Reksturinn á Íslandi gengur sinn vanagang Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. október 2019 12:42 Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino´s á Íslandi. Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. Þetta kemur fram í svörum framkvæmdastjóra Domino‘s á Íslandi og upplýsingafulltrúa Domino's Pizza Group við fyrirspurnum fréttastofu.Sjá einnig: Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Greint var frá því í dag að Domino's Pizza Group hefði í hyggju að selja rekstur sinn á erlendum mörkuðum, m.a. á Íslandi. Félagið rekur veitingastaði undir vörumerkjum Domino's á Bretlandi og Írlandi og í Sviss, Liechtenstein, Noregi og Svíþjóð, auk Íslands. Reksturinn í Noregi hefur verið sérlega þungur síðustu misseri og þá seldi félagið alla veitingastaði sína í Danmörku fyrr á þessu ári. Nina Arnott upplýsingafulltrúi Domino's Pizza Group segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að salan sé á frumstigi. Enn sé of snemmt að segja til um það hvenær nýir eigendur taki við vörumerki og veitingastöðum Domino's á umræddum mörkuðum. Salan muni ekki hafa áhrif á daglegan rekstur veitingastaðanna, allt gangi áfram sinn vanagang. Ekki fékkst svar við því hvort viðræður væru hafnar við vænlega kaupendur. Frá Domino's í Hafnarfirði.Vísir/vilhelmBirgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, tekur í sama streng. Hann segir í samtali við Vísi að engar breytingar séu fyrirsjáanlegar á rekstri veitingastaðanna. Þá gangi reksturinn enn fremur vel. Í árshlutauppgjöri Domino's Pizza Group var minnst á að einum veitingastað félagsins á Íslandi hefði verið lokað á þriðja ársfjórðungi. Birgir Örn segir að veitingastað Domino's á Höfðabakka hafi vissulega verið lokað í ágúst síðastliðnum en það eigi sér einfaldar skýringar. Nýir eigendur húsnæðisins hafi viljað notað það sjálfir. Leit stendur nú yfir að nýju húsnæði undir Domino's í hverfinu. Domino's Pizza Group keypti 51 prósent í Pizza-Pizza, sérleyfishafa Domino‘s á Íslandi, árið 2016. Í árslok 2017 keypti félagið 44,3 prósenta hlut til viðbótar og átti þá 95,3 prósent hlut í fyrirtækinu. Eftirstandandi hlutur, 4,7 prósent, var þá í eigu áðurnefnds Birgis Arnar og Steinars Braga Sigurðssona, lykilstjórnenda Domino's á Íslandi, en þeir seldu hlut sinn í ágúst síðastliðnum. Bretland Markaðir Veitingastaðir Tengdar fréttir Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45 Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04 Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01 Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Nova kveður Lágmúlann Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nova kveður Lágmúlann Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. Þetta kemur fram í svörum framkvæmdastjóra Domino‘s á Íslandi og upplýsingafulltrúa Domino's Pizza Group við fyrirspurnum fréttastofu.Sjá einnig: Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Greint var frá því í dag að Domino's Pizza Group hefði í hyggju að selja rekstur sinn á erlendum mörkuðum, m.a. á Íslandi. Félagið rekur veitingastaði undir vörumerkjum Domino's á Bretlandi og Írlandi og í Sviss, Liechtenstein, Noregi og Svíþjóð, auk Íslands. Reksturinn í Noregi hefur verið sérlega þungur síðustu misseri og þá seldi félagið alla veitingastaði sína í Danmörku fyrr á þessu ári. Nina Arnott upplýsingafulltrúi Domino's Pizza Group segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að salan sé á frumstigi. Enn sé of snemmt að segja til um það hvenær nýir eigendur taki við vörumerki og veitingastöðum Domino's á umræddum mörkuðum. Salan muni ekki hafa áhrif á daglegan rekstur veitingastaðanna, allt gangi áfram sinn vanagang. Ekki fékkst svar við því hvort viðræður væru hafnar við vænlega kaupendur. Frá Domino's í Hafnarfirði.Vísir/vilhelmBirgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi, tekur í sama streng. Hann segir í samtali við Vísi að engar breytingar séu fyrirsjáanlegar á rekstri veitingastaðanna. Þá gangi reksturinn enn fremur vel. Í árshlutauppgjöri Domino's Pizza Group var minnst á að einum veitingastað félagsins á Íslandi hefði verið lokað á þriðja ársfjórðungi. Birgir Örn segir að veitingastað Domino's á Höfðabakka hafi vissulega verið lokað í ágúst síðastliðnum en það eigi sér einfaldar skýringar. Nýir eigendur húsnæðisins hafi viljað notað það sjálfir. Leit stendur nú yfir að nýju húsnæði undir Domino's í hverfinu. Domino's Pizza Group keypti 51 prósent í Pizza-Pizza, sérleyfishafa Domino‘s á Íslandi, árið 2016. Í árslok 2017 keypti félagið 44,3 prósenta hlut til viðbótar og átti þá 95,3 prósent hlut í fyrirtækinu. Eftirstandandi hlutur, 4,7 prósent, var þá í eigu áðurnefnds Birgis Arnar og Steinars Braga Sigurðssona, lykilstjórnenda Domino's á Íslandi, en þeir seldu hlut sinn í ágúst síðastliðnum.
Bretland Markaðir Veitingastaðir Tengdar fréttir Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45 Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04 Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01 Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Nova kveður Lágmúlann Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nova kveður Lágmúlann Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Sala Domino's á Íslandi minnkaði um nærri 5 prósent Sala Domino's á Íslandi minnkaði um 4,6 prósent á samanburðargrundvelli (e. like-for-like) á fyrstu þremur mánuðum ársins. 8. maí 2019 07:45
Domino's á Íslandi að fullu í hendur Bretanna Forsvarsmenn Domino's hér á landi hafa ákveðið að nýta sölurétt sinn á 4,7 prósent hluti í Pizza-Pizza, sem á og rekur Domino's hér á landi, til breska móðurfélagsins Domino's Pizza Group, 6. ágúst 2019 13:04
Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01