Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2019 18:40 Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. Boris Johnson hafði róið að því öllum árum undanfarna daga að fá samning sinn samþykktan og boðaði til þingfundar á laugardegi sem hafði ekki gerst í 37 ár. Oliver Letwin, sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum fyrir að fara gegn stefnu hans, lagði hins vegar fram fyrrnefnda breytingartillögu í dag sem náðist meirihluti fyrir. Mikil fagnaðarlæti brutust út við þinghúsið þegar niðurstaðan var ljós. Johnson þarf nú að óska eftir frestun á Brexit líkt og áskilið var ef samningurinn yrði ekki samþykktur fyrir kvöldið. Óvíst er hins vegar hvort Evrópusambandið verði við þeirri ósk. Johnson gaf einnig í skyn í dag að hann myndi ekki verða við því og sagði raunar að honum bæri engin lagaleg skylda til að óska eftir frestun. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir Johnson ekki stætt á öðru en að sækja um frest. „Hann verður að gera það lögum samkvæmt, annars eru það viðurlög í réttarsal ef hann gerir það ekki. Hann getur hins vegar hugsanleg fundið einhverja leið til að afgera gjörðina pólitískt, sem hann varð að framkvæma lagalega.“ Hann segir gerlegt að einhveru leyti að samþykkja allar nauðsynlegar lagabreytingar fyrir 31. október. „En er það mjög vönduð lagasetning, það er kannski bara önnur spurning. Eitt af því sem stóð í mönnum í dag var að samþykkja gríðarlega flókinn samning sem þingmenn höfðu ekki haft ráðrúm til að gaumgæfa nægjanlega.“ Hann segir niðurstöðuna niðurlægjandi fyrir Johnsons og ákvörðun hans að reka 21 þingmann úr flokknum hafi komið í bakið á honum. „Sú ákvörðun var auðvitað tekin til að reyna að þvinga menn til að standa með ríkisstjórninni þá og setja þá þessi hörðu viðurlög við því að hlaupast undan merkjum. En það gekk ekki upp þá og er svolítið að koma í bakið á þeim. En þó er það nú þannig að nálega helmingur þessara þingmanna kaus með ríkisstjórninni í dag sem er vísbending um að þeir munu gera það líka þegar til atkvæðagreiðslunnar um samninginn sjálfan kemur í næstu viku.“ Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57 Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. Boris Johnson hafði róið að því öllum árum undanfarna daga að fá samning sinn samþykktan og boðaði til þingfundar á laugardegi sem hafði ekki gerst í 37 ár. Oliver Letwin, sem Johnson rak úr Íhaldsflokknum fyrir að fara gegn stefnu hans, lagði hins vegar fram fyrrnefnda breytingartillögu í dag sem náðist meirihluti fyrir. Mikil fagnaðarlæti brutust út við þinghúsið þegar niðurstaðan var ljós. Johnson þarf nú að óska eftir frestun á Brexit líkt og áskilið var ef samningurinn yrði ekki samþykktur fyrir kvöldið. Óvíst er hins vegar hvort Evrópusambandið verði við þeirri ósk. Johnson gaf einnig í skyn í dag að hann myndi ekki verða við því og sagði raunar að honum bæri engin lagaleg skylda til að óska eftir frestun. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir Johnson ekki stætt á öðru en að sækja um frest. „Hann verður að gera það lögum samkvæmt, annars eru það viðurlög í réttarsal ef hann gerir það ekki. Hann getur hins vegar hugsanleg fundið einhverja leið til að afgera gjörðina pólitískt, sem hann varð að framkvæma lagalega.“ Hann segir gerlegt að einhveru leyti að samþykkja allar nauðsynlegar lagabreytingar fyrir 31. október. „En er það mjög vönduð lagasetning, það er kannski bara önnur spurning. Eitt af því sem stóð í mönnum í dag var að samþykkja gríðarlega flókinn samning sem þingmenn höfðu ekki haft ráðrúm til að gaumgæfa nægjanlega.“ Hann segir niðurstöðuna niðurlægjandi fyrir Johnsons og ákvörðun hans að reka 21 þingmann úr flokknum hafi komið í bakið á honum. „Sú ákvörðun var auðvitað tekin til að reyna að þvinga menn til að standa með ríkisstjórninni þá og setja þá þessi hörðu viðurlög við því að hlaupast undan merkjum. En það gekk ekki upp þá og er svolítið að koma í bakið á þeim. En þó er það nú þannig að nálega helmingur þessara þingmanna kaus með ríkisstjórninni í dag sem er vísbending um að þeir munu gera það líka þegar til atkvæðagreiðslunnar um samninginn sjálfan kemur í næstu viku.“
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57 Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Frekari frestun á Brexit sé tilgangslaus og kostnaðarsöm Breska þingið kom saman í dag til að greiða atkvæði um nýjan útgöngusamning forsætisráðherrans. 19. október 2019 11:57
Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23