Orð, efndir og afturhald Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 16. október 2019 07:11 Miðflokkurinn hefur sótt í sig veðrið. Með markvissum hætti hefur flokkurinn náð að endurheimta fylgið sem tapaðist í kringum Klausturmálið og gott betur. Fylgið er að miklu leyti sótt til Sjálfstæðisflokksins sem sjálfur er í sögulegri lægð. Þessi þróun ætti ekki að koma neinum á óvart. Í stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins á síðasta ári voru jafnréttismál og málefni hælisleitenda sett efst á listann. Það var með ráðum gert enda töldu sumir innan flokksins að hann glímdi við ímyndarvanda á þessum sviðum. Þetta var rangt mat á stöðunni. Flokkurinn glímir vissulega við ímyndarvanda en sá vandi er fólginn í því að flokkurinn virðist getulaus gagnvart hinu opinbera kerfi sem er á sjálfstýringu. Almennir launþegar og atvinnurekendur horfa upp á báknið þyngjast á herðum sér og opinbera starfsmenn leiða launaþróun í landinu. Enginn ráðherra virðist vera tilbúinn að taka slagi, hvorki stóra né litla. Miðflokkurinn hefur því reynt að fylla tómarúmið á hægri vængnum. Nýlega birti flokkurinn áherslur sínar fyrir þingveturinn og mátti þar finna margt gott, eins og lækkun skatta og það að ríkið þyrfti að fara betur með þá fjármuni sem það hefur til ráðstöfunar. Efst á listanum stóð „Báknið burt“. Hressandi tilbreyting frá sýndarstjórnmálum nútímans. Eða hvað? Það er nauðsynlegt að taka þessu útspili með miklum fyrirvara enda hafa fæstir þingmenn flokksins haft sérstakan áhuga á að koma böndum á kerfið. Ekki nema kannski formaðurinn. Ætla má að flokkurinn sé einfaldlega með puttann á þjóðarpúlsinum og viti nákvæmlega hvernig eigi að stíla orðræðuna inn á óánægða hægrimenn. Óhjákvæmilega vakna spurningar um hvort orð og efndir geti farið saman. Þá er erfitt að sjá fyrir sér hvernig Miðflokkurinn getur komið í stað Sjálfstæðisflokksins sem borgaralegt afl af málflutningi sumra þingmanna flokksins að dæma. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, var á meðal gesta í Silfrinu um síðustu helgi. Í umræðu um farveitur á borð við Uber lagðist hann gegn þeim og kallaði hann deilihagkerfið „fínt nafn yfir skattsvik“. Í sama þætti hélt hann því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að hækka erfðafjárskattinn en ekki lækka hann. Það var leiðrétt af öðrum gesti í snatri. Stuttu síðar birti Þorsteinn skoðunarpistil til að halda uppi vörnum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. Hætta er á því að þeir sem leita að skynsamlegri íhaldsstefnu í Miðflokknum finni mestmegnis illa grundaða afturhaldssemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn hefur sótt í sig veðrið. Með markvissum hætti hefur flokkurinn náð að endurheimta fylgið sem tapaðist í kringum Klausturmálið og gott betur. Fylgið er að miklu leyti sótt til Sjálfstæðisflokksins sem sjálfur er í sögulegri lægð. Þessi þróun ætti ekki að koma neinum á óvart. Í stjórnmálaályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins á síðasta ári voru jafnréttismál og málefni hælisleitenda sett efst á listann. Það var með ráðum gert enda töldu sumir innan flokksins að hann glímdi við ímyndarvanda á þessum sviðum. Þetta var rangt mat á stöðunni. Flokkurinn glímir vissulega við ímyndarvanda en sá vandi er fólginn í því að flokkurinn virðist getulaus gagnvart hinu opinbera kerfi sem er á sjálfstýringu. Almennir launþegar og atvinnurekendur horfa upp á báknið þyngjast á herðum sér og opinbera starfsmenn leiða launaþróun í landinu. Enginn ráðherra virðist vera tilbúinn að taka slagi, hvorki stóra né litla. Miðflokkurinn hefur því reynt að fylla tómarúmið á hægri vængnum. Nýlega birti flokkurinn áherslur sínar fyrir þingveturinn og mátti þar finna margt gott, eins og lækkun skatta og það að ríkið þyrfti að fara betur með þá fjármuni sem það hefur til ráðstöfunar. Efst á listanum stóð „Báknið burt“. Hressandi tilbreyting frá sýndarstjórnmálum nútímans. Eða hvað? Það er nauðsynlegt að taka þessu útspili með miklum fyrirvara enda hafa fæstir þingmenn flokksins haft sérstakan áhuga á að koma böndum á kerfið. Ekki nema kannski formaðurinn. Ætla má að flokkurinn sé einfaldlega með puttann á þjóðarpúlsinum og viti nákvæmlega hvernig eigi að stíla orðræðuna inn á óánægða hægrimenn. Óhjákvæmilega vakna spurningar um hvort orð og efndir geti farið saman. Þá er erfitt að sjá fyrir sér hvernig Miðflokkurinn getur komið í stað Sjálfstæðisflokksins sem borgaralegt afl af málflutningi sumra þingmanna flokksins að dæma. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, var á meðal gesta í Silfrinu um síðustu helgi. Í umræðu um farveitur á borð við Uber lagðist hann gegn þeim og kallaði hann deilihagkerfið „fínt nafn yfir skattsvik“. Í sama þætti hélt hann því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að hækka erfðafjárskattinn en ekki lækka hann. Það var leiðrétt af öðrum gesti í snatri. Stuttu síðar birti Þorsteinn skoðunarpistil til að halda uppi vörnum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. Hætta er á því að þeir sem leita að skynsamlegri íhaldsstefnu í Miðflokknum finni mestmegnis illa grundaða afturhaldssemi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun