Mun óska eftir frestun ef þingið samþykkir ekki samninginn fyrir laugardag Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2019 14:22 Boris Johnson á nú í kapphlaupi við tímann. Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hyggst óska eftir frestun á útgöngu landsins úr Evrópusambandinu fram yfir 31. október, takist ekki að fá breska þingið til að samþykkja útgöngusamning fyrir laugardag. Þetta staðfestir Brexitmálaráðherrann Stephen Barclay.Barclay greindi þingnefnd frá því að forsætisráðherrann muni fara að þeim lögum sem þingið samþykkti í síðasta mánuði og er ætlað að koma í veg fyrir að Bretlands gangi úr sambandinu í lok mánaðar án samnings. Lögin sem um ræðir neyða Johnson til að fara fram á þriggja mánaða frestun á útgöngu sem myndi þýða að Bretland gengi úr ESB síðasta dag janúarmánaðar 2020. Johnson hefur ítrekað lofað því að koma Bretlandi út úr ESB þann 31. október, með eða án samnings. Myndi hann frekar vilja „vera dauður í skurði“ en að óska eftir frekari frestun.Viðræður í Downingstræti Leiðtogar Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) hafa átt í viðræðum við Johnson í Downing stræti 10 í dag til að ræða mögulegan útgöngusamning, en DUP ver stjórn Íhaldsflokksins falli. Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. Enn er deilt um fyrirkomulag varðandi tolla og skattamál, sem og hvernig málum skuli háttað á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Johnson verður að ná að sannfæra þingmenn DUP og Brexit-sinna í Íhaldsflokknum um að samþykkja samninginn þannig að náist að koma honum í gegnum þingið. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Johnson verður að gefa eftir Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni. 16. október 2019 06:45 Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hyggst óska eftir frestun á útgöngu landsins úr Evrópusambandinu fram yfir 31. október, takist ekki að fá breska þingið til að samþykkja útgöngusamning fyrir laugardag. Þetta staðfestir Brexitmálaráðherrann Stephen Barclay.Barclay greindi þingnefnd frá því að forsætisráðherrann muni fara að þeim lögum sem þingið samþykkti í síðasta mánuði og er ætlað að koma í veg fyrir að Bretlands gangi úr sambandinu í lok mánaðar án samnings. Lögin sem um ræðir neyða Johnson til að fara fram á þriggja mánaða frestun á útgöngu sem myndi þýða að Bretland gengi úr ESB síðasta dag janúarmánaðar 2020. Johnson hefur ítrekað lofað því að koma Bretlandi út úr ESB þann 31. október, með eða án samnings. Myndi hann frekar vilja „vera dauður í skurði“ en að óska eftir frekari frestun.Viðræður í Downingstræti Leiðtogar Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) hafa átt í viðræðum við Johnson í Downing stræti 10 í dag til að ræða mögulegan útgöngusamning, en DUP ver stjórn Íhaldsflokksins falli. Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. Enn er deilt um fyrirkomulag varðandi tolla og skattamál, sem og hvernig málum skuli háttað á landamærum Írlands og Norður-Írlands. Johnson verður að ná að sannfæra þingmenn DUP og Brexit-sinna í Íhaldsflokknum um að samþykkja samninginn þannig að náist að koma honum í gegnum þingið.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Johnson verður að gefa eftir Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni. 16. október 2019 06:45 Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Johnson verður að gefa eftir Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni. 16. október 2019 06:45
Brexit-viðræður ganga hægt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin. 14. október 2019 06:30