Þúsundir tóku víkingaklappið í mótmælum í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2019 10:45 Mótmælendur á götum Beirút. AP/Hassan Ammar Undanfarnar daga hafa tugir þúsunda íbúa Líbanon mótmælt á götum borga landsins. Um er að ræða einhver umfangsmestu mótmæli landsins í nokkur ár og er verið að mótmæla spillingu, efnahagsástandi landsins og miklu atvinnuleysi, svo eitthvað sé nefnt. Stærstu mótmælin hafa farið fram í Beirút, höfuðborg Líbanon. Upphaf mótmælanna má rekja til margra atvika. Meðal annars þess að eftir að umfangsmiklir skógareldar geisuðu í Líbanon fyrr í vikunni kom í ljós að þrjár af þyrlum slökkviliðsins hafa verið bilaðar í nokkur ár. Á fimmtudaginn tilkynnti ríkisstjórn Líbanon að til stæði að leggja skatt á netsímtöl eins og hægt er að eiga með forritum eins og WhatsApp, FaceTime og Facebook. Þar að auki stóð til að hækka virðisaukaskatt upp í fimmtán prósent á næstu árum. Í gærkvöldi var þó tilkynnt að WhatsApp-skatturinn, eins og hann hefur verið kallaður, verður ekki lagður á. Saad al-Hariri, forsætisráðherra, sagði í gær að Líbanon væri að ganga í gegnum erfitt tímabil. Hann vildi þó ekki segja af sér og gaf samstarfsaðilum hans í ríkisstjórn þrjá sólarhringa til að hætta að standa í vegi endurbóta.Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda héldu mótmælin áfram í gærkvöldi og fram á nótt. Mótmælendur kveiktu í dekkjum, rusli og öðru og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Fyrir það tóku mótmælendur sig hins vegar til og tóku víkingaklappið á götum Beirút. Þúsundir mótmælenda tóku þátt og sjá má klappið á myndbandi hér að neðan. Líbanon Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Undanfarnar daga hafa tugir þúsunda íbúa Líbanon mótmælt á götum borga landsins. Um er að ræða einhver umfangsmestu mótmæli landsins í nokkur ár og er verið að mótmæla spillingu, efnahagsástandi landsins og miklu atvinnuleysi, svo eitthvað sé nefnt. Stærstu mótmælin hafa farið fram í Beirút, höfuðborg Líbanon. Upphaf mótmælanna má rekja til margra atvika. Meðal annars þess að eftir að umfangsmiklir skógareldar geisuðu í Líbanon fyrr í vikunni kom í ljós að þrjár af þyrlum slökkviliðsins hafa verið bilaðar í nokkur ár. Á fimmtudaginn tilkynnti ríkisstjórn Líbanon að til stæði að leggja skatt á netsímtöl eins og hægt er að eiga með forritum eins og WhatsApp, FaceTime og Facebook. Þar að auki stóð til að hækka virðisaukaskatt upp í fimmtán prósent á næstu árum. Í gærkvöldi var þó tilkynnt að WhatsApp-skatturinn, eins og hann hefur verið kallaður, verður ekki lagður á. Saad al-Hariri, forsætisráðherra, sagði í gær að Líbanon væri að ganga í gegnum erfitt tímabil. Hann vildi þó ekki segja af sér og gaf samstarfsaðilum hans í ríkisstjórn þrjá sólarhringa til að hætta að standa í vegi endurbóta.Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda héldu mótmælin áfram í gærkvöldi og fram á nótt. Mótmælendur kveiktu í dekkjum, rusli og öðru og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Fyrir það tóku mótmælendur sig hins vegar til og tóku víkingaklappið á götum Beirút. Þúsundir mótmælenda tóku þátt og sjá má klappið á myndbandi hér að neðan.
Líbanon Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira