Ósáttur við að vera settur á mótmælalista að sér forspurðum Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2019 11:36 Jón Bjarni Steinsson á Dillon segist aldrei hafa skrifað undir mótmæli við lokun fyrir bílaumferð á Laugavegi og er afar ósáttur við að vera settur á lista að sér forspurðum. Fréttablaðið/Anton Brink Jón Bjarni Steinsson eigandi og framkvæmdastjóri veitingastaðarins Dillon við Laugaveg er afar ósáttur við að nafn staðarins sé sett á lista yfir þá kaupmenn og rekstraraðila sem eru á móti því að Laugavegi verði lokað fyrir bílaumferð. „Ég er mjög ósáttur. Ég samþykkti þetta aldrei,“ segir Jón Bjarni í samtali við Vísi. Heilsíðuauglýsing birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem fyrirhuguðum breytingum er mótmælt. Jón Bjarni segist ekki vita hvernig hann eigi að bregðast við því að vera settur á einhvern lista að sér forspurðum.Jón Bjarni segir þennan lista ekki trúverðugan. Hans fyrirtæki er þar þó Jón Bjarni hafi neitað að skrifa undir. Og svo mun vera um fleiri.„Verð ég ekki bara að fara fram á innköllun á Mogganum í dag? Það getur ekki verið mikið vesen. Þetta eru ekki nema örfáar hræður sem lesa þetta,“ segir Jón Bjarni háðslega. Hann hefur það til marks um óvönduð vinnubrögð að ekki hafi einu sinni tekist að stafsetja nafn götunnar rétt í auglýsingunni, hvað þá meira: „Laugaveigi afhenntur“. Jón Bjarni segist „að sjálfsögðu vera fylgjandi því að Laugavegur verði göngugata. Og vil gjarnan vita hvernig ég endaði á þessum lista. Ég var búinn að neita að skrifa undir,“ segir Jón Bjarni og lætur það fylgja sögunni að það hafi verið erfitt að bíta þann af sér sem vildi fá nafn hans á listann. „Ég hef heyrt að þeir séu fleiri á þessum lista sem koma af fjöllum.“ Þá má nefna að kaupmaðurinn Hörður Ágústsson kenndur við Macland, sem hefur verið ákafur talsmaður þess að Laugavegur verði gerður að göngugötu, telur um að ræða afar vafasama auglýsingu, svo ekki sé meira sagt. Þá skoðun sína tjáir hann umbúðalaust á Twitter-reikningi sínum. 2/5 Það eru nöfn á þessum fyrirtækjalista sem koma mér gríðarlega á óvart. Auglýsingin er keypt af "Miðbæjarfélaginu" og birtast þessar auglýsingar með. Þetta eru fyrirtækin sem setja nafn sitt við það að miðbærinn sé talaður niður í drullu og svað. Fínt að nótera það hjá sér pic.twitter.com/Jm8ogrdyet — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 20194/5 Það er ekki eitt atriði sem þau leggja til sem meikar neinn sense. Tölurnar sem þau nota um tóm rými eru í besta falli misvísandi og allt er þetta gert til að skapa FUD (fear, uncertainty, doubt). FUD aðgerðir skila árangri, í þessu tilviki er það að eyðileggja þau sjálf. — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 20195/5 Eyðileggingin sem þessi orðræða hefur skapað síðustu 3-4 árin er mjög alvarleg. Ábyrgð fólks sem fer með svona orð í fréttir, greinar, auglýsingar er mikil. Sem rekstraraðili í miðbænum þá er ég gríðarlega vonsvikinn að sjá þetta. — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 2019 Göngugötur Neytendur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Jón Bjarni Steinsson eigandi og framkvæmdastjóri veitingastaðarins Dillon við Laugaveg er afar ósáttur við að nafn staðarins sé sett á lista yfir þá kaupmenn og rekstraraðila sem eru á móti því að Laugavegi verði lokað fyrir bílaumferð. „Ég er mjög ósáttur. Ég samþykkti þetta aldrei,“ segir Jón Bjarni í samtali við Vísi. Heilsíðuauglýsing birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem fyrirhuguðum breytingum er mótmælt. Jón Bjarni segist ekki vita hvernig hann eigi að bregðast við því að vera settur á einhvern lista að sér forspurðum.Jón Bjarni segir þennan lista ekki trúverðugan. Hans fyrirtæki er þar þó Jón Bjarni hafi neitað að skrifa undir. Og svo mun vera um fleiri.„Verð ég ekki bara að fara fram á innköllun á Mogganum í dag? Það getur ekki verið mikið vesen. Þetta eru ekki nema örfáar hræður sem lesa þetta,“ segir Jón Bjarni háðslega. Hann hefur það til marks um óvönduð vinnubrögð að ekki hafi einu sinni tekist að stafsetja nafn götunnar rétt í auglýsingunni, hvað þá meira: „Laugaveigi afhenntur“. Jón Bjarni segist „að sjálfsögðu vera fylgjandi því að Laugavegur verði göngugata. Og vil gjarnan vita hvernig ég endaði á þessum lista. Ég var búinn að neita að skrifa undir,“ segir Jón Bjarni og lætur það fylgja sögunni að það hafi verið erfitt að bíta þann af sér sem vildi fá nafn hans á listann. „Ég hef heyrt að þeir séu fleiri á þessum lista sem koma af fjöllum.“ Þá má nefna að kaupmaðurinn Hörður Ágústsson kenndur við Macland, sem hefur verið ákafur talsmaður þess að Laugavegur verði gerður að göngugötu, telur um að ræða afar vafasama auglýsingu, svo ekki sé meira sagt. Þá skoðun sína tjáir hann umbúðalaust á Twitter-reikningi sínum. 2/5 Það eru nöfn á þessum fyrirtækjalista sem koma mér gríðarlega á óvart. Auglýsingin er keypt af "Miðbæjarfélaginu" og birtast þessar auglýsingar með. Þetta eru fyrirtækin sem setja nafn sitt við það að miðbærinn sé talaður niður í drullu og svað. Fínt að nótera það hjá sér pic.twitter.com/Jm8ogrdyet — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 20194/5 Það er ekki eitt atriði sem þau leggja til sem meikar neinn sense. Tölurnar sem þau nota um tóm rými eru í besta falli misvísandi og allt er þetta gert til að skapa FUD (fear, uncertainty, doubt). FUD aðgerðir skila árangri, í þessu tilviki er það að eyðileggja þau sjálf. — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 20195/5 Eyðileggingin sem þessi orðræða hefur skapað síðustu 3-4 árin er mjög alvarleg. Ábyrgð fólks sem fer með svona orð í fréttir, greinar, auglýsingar er mikil. Sem rekstraraðili í miðbænum þá er ég gríðarlega vonsvikinn að sjá þetta. — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 2019
Göngugötur Neytendur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira