Frístundakort upp í skuld Kolbrún Baldursdóttir skrifar 7. október 2019 07:00 Til þess að gera öllum börnum kleift að stunda tómstundastarf gefur Reykjavíkurborg út frístundakort. Þessi kort má nota til að niðurgreiða kostnað vegna tómstundastarfs og er 50.000 krónur. Þannig er frístundakortinu ætlað að tryggja börnum efnaminni fjölskyldna aðgang að skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Upphæðin er reyndar of lág til að dekka að fullu námskeið allt að 10 vikum en sú tímalengd er eitt af skilyrðum fyrir notkun kortsins. Foreldrar greiða mismuninn, þ.e. þeir foreldrar sem það geta. Börn foreldra sem ekki geta greitt mismuninn geta ekki sótt svo dýr og löng námskeið. Hugsunin með frístundakortinu var engu að síður sú að jafna stöðu barna og gefa þeim tækifæri til íþrótta- og tómstundaiðkunar óháð efnahag foreldra. Í framkvæmd er þó raunin önnur. Árið 2009 var tillaga VG samþykkt að unnt yrði að greiða fyrir frístundaheimili með frístundakorti jafnvel þótt það samræmdist ekki tilgangi kortsins. Reykjavík veitir fátækum foreldrum fjárhagsaðstoð til þess að greiða niður ýmsan kostnað skv. reglum um fjárhagsaðstoð. Til að eiga rétt á fjárhagsaðstoð setur borgin það sem skilyrði að réttur til frístundakortsins sé fyrst nýttur til að greiða gjaldið eða skuldina ef því er að skipta. Þar með er tekið af barninu tækifærið til að nota kortið í tómstundastarf. Þessi tilhögun bitnar mest á efnaminni fjölskyldum sem eiga í erfiðleikum með að greiða fyrir dvöl barns síns á frístundaheimili og eru því tilneydd að grípa til frístundakortsins í þeim tilgangi. Það á ekki að girða fyrir tómstundaiðkun barna af fjárhagslegum ástæðum. Flokkur fólksins leggur til að fjárhagsaðstoð verði veitt óháð því hvort frístundakort barns er nýtt og að kortið sé einungis nýtt í þeim tilgangi sem því var ætlað. Frístundakortinu er ætlað að auka jöfnuð og fjölbreytni í tómstundastarfi. Að spyrða rétt barns til frístundakorts við umsókn foreldra um fjárhagsaðstoð og skuldaskjól eða nota það sem gjaldmiðil upp í greiðslu vegna nauðsynlegrar dvalar barns á frístundaheimili er brot á rétti barnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Til þess að gera öllum börnum kleift að stunda tómstundastarf gefur Reykjavíkurborg út frístundakort. Þessi kort má nota til að niðurgreiða kostnað vegna tómstundastarfs og er 50.000 krónur. Þannig er frístundakortinu ætlað að tryggja börnum efnaminni fjölskyldna aðgang að skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Upphæðin er reyndar of lág til að dekka að fullu námskeið allt að 10 vikum en sú tímalengd er eitt af skilyrðum fyrir notkun kortsins. Foreldrar greiða mismuninn, þ.e. þeir foreldrar sem það geta. Börn foreldra sem ekki geta greitt mismuninn geta ekki sótt svo dýr og löng námskeið. Hugsunin með frístundakortinu var engu að síður sú að jafna stöðu barna og gefa þeim tækifæri til íþrótta- og tómstundaiðkunar óháð efnahag foreldra. Í framkvæmd er þó raunin önnur. Árið 2009 var tillaga VG samþykkt að unnt yrði að greiða fyrir frístundaheimili með frístundakorti jafnvel þótt það samræmdist ekki tilgangi kortsins. Reykjavík veitir fátækum foreldrum fjárhagsaðstoð til þess að greiða niður ýmsan kostnað skv. reglum um fjárhagsaðstoð. Til að eiga rétt á fjárhagsaðstoð setur borgin það sem skilyrði að réttur til frístundakortsins sé fyrst nýttur til að greiða gjaldið eða skuldina ef því er að skipta. Þar með er tekið af barninu tækifærið til að nota kortið í tómstundastarf. Þessi tilhögun bitnar mest á efnaminni fjölskyldum sem eiga í erfiðleikum með að greiða fyrir dvöl barns síns á frístundaheimili og eru því tilneydd að grípa til frístundakortsins í þeim tilgangi. Það á ekki að girða fyrir tómstundaiðkun barna af fjárhagslegum ástæðum. Flokkur fólksins leggur til að fjárhagsaðstoð verði veitt óháð því hvort frístundakort barns er nýtt og að kortið sé einungis nýtt í þeim tilgangi sem því var ætlað. Frístundakortinu er ætlað að auka jöfnuð og fjölbreytni í tómstundastarfi. Að spyrða rétt barns til frístundakorts við umsókn foreldra um fjárhagsaðstoð og skuldaskjól eða nota það sem gjaldmiðil upp í greiðslu vegna nauðsynlegrar dvalar barns á frístundaheimili er brot á rétti barnsins.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun