Píratasiðferðið Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 21. september 2019 10:00 Flestir telja sig hafa góð prinsipp en þeir eru kannski færri sem standa við þau þegar á reynir. Og það er einmitt þá sem prinsippin skipta máli, hverju við erum tilbúin að fórna til vegna þeirra. Á þetta reyndi á Alþingi nú í vikunni. Píratarnir hafa farið fremstir í flokki þeirra sem telja Alþingi siðlaust og vonlaust. Þeir voru því fullir vandlætingar yfir því að tiltekinn Miðflokksmaður, sem hafði orðið sér til skammar á Klaustri og fengið ávítur frá siðanefnd Alþingis, yrði formaður í nefnd. En þeir ákváðu að greiða ekki atkvæði gegn honum og hafa borið fram óvenju hreinskipta skýringu á þeirri ákvörðun. Ástæðan fyrir því að þau láta Bergþór yfir sig ganga segja þau vera að meirihlutinn á þinginu hafi hótað því að ef stjórnarandstaðan leysti ekki sjálf úr sínum málum myndi hún ekki fá formennsku í tveimur öðrum nefndum. Það hefði þýtt að Þórhildur Sunna, sem fyrst íslenskra þingmanna var ávítuð af siðanefnd, fengi ekki nefndarformennsku. Það var því úr vöndu að ráða fyrir Píratana. Annars vegar prinsipp um að vondir menn eins og Klaustursmenn ættu ekki að stýra nefndum Alþingis og hins vegar valdastaða í þinginu. Niðurstaðan liggur nú fyrir. Í stað þess að standa á prinsippinu og neita að bera ábyrgð á nefndarformennsku Bergþórs og gefa þar með eftir nefndarformennskur þá völdu Píratarnir stólana og stöðutáknin. Auðvitað er það síðan sérstakt umhugsunarefni að Píratar telji eðlilegt að Þórhildur Sunna sé heppileg til að stýra þingnefnd. En þá verða menn að muna að Píratasiðferðið nær ekki til Píratanna sjálfra, bara allra annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Flestir telja sig hafa góð prinsipp en þeir eru kannski færri sem standa við þau þegar á reynir. Og það er einmitt þá sem prinsippin skipta máli, hverju við erum tilbúin að fórna til vegna þeirra. Á þetta reyndi á Alþingi nú í vikunni. Píratarnir hafa farið fremstir í flokki þeirra sem telja Alþingi siðlaust og vonlaust. Þeir voru því fullir vandlætingar yfir því að tiltekinn Miðflokksmaður, sem hafði orðið sér til skammar á Klaustri og fengið ávítur frá siðanefnd Alþingis, yrði formaður í nefnd. En þeir ákváðu að greiða ekki atkvæði gegn honum og hafa borið fram óvenju hreinskipta skýringu á þeirri ákvörðun. Ástæðan fyrir því að þau láta Bergþór yfir sig ganga segja þau vera að meirihlutinn á þinginu hafi hótað því að ef stjórnarandstaðan leysti ekki sjálf úr sínum málum myndi hún ekki fá formennsku í tveimur öðrum nefndum. Það hefði þýtt að Þórhildur Sunna, sem fyrst íslenskra þingmanna var ávítuð af siðanefnd, fengi ekki nefndarformennsku. Það var því úr vöndu að ráða fyrir Píratana. Annars vegar prinsipp um að vondir menn eins og Klaustursmenn ættu ekki að stýra nefndum Alþingis og hins vegar valdastaða í þinginu. Niðurstaðan liggur nú fyrir. Í stað þess að standa á prinsippinu og neita að bera ábyrgð á nefndarformennsku Bergþórs og gefa þar með eftir nefndarformennskur þá völdu Píratarnir stólana og stöðutáknin. Auðvitað er það síðan sérstakt umhugsunarefni að Píratar telji eðlilegt að Þórhildur Sunna sé heppileg til að stýra þingnefnd. En þá verða menn að muna að Píratasiðferðið nær ekki til Píratanna sjálfra, bara allra annarra.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun