Nei Björn Leví Gunnarsson skrifar 24. september 2019 07:00 Síðastliðinn laugardag birtist bakþankapistill Sirrýjar Hallgrímsdóttur um Píratasiðferðið. Þar fullyrti Sirrý að Píratar hefðu ákveðið að greiða ekki atkvæði gegn formannsframboði Bergþórs Ólasonar í umhverfis- og samgöngunefnd. Þetta er stórfurðuleg fullyrðing þar sem ég, sem áheyrnarfulltrúi Pírata í nefndinni, kannast ekki við að hafa tekið neina slíka ákvörðun. Í fyrsta lagi af því að sem áheyrnarfulltrúi get ég ekki greitt atkvæði og í öðru lagi af því að ég bókaði skýrt nei í fundargerð um málið. Ég minni á orð forsætisráðherra í viðtali við fjölmiðla í kjölfar niðurstöðu siðanefndar: „Það sem kemur mér kannski fyrst og fremst á óvart eru viðbrögð þessara þingmanna sem um ræðir. Að þeir virðast ekki enn skilja alvarleika sinna orða sem um var talað, skilja ekki að orð hafa afleiðingar og jafnvel reynt að snúa málinu upp í pólitískan spuna um að hér sé um aðför að þeim að ræða.“ Og „að það sé fremur haldið áfram að grafa sig ofan í holuna frekar en að líta upp úr henni og axla ábyrgð á eigin orðum og gjörðum. Því það voru engir aðrir en þessir aðilar sem sátu þetta kvöld og höfðu þessi orð uppi um nafngreindar, einkum, konur.“ Við atkvæðagreiðsluna hélt ég stutta ræðu í nefndinni þar sem ég sagði meðal annars að það sé okkar hlutverk að fólk standist reikningsskil. Hverjar svo sem afleiðingarnar af því kunni að vera. Við getum staðið okkur í því hlutverki og endurtekið orð okkar í ályktun sem við samþykktum þann 5. júní á síðasta ári (einungis um hálfu ári áður en upp komst að sumir meintu ekkert með atkvæði sínu) eða við getum sýnt í verki að við hin meintum heldur ekki neitt með atkvæðum okkar er þingmenn sögðust „leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu“. Lykilorðið í því sem var bætt við siðareglurnar í upphafi sumars í fyrra er „hafnað“. Að mínu mati snérist atkvæðagreiðslan um formannssætið í umhverfis- og samgöngunefnd um að hafna hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni. Þess vegna bókaði ég „nei“, af því að ég gat ekki gert það með atkvæði. Ég ákvað ekki, að greiða ekki atkvæði gegn Bergþóri. Ég ákvað að segja nei.Höfundur er þingmaður Pírata Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Björn Leví Gunnarsson Tengdar fréttir Píratasiðferðið Flestir telja sig hafa góð prinsipp en þeir eru kannski færri sem standa við þau þegar á reynir. Og það er einmitt þá sem prinsippin skipta máli, hverju við erum tilbúin að fórna til vegna þeirra. 21. september 2019 10:00 Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag birtist bakþankapistill Sirrýjar Hallgrímsdóttur um Píratasiðferðið. Þar fullyrti Sirrý að Píratar hefðu ákveðið að greiða ekki atkvæði gegn formannsframboði Bergþórs Ólasonar í umhverfis- og samgöngunefnd. Þetta er stórfurðuleg fullyrðing þar sem ég, sem áheyrnarfulltrúi Pírata í nefndinni, kannast ekki við að hafa tekið neina slíka ákvörðun. Í fyrsta lagi af því að sem áheyrnarfulltrúi get ég ekki greitt atkvæði og í öðru lagi af því að ég bókaði skýrt nei í fundargerð um málið. Ég minni á orð forsætisráðherra í viðtali við fjölmiðla í kjölfar niðurstöðu siðanefndar: „Það sem kemur mér kannski fyrst og fremst á óvart eru viðbrögð þessara þingmanna sem um ræðir. Að þeir virðast ekki enn skilja alvarleika sinna orða sem um var talað, skilja ekki að orð hafa afleiðingar og jafnvel reynt að snúa málinu upp í pólitískan spuna um að hér sé um aðför að þeim að ræða.“ Og „að það sé fremur haldið áfram að grafa sig ofan í holuna frekar en að líta upp úr henni og axla ábyrgð á eigin orðum og gjörðum. Því það voru engir aðrir en þessir aðilar sem sátu þetta kvöld og höfðu þessi orð uppi um nafngreindar, einkum, konur.“ Við atkvæðagreiðsluna hélt ég stutta ræðu í nefndinni þar sem ég sagði meðal annars að það sé okkar hlutverk að fólk standist reikningsskil. Hverjar svo sem afleiðingarnar af því kunni að vera. Við getum staðið okkur í því hlutverki og endurtekið orð okkar í ályktun sem við samþykktum þann 5. júní á síðasta ári (einungis um hálfu ári áður en upp komst að sumir meintu ekkert með atkvæði sínu) eða við getum sýnt í verki að við hin meintum heldur ekki neitt með atkvæðum okkar er þingmenn sögðust „leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heilbrigt starfsumhverfi innan þings sem utan og hvarvetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni, einelti eða annarri vanvirðandi framkomu“. Lykilorðið í því sem var bætt við siðareglurnar í upphafi sumars í fyrra er „hafnað“. Að mínu mati snérist atkvæðagreiðslan um formannssætið í umhverfis- og samgöngunefnd um að hafna hvers konar kynferðislegri eða kynbundinni áreitni. Þess vegna bókaði ég „nei“, af því að ég gat ekki gert það með atkvæði. Ég ákvað ekki, að greiða ekki atkvæði gegn Bergþóri. Ég ákvað að segja nei.Höfundur er þingmaður Pírata
Píratasiðferðið Flestir telja sig hafa góð prinsipp en þeir eru kannski færri sem standa við þau þegar á reynir. Og það er einmitt þá sem prinsippin skipta máli, hverju við erum tilbúin að fórna til vegna þeirra. 21. september 2019 10:00
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar