Meiri hluti Alþingismanna í yfirstétt Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 19. október 2019 09:30 Haukur var um fimmtán mánuði að skrifa bókina. Fréttblaðið/Sigrtryggur Ari Bókin Um Alþingi: Hver kennir kennaranum? eftir dr. Hauk Arnþórsson kom út í gær. Bókin byggir á gögnum úr gagnagrunnum Alþingis frá árunum 1991-2018 ásamt könnun sem Haukur lagði fyrir þingkonur og konur sem nýlega höfðu látið af störfum á Alþingi í maí á þessu ári. „Bókin fjallar í aðalatriðum um fjögur efni sem hægt er að lesa úr gagnagrunnum Alþingis frá þessu tímabili. Það er að segja störf Alþingis, uppruna þingmanna, kynjamisrétti og völd, rentusókn og kjördæmi á þinginu. Þar að auki er fjallað um kosningakerfið,“ segir Haukur. Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í gær kemur fram í bókinni að stór hluti þingkvenna hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Niðurstöðurnar fékk Haukur úr könnuninni sem lögð var fyrir þingkonur og konur sem nýlega höfðu hætt störfum á þinginu og bar hann þær niðurstöður saman við niðurstöður viðamikillar könnunar um kynbundið ofbeldi sem gerð var af Alþjóðaþingmannasambandinu í samvinnu við Evrópuráðið árið 2018. „Þetta var spurningalistakönnun sem lögð var fyrir á netinu fyrir 33 konur, 25 þeirra svöruðu,“ segir Haukur. Aðspurður að því hvers vegna könnunin var einungis lögð fyrir konur segir hann ástæðuna einfalda. „Ég var að endurtaka evrópska rannsókn og bar saman mínar niðurstöður við þær niðurstöður. Sú rannsókn var einungis lögð fyrir konur,“ útskýrir Haukur. „Ég var leiðandi við gerð gagnagrunna Alþingis fyrir árið 1991 þegar þingið fór í eina deild og mér hefur lengi verið ljóst að þar er að finna töluvert af gögnum sem ekki eru úti á vefnum en segja ákveðna sögu. Þess vegna ákvað ég að ráðast í þetta verkefni,“ segir Haukur. „Með því að gera bókina er ég búinn að setja þessi gögn í fræðilegan búning og þannig geta þau sagt sína sögu eftir ákveðnum túlkunarramma,“ bætir hann við. Í bókinni er að finna fjöldann allan af upplýsingum og segir Haukur að það sem hafi komið honum mest á óvart séu niðurstöður um stéttarstöðu þingmanna. „Það var afgerandi hversu margir þingmenn eru úr yfirstétt og það kom mér á óvart hvað þeim vegnar misvel í starfi eftir stéttarstöðu,“ segir hann. „Það virðist vera þannig að jafnvel þó að þingmaður hafi verið í þeim stjórnmálaflokki sem oftast hefur verið í ríkisstjórn sé það þannig að ef hann var af lágum stigum, þá átti hann minni möguleika á því að verða ráðherra til dæmis,“ segir hann. „Þessa niðurstöðu má sjá þegar tengd eru saman alþingismálaskrá gagnagrunnsins og alþingismannatal. Ég skoða æviágrip allra þingmanna og tengi þau gögn svo við þingmálaskrár. Þar skoða ég tengslin milli menntunar, starfs og stéttarstöðu og í hvaða embætti þeir lenda, hversu margar ræður þeir flytja og svo framvegis,“ útskýrir Haukur. „Það er ákveðin yfirstétt á þinginu og það hefur talsverð áhrif því að ef það er einsleitur hópur á þingi er hætt við því að raddir þeirra sem standa neðar í þjóðfélaginu heyrist lítið og langan tíma taki að breyta reglum sem koma við líf þeirra,“ segir hann. Það tók Hauk rúmt ár að afla upplýsinga og skrifa bókina. „Ég var alveg í þessu í fimmtán mánuði en svo er spurning hvað maður á að telja langan meðgöngutíma,“ segir Haukur stoltur. Bókina má nálgast í öllum helstu bókaverslunum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Bókin Um Alþingi: Hver kennir kennaranum? eftir dr. Hauk Arnþórsson kom út í gær. Bókin byggir á gögnum úr gagnagrunnum Alþingis frá árunum 1991-2018 ásamt könnun sem Haukur lagði fyrir þingkonur og konur sem nýlega höfðu látið af störfum á Alþingi í maí á þessu ári. „Bókin fjallar í aðalatriðum um fjögur efni sem hægt er að lesa úr gagnagrunnum Alþingis frá þessu tímabili. Það er að segja störf Alþingis, uppruna þingmanna, kynjamisrétti og völd, rentusókn og kjördæmi á þinginu. Þar að auki er fjallað um kosningakerfið,“ segir Haukur. Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í gær kemur fram í bókinni að stór hluti þingkvenna hafi orðið fyrir kynbundnu ofbeldi. Niðurstöðurnar fékk Haukur úr könnuninni sem lögð var fyrir þingkonur og konur sem nýlega höfðu hætt störfum á þinginu og bar hann þær niðurstöður saman við niðurstöður viðamikillar könnunar um kynbundið ofbeldi sem gerð var af Alþjóðaþingmannasambandinu í samvinnu við Evrópuráðið árið 2018. „Þetta var spurningalistakönnun sem lögð var fyrir á netinu fyrir 33 konur, 25 þeirra svöruðu,“ segir Haukur. Aðspurður að því hvers vegna könnunin var einungis lögð fyrir konur segir hann ástæðuna einfalda. „Ég var að endurtaka evrópska rannsókn og bar saman mínar niðurstöður við þær niðurstöður. Sú rannsókn var einungis lögð fyrir konur,“ útskýrir Haukur. „Ég var leiðandi við gerð gagnagrunna Alþingis fyrir árið 1991 þegar þingið fór í eina deild og mér hefur lengi verið ljóst að þar er að finna töluvert af gögnum sem ekki eru úti á vefnum en segja ákveðna sögu. Þess vegna ákvað ég að ráðast í þetta verkefni,“ segir Haukur. „Með því að gera bókina er ég búinn að setja þessi gögn í fræðilegan búning og þannig geta þau sagt sína sögu eftir ákveðnum túlkunarramma,“ bætir hann við. Í bókinni er að finna fjöldann allan af upplýsingum og segir Haukur að það sem hafi komið honum mest á óvart séu niðurstöður um stéttarstöðu þingmanna. „Það var afgerandi hversu margir þingmenn eru úr yfirstétt og það kom mér á óvart hvað þeim vegnar misvel í starfi eftir stéttarstöðu,“ segir hann. „Það virðist vera þannig að jafnvel þó að þingmaður hafi verið í þeim stjórnmálaflokki sem oftast hefur verið í ríkisstjórn sé það þannig að ef hann var af lágum stigum, þá átti hann minni möguleika á því að verða ráðherra til dæmis,“ segir hann. „Þessa niðurstöðu má sjá þegar tengd eru saman alþingismálaskrá gagnagrunnsins og alþingismannatal. Ég skoða æviágrip allra þingmanna og tengi þau gögn svo við þingmálaskrár. Þar skoða ég tengslin milli menntunar, starfs og stéttarstöðu og í hvaða embætti þeir lenda, hversu margar ræður þeir flytja og svo framvegis,“ útskýrir Haukur. „Það er ákveðin yfirstétt á þinginu og það hefur talsverð áhrif því að ef það er einsleitur hópur á þingi er hætt við því að raddir þeirra sem standa neðar í þjóðfélaginu heyrist lítið og langan tíma taki að breyta reglum sem koma við líf þeirra,“ segir hann. Það tók Hauk rúmt ár að afla upplýsinga og skrifa bókina. „Ég var alveg í þessu í fimmtán mánuði en svo er spurning hvað maður á að telja langan meðgöngutíma,“ segir Haukur stoltur. Bókina má nálgast í öllum helstu bókaverslunum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira