig Miðflokkurinn getur komið í stað Sjálfstæðisflokksins sem borgaralegt afl af málflutningi sumra þingmanna flokksins að dæma. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, var á meðal gesta í Silfrinu um síðustu helgi. Í umræðu um farveitur á borð við Uber lagðist hann gegn þeim og kallaði hann deilihagkerfið „fínt nafn yfir skattsvik“. Í sama þætti hélt hann því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að hækka erfðafjárskattinn en ekki lækka hann. Það var leiðrétt af öðrum gesti í snatri. Stuttu síðar birti Þorsteinn skoðunarpistil til að halda uppi vörnum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. Hætta er á því að þeir sem leita að skynsamlegri íhaldsstefnu í Miðflokknum finni mestmegnis illa grundaða afturhaldssemi.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun