Nýr Brexit-samningur í höfn Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2019 09:47 Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. Bresk stjórnvöld og framkvæmdastjórn ESB hafa átt í viðræðum um lagalegan texta, en bæði breska þingið og þing aðildarríkja þurfa að staðfesta samninginn áður en hann öðlast gildi. Johnson greindi frá samkomulaginu á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir samninginn „frábæran“ og að með honum „taki Bretland aftur yfir stjórn“. DUP, flokkur írskra sambandssinna á breska þinginu sem vörðu stjórn Theresu May falli, lýsti því yfir í morgun að flokkurinn gæti ekki stutt samninginn eins og hann liti út nú. Sú yfirlýsing eigi enn við eftir tilkynningu forsætisráðherrans um að nýr samningur sé í höfn.We've got a great new deal that takes back control — now Parliament should get Brexit done on Saturday so we can move on to other priorities like the cost of living, the NHS, violent crime and our environment #GetBrexitDone#TakeBackControl — Boris Johnson (@BorisJohnson) October 17, 2019Johnson þarf nú að fá breska þingið til að samþykkja samninginn fyrir laugardag, ellegar má gera ráð fyrir að hann muni fara fram á frekari frestun útgöngu. Breska þingið hefur verið kallað til fundar á laugardag. Jeremy Corby, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur hvatt þingið til að hafna samningnum, sem hann segir verri en þann sem Theresa May, forseti Johnson í starfi, náði í viðræðum sínum við ESB. Má því vera ljóst að það er síður en svo öruggt að breska þingið samþykki samning Johnson. Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur snúið að málefnum Norður-Írlands og staða svæðisins eftir Brexit. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir samninginn vera „sanngjarnan“ og byggi á jafnræði. Hafa bæði Juncker og Johnson hvatt til þess að samningurinn verði samþykktur.Where there is a will, there is a #deal - we have one! It’s a fair and balanced agreement for the EU and the UK and it is testament to our commitment to find solutions. I recommend that #EUCO endorses this deal. pic.twitter.com/7AfKyCZ6k9 — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) October 17, 2019Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexitmálum, segir að samkomulag um varðandi fyrirkomulag á landamærum Írlands og Norður-Írlands hafi náðst. Felur það í sér að hægt verði að koma í veg fyrir „hörð landamæri“, en á sama tíma viðhalda heilindum innri markaðarins. Sömuleiðis verði Norður-Írland hluti breska tollasvæðisins."The EU and the UK were fully committed to protect peace and stability on the island of Ireland" - EU chief negotiator Michel Barnier says Brexit discussions "have been difficult, but we have delivered"https://t.co/XDLy5AR6iDpic.twitter.com/Dd5MWVYHSj — BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 17, 2019Barnier sagði að ákvæði samningsins um fyrirkomulag á Norður-Írlandi hvíli á fjórum stoðum:Að Evrópureglur verði áfram í gildi á Norður-Írlandi á ákveðnum sviðum, sér í lagi þegar kemur að vöruviðskiptum.Að Norður-Írland verði áfram hluti breska tollasvæðisins, en „verði áfram gátt fyrir innri markað Evrópusambandsins“.Að í gildi verði samningur um að viðhalda heilindum innri markaðarins og þóknast lögmætum óskum breska yfirvalda varðandi virðisaukaskatt.Að fulltrúar á norður-írska þinginu verði gert kleift að ákveða á fjögurra ára frestihvort að Evrópureglur skuli gilda á svæðinu eður ei. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Stutt á milli samningsaðila í Brussel en Brexit-samningurinn næst ekki í kvöld Samninganefndir Bretlands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar munu ekki ná saman í kvöld en vonast hafði verið til þess að hægt yrði að semja fyrir fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins á morgun fimmtudag. 16. október 2019 20:59 Mun óska eftir frestun ef þingið samþykkir ekki samninginn fyrir laugardag Boris Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi um Brexit fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. 16. október 2019 14:22 Enn á ný komið að ögurstund í Brexit-málum Brexit og samningaviðræður Breta og ESB verða allt um lykjandi á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem hefst í dag. 17. október 2019 08:59 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. Bresk stjórnvöld og framkvæmdastjórn ESB hafa átt í viðræðum um lagalegan texta, en bæði breska þingið og þing aðildarríkja þurfa að staðfesta samninginn áður en hann öðlast gildi. Johnson greindi frá samkomulaginu á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir samninginn „frábæran“ og að með honum „taki Bretland aftur yfir stjórn“. DUP, flokkur írskra sambandssinna á breska þinginu sem vörðu stjórn Theresu May falli, lýsti því yfir í morgun að flokkurinn gæti ekki stutt samninginn eins og hann liti út nú. Sú yfirlýsing eigi enn við eftir tilkynningu forsætisráðherrans um að nýr samningur sé í höfn.We've got a great new deal that takes back control — now Parliament should get Brexit done on Saturday so we can move on to other priorities like the cost of living, the NHS, violent crime and our environment #GetBrexitDone#TakeBackControl — Boris Johnson (@BorisJohnson) October 17, 2019Johnson þarf nú að fá breska þingið til að samþykkja samninginn fyrir laugardag, ellegar má gera ráð fyrir að hann muni fara fram á frekari frestun útgöngu. Breska þingið hefur verið kallað til fundar á laugardag. Jeremy Corby, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur hvatt þingið til að hafna samningnum, sem hann segir verri en þann sem Theresa May, forseti Johnson í starfi, náði í viðræðum sínum við ESB. Má því vera ljóst að það er síður en svo öruggt að breska þingið samþykki samning Johnson. Helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum hefur snúið að málefnum Norður-Írlands og staða svæðisins eftir Brexit. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir samninginn vera „sanngjarnan“ og byggi á jafnræði. Hafa bæði Juncker og Johnson hvatt til þess að samningurinn verði samþykktur.Where there is a will, there is a #deal - we have one! It’s a fair and balanced agreement for the EU and the UK and it is testament to our commitment to find solutions. I recommend that #EUCO endorses this deal. pic.twitter.com/7AfKyCZ6k9 — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) October 17, 2019Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexitmálum, segir að samkomulag um varðandi fyrirkomulag á landamærum Írlands og Norður-Írlands hafi náðst. Felur það í sér að hægt verði að koma í veg fyrir „hörð landamæri“, en á sama tíma viðhalda heilindum innri markaðarins. Sömuleiðis verði Norður-Írland hluti breska tollasvæðisins."The EU and the UK were fully committed to protect peace and stability on the island of Ireland" - EU chief negotiator Michel Barnier says Brexit discussions "have been difficult, but we have delivered"https://t.co/XDLy5AR6iDpic.twitter.com/Dd5MWVYHSj — BBC Breaking News (@BBCBreaking) October 17, 2019Barnier sagði að ákvæði samningsins um fyrirkomulag á Norður-Írlandi hvíli á fjórum stoðum:Að Evrópureglur verði áfram í gildi á Norður-Írlandi á ákveðnum sviðum, sér í lagi þegar kemur að vöruviðskiptum.Að Norður-Írland verði áfram hluti breska tollasvæðisins, en „verði áfram gátt fyrir innri markað Evrópusambandsins“.Að í gildi verði samningur um að viðhalda heilindum innri markaðarins og þóknast lögmætum óskum breska yfirvalda varðandi virðisaukaskatt.Að fulltrúar á norður-írska þinginu verði gert kleift að ákveða á fjögurra ára frestihvort að Evrópureglur skuli gilda á svæðinu eður ei. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Stutt á milli samningsaðila í Brussel en Brexit-samningurinn næst ekki í kvöld Samninganefndir Bretlands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar munu ekki ná saman í kvöld en vonast hafði verið til þess að hægt yrði að semja fyrir fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins á morgun fimmtudag. 16. október 2019 20:59 Mun óska eftir frestun ef þingið samþykkir ekki samninginn fyrir laugardag Boris Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi um Brexit fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. 16. október 2019 14:22 Enn á ný komið að ögurstund í Brexit-málum Brexit og samningaviðræður Breta og ESB verða allt um lykjandi á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem hefst í dag. 17. október 2019 08:59 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Sjá meira
Stutt á milli samningsaðila í Brussel en Brexit-samningurinn næst ekki í kvöld Samninganefndir Bretlands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar munu ekki ná saman í kvöld en vonast hafði verið til þess að hægt yrði að semja fyrir fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins á morgun fimmtudag. 16. október 2019 20:59
Mun óska eftir frestun ef þingið samþykkir ekki samninginn fyrir laugardag Boris Johnson á nú í kapphlaupi við tímann þar sem hann reynir að ná fram samningi um Brexit fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudaginn. 16. október 2019 14:22
Enn á ný komið að ögurstund í Brexit-málum Brexit og samningaviðræður Breta og ESB verða allt um lykjandi á leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna sem hefst í dag. 17. október 2019 08:59