Hljóð og mynd fari ekki saman í málflutningi þeirra sem vilja auka gjöld í sjávarútvegi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2019 18:45 Útgerðarfélög hafa lagt heilu byggðarlögin í rúst með því að flytja kvóta í burtu segir formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar. Það sé gríðarlegt áhyggjuefni að störfum við fiskvinnslu hafi fækkað um 500 að undanförnu. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir hugmyndir um útflutningsskatt síst til þess fallnar að styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Áætlað er að um 50 þúsund tonn hafi verið flutt út af fiski í gámum á síðasta ári. Sumir hafa lýst áhyggjum af þessu en málið var til umfjöllunar á fundi atvinnuveganefndar í morgun.Sjá einnig: Kalla eftir aðgerðum til að sporna við fækkun starfa í fiskvinnslu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir umræðunni í atvinnuveganefnd í dag. „Ég held að það sé auðvitað orðin alvarleg staða þegar að kaupendur á fiskmörkuðum eru farnir að kaupa fisk dýrum dómum og flytja hann erlendis dýrum dómum að þá held ég að við verðum að skoða hvað er að í kerfinu hjá okkur og hvort að við þurfum ekki að skoða skattlagningu og annað í greininni,“ segir Ásmundur í samtali við fréttastofu. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelm„Það hafa fjölmörg fiskvinnslufyrirtæki farið á hausinn á undanförnum mánuðum og núna um þetta leyti eru menn að berjast í bökkum. Það eru um 500 störf sem hafa tapast og það er auðvitað áhyggjuefni sem við þingmenn þurfum að ræða og taka upp og spyrja greinina hvað sé að,” bætir Ásmundur við. Í kvöldfréttum Rúv í gær sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, að hann hyggist ekki bregðast við auknum útflutningi á óunnum fiski. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar segjast hafa gríðarlegar áhyggjur af stöðunni og hafa lýst vonbrigðum með viðbrögð ráðherra. „Þetta eru ekki bara störf, þetta eru tekjur fyrir sveitarfélögin, þetta eru hafnargjöld, aðstöðugjöld og hitt og þetta þannig að þetta er grafalvarlegt mál,” segir Aðalsteinn Á Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar, en hann var einn þeirra fulltrúa sem sátu fundinn fyrir hönd Starfsgreinasambandsins. Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar.Vísir/Arnar„Við viljum að það séu settar hertar reglur á útflutning á fiski frá Íslandi og liður í því gæti verið að það fari ekki fiskur úr landi nema í gegnum markaði á Íslandi þannig að þeir sem eru með fiskvinnslur og hafa ekki útgerð til þess að fiska, að þeir geti þá verslað á þessum mörkuðum,” segir Aðalsteinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa bent á að aukningin í útflutningi á óunnum afla sé ekki mikil í sögulegum samanburði. Þannig hafi meðalútflutningur á ári frá árinu 1992 verið í kringum 44 þúsund tonn og dæmi séu um að áður hafi magnið farið vel yfir 50 þúsund tonn. Á fundi atvinnuveganefndar í morgun sýndu fulltrúar SFS þessa glæru þar sem sjá má þróun milli ára á magni óunnins útflutts afla.Graf/SFS„Þegar að menn eru að velta fyrir sér og það kom fram á þessum fundi áðan, að menn eru að horfa á það að leggja á einhver konar skatt og það var nefnt á þessum fundi að leggja á útflutningsskatt. Ég kasta því hins vegar á móti, er það virkilega enn ein lausnin fyrir íslenskan sjávarútveg að leggja á enn einn skattinn eða álögurnar á greinina til þess að styrkja samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum mörkuðum?,” spyr Jens Garðar Helgason, formaður SFS. Hann segir hljóð og mynd ekki fara saman í málflutningi þeirra sem tali fyrir auknum álögum á sjávarútveginn. Samtökin hafa jafnframt bent á það að sá afli sem fluttur sé út óunninn sé aðeins lítið hlutfall af heildarafla. Í þessu grafi má sjá hversu hátt hlutfall af heildarafla er óunninn fiskur sem fluttur er út.Graf/SFS Alþingi Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Útgerðarfélög hafa lagt heilu byggðarlögin í rúst með því að flytja kvóta í burtu segir formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar. Það sé gríðarlegt áhyggjuefni að störfum við fiskvinnslu hafi fækkað um 500 að undanförnu. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir hugmyndir um útflutningsskatt síst til þess fallnar að styrkja samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Áætlað er að um 50 þúsund tonn hafi verið flutt út af fiski í gámum á síðasta ári. Sumir hafa lýst áhyggjum af þessu en málið var til umfjöllunar á fundi atvinnuveganefndar í morgun.Sjá einnig: Kalla eftir aðgerðum til að sporna við fækkun starfa í fiskvinnslu Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir umræðunni í atvinnuveganefnd í dag. „Ég held að það sé auðvitað orðin alvarleg staða þegar að kaupendur á fiskmörkuðum eru farnir að kaupa fisk dýrum dómum og flytja hann erlendis dýrum dómum að þá held ég að við verðum að skoða hvað er að í kerfinu hjá okkur og hvort að við þurfum ekki að skoða skattlagningu og annað í greininni,“ segir Ásmundur í samtali við fréttastofu. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/vilhelm„Það hafa fjölmörg fiskvinnslufyrirtæki farið á hausinn á undanförnum mánuðum og núna um þetta leyti eru menn að berjast í bökkum. Það eru um 500 störf sem hafa tapast og það er auðvitað áhyggjuefni sem við þingmenn þurfum að ræða og taka upp og spyrja greinina hvað sé að,” bætir Ásmundur við. Í kvöldfréttum Rúv í gær sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, að hann hyggist ekki bregðast við auknum útflutningi á óunnum fiski. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar segjast hafa gríðarlegar áhyggjur af stöðunni og hafa lýst vonbrigðum með viðbrögð ráðherra. „Þetta eru ekki bara störf, þetta eru tekjur fyrir sveitarfélögin, þetta eru hafnargjöld, aðstöðugjöld og hitt og þetta þannig að þetta er grafalvarlegt mál,” segir Aðalsteinn Á Baldursson, formaður verkalýðsfélagsins Framsýnar, en hann var einn þeirra fulltrúa sem sátu fundinn fyrir hönd Starfsgreinasambandsins. Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar.Vísir/Arnar„Við viljum að það séu settar hertar reglur á útflutning á fiski frá Íslandi og liður í því gæti verið að það fari ekki fiskur úr landi nema í gegnum markaði á Íslandi þannig að þeir sem eru með fiskvinnslur og hafa ekki útgerð til þess að fiska, að þeir geti þá verslað á þessum mörkuðum,” segir Aðalsteinn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa bent á að aukningin í útflutningi á óunnum afla sé ekki mikil í sögulegum samanburði. Þannig hafi meðalútflutningur á ári frá árinu 1992 verið í kringum 44 þúsund tonn og dæmi séu um að áður hafi magnið farið vel yfir 50 þúsund tonn. Á fundi atvinnuveganefndar í morgun sýndu fulltrúar SFS þessa glæru þar sem sjá má þróun milli ára á magni óunnins útflutts afla.Graf/SFS„Þegar að menn eru að velta fyrir sér og það kom fram á þessum fundi áðan, að menn eru að horfa á það að leggja á einhver konar skatt og það var nefnt á þessum fundi að leggja á útflutningsskatt. Ég kasta því hins vegar á móti, er það virkilega enn ein lausnin fyrir íslenskan sjávarútveg að leggja á enn einn skattinn eða álögurnar á greinina til þess að styrkja samkeppnishæfni hennar á alþjóðlegum mörkuðum?,” spyr Jens Garðar Helgason, formaður SFS. Hann segir hljóð og mynd ekki fara saman í málflutningi þeirra sem tali fyrir auknum álögum á sjávarútveginn. Samtökin hafa jafnframt bent á það að sá afli sem fluttur sé út óunninn sé aðeins lítið hlutfall af heildarafla. Í þessu grafi má sjá hversu hátt hlutfall af heildarafla er óunninn fiskur sem fluttur er út.Graf/SFS
Alþingi Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira