Gerðu uppreisn í „martraðarsiglingu“ þegar Íslandsstoppið var slegið af Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2019 14:10 Reiðir farþegar sjást hér gera hróp að skipverja um borð í skemmtiferðaskipinu Norwegian Spirit. Vísir/getty Sigling skemmtiferðaskipsins Norwegian Spirit breyttist í sannkallaða martraðarför í vikunni þegar óhagstæð veðurskilyrði settu strik í reikninginn. Farþegar komust þannig ekki í draumastoppið til Reykjavíkur, sem varð þess valdandi að upp úr sauð meðal hundruða farþega um borð, ef marka má myndbönd og myndir innan úr lúxusfleyinu.Skemmtiferðaskipið Norwegian Spirit.Vísir/gettyFjallað er um siglinguna í bresku fjölmiðlunum Daily Mail, Telegraph og The Sun í dag og í gær. Þar er ferð skipsins rakin en það lagði frá bryggju í bresku borginni Southampton þann 27. september síðastliðinn. Ekki hefur komið fram hversu margir eru um borð en skipið tekur rúmlega tvö þúsund farþega. Miðlarnir segja farþega hafa greitt allt að 5300 pund, eða rúmar 800 þúsund krónur, fyrir ferðina, sem auglýst var undir formerkjunum „sjóferð um dularfulla firði“ (e. „Mystical Fjord“ voyage). Koma átti við á „draumkenndum“ áfangastöðum í Noregi og á Íslandi, auk Amsterdam og Írlands. Babb kom í bátinn þegar hætt var við að stoppa í Amsterdam vegna veðurs. Skipið lagði í staðinn leið sína til Noregs þar sem komið var við í hálfgerðum draugabæ, að sögn farþega. Næst átti leiðin að liggja til Reykjavíkur en þeirri ferð var aflýst og skipinu óvænt siglt til Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, á mánudag.Skipið var því samfleytt á siglingu í þrjá daga, að því er segir í frétt Telegraph. Mikillar óánægju hefur jafnframt gætt meðal farþega með ráðahaginn en þeir lýsa margir afar slæmum aðbúnaði um borð; gömlum mat og fleytifullum salernum. Óánægja farþeganna kemur svo bersýnilega í ljós í myndböndum og myndum sem birtar hafa verið innan úr skipinu síðustu daga. Í myndbandi Cody McNutts, eins farþega, sjást hundruð farþega samankomnir í sal skipsins þar sem þeir krefja áhöfnina svara. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan. Í öðru myndbandi, sem birt er á vef Daily Mail, sjást farþegar gera hróp að skipverja. „Þú ert að ljúga!“ heyrist einn farþeginn m.a. hrópa. Í enn öðru myndbandi má svo sjá hundruð farþega kyrja „Við viljum endurgreitt!“. Denna Rowland, einn farþega, lýsti í gær yfir megnri óánægju með aðstæðurnar á skipinu í samtali við Daily Mail. Skapast hafi ófremdarástand um borð, raunar hálfgerð uppreisn. „Það eru margir reiðir um borð í þessu skipi og skortur á viðunandi útskýringum kom næstum því af stað óeirðum í morgun. Þetta er búið að vera martraðarfrí og nú eru mörg klósettanna í káetunum barmafull af skólpi. Þetta er heldur betur ekki eins og ég ímyndaði mér lúxussiglinguna mína.“ Daily Mail greinir frá því að stór hluti farþeganna hafi yfirgefið skipið þegar það kom til Belfast á mánudag. Telegraph hefur enn fremur eftir talsmanni Norwegian, sem gerir skipið út, að farþegum hafi verið boðin inneignarnóta upp í aðra siglingu með fyrirtækinu í sárabætur. Þá sé það miður að dagskrá siglingarinnar hafi breyst vegna veðurs. „Við hörmum öll óþægindi og vonbrigði sem gestir okkar kunna að hafa orðið fyrir. Við reynum ætíð eftir fremsta megni að veita gestum okkar ánægjulegt og eftirminnilegt frí en öryggi þeirra og áhafnar okkar er ætíð efst í forgangsröðinni.“Monday October 7th riots aboard Norwegian Spirit 15 days to Iceland after 5th port cancellation pic.twitter.com/PLgeaZEdQk— NCLHELL (@NCLHELL1) October 8, 2019 Bretland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Sigling skemmtiferðaskipsins Norwegian Spirit breyttist í sannkallaða martraðarför í vikunni þegar óhagstæð veðurskilyrði settu strik í reikninginn. Farþegar komust þannig ekki í draumastoppið til Reykjavíkur, sem varð þess valdandi að upp úr sauð meðal hundruða farþega um borð, ef marka má myndbönd og myndir innan úr lúxusfleyinu.Skemmtiferðaskipið Norwegian Spirit.Vísir/gettyFjallað er um siglinguna í bresku fjölmiðlunum Daily Mail, Telegraph og The Sun í dag og í gær. Þar er ferð skipsins rakin en það lagði frá bryggju í bresku borginni Southampton þann 27. september síðastliðinn. Ekki hefur komið fram hversu margir eru um borð en skipið tekur rúmlega tvö þúsund farþega. Miðlarnir segja farþega hafa greitt allt að 5300 pund, eða rúmar 800 þúsund krónur, fyrir ferðina, sem auglýst var undir formerkjunum „sjóferð um dularfulla firði“ (e. „Mystical Fjord“ voyage). Koma átti við á „draumkenndum“ áfangastöðum í Noregi og á Íslandi, auk Amsterdam og Írlands. Babb kom í bátinn þegar hætt var við að stoppa í Amsterdam vegna veðurs. Skipið lagði í staðinn leið sína til Noregs þar sem komið var við í hálfgerðum draugabæ, að sögn farþega. Næst átti leiðin að liggja til Reykjavíkur en þeirri ferð var aflýst og skipinu óvænt siglt til Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, á mánudag.Skipið var því samfleytt á siglingu í þrjá daga, að því er segir í frétt Telegraph. Mikillar óánægju hefur jafnframt gætt meðal farþega með ráðahaginn en þeir lýsa margir afar slæmum aðbúnaði um borð; gömlum mat og fleytifullum salernum. Óánægja farþeganna kemur svo bersýnilega í ljós í myndböndum og myndum sem birtar hafa verið innan úr skipinu síðustu daga. Í myndbandi Cody McNutts, eins farþega, sjást hundruð farþega samankomnir í sal skipsins þar sem þeir krefja áhöfnina svara. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að ofan. Í öðru myndbandi, sem birt er á vef Daily Mail, sjást farþegar gera hróp að skipverja. „Þú ert að ljúga!“ heyrist einn farþeginn m.a. hrópa. Í enn öðru myndbandi má svo sjá hundruð farþega kyrja „Við viljum endurgreitt!“. Denna Rowland, einn farþega, lýsti í gær yfir megnri óánægju með aðstæðurnar á skipinu í samtali við Daily Mail. Skapast hafi ófremdarástand um borð, raunar hálfgerð uppreisn. „Það eru margir reiðir um borð í þessu skipi og skortur á viðunandi útskýringum kom næstum því af stað óeirðum í morgun. Þetta er búið að vera martraðarfrí og nú eru mörg klósettanna í káetunum barmafull af skólpi. Þetta er heldur betur ekki eins og ég ímyndaði mér lúxussiglinguna mína.“ Daily Mail greinir frá því að stór hluti farþeganna hafi yfirgefið skipið þegar það kom til Belfast á mánudag. Telegraph hefur enn fremur eftir talsmanni Norwegian, sem gerir skipið út, að farþegum hafi verið boðin inneignarnóta upp í aðra siglingu með fyrirtækinu í sárabætur. Þá sé það miður að dagskrá siglingarinnar hafi breyst vegna veðurs. „Við hörmum öll óþægindi og vonbrigði sem gestir okkar kunna að hafa orðið fyrir. Við reynum ætíð eftir fremsta megni að veita gestum okkar ánægjulegt og eftirminnilegt frí en öryggi þeirra og áhafnar okkar er ætíð efst í forgangsröðinni.“Monday October 7th riots aboard Norwegian Spirit 15 days to Iceland after 5th port cancellation pic.twitter.com/PLgeaZEdQk— NCLHELL (@NCLHELL1) October 8, 2019
Bretland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira