Ákærð fyrir peningaþvætti en segjast einfaldlega heppin í spilakössum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2019 12:31 Maðurinn var í hópi fimm Pólverja sem voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í desember. Vísir/Ernir Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. Um er að ræða anga svokallaðs Euromarket-máls sem upp kom fyrir um tveimur árum. Hjónin eru ákærð fyrir peningaþvætti upp á rúmlega sextíu milljónir króna. Málið verður þingfest á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur.Ríkisútvarpið greinir frá og vísar í greinargerð með ákæru héraðssaksóknara þar sem fram kemur að maðurinn hafi verið grunaður um aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, fíkniefnasmygli frá Póllandi og peningaþvætti ásamt konu sinni. Farið hafi verið í gegnum skattframtöl hjónanna og ljóst að framtaldar tekjur þeirra gætu aldrei staðið undir lifnaði þeirra og eignamyndun. Skýring þeirra á ávinningi af spilakössum var metin ómöguleg af dósent við Háskóla Reykjavíkur. Áætlað tap hefði átt að vera 145 milljónir króna miðað við spilatíma hans og varfærnasta áætlun um tap var upp á ellefu milljónir króna. Í nýlegri aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem kom út í ágúst og var birt á vef dómstólaráðuneytisins nýlega er fjallað um veikleika þegar komi að spilakössum. Þar er minnst á falska vinninga. Þannig geti fólk nafnlaust lagt pening inn í spilakassann, leyst út vinning án þess að spila og svo leggja upphæðina þannig inn á banka. Með þeim hætti sé hægt að búa til lögmæta slóð peninga. Frægt er á sínum tíma þegar Franklín Steiner, sem sakaður var og dæmdur fyrir fíkniefnamisferli, útskýrði háar tekjur sínar með heppni sinni í spilakössum.Skýrasta dæmi Íslandssögunnar um skipulagða brotastarfsemi Lögregla handtók manninn og fjóra Pólverja til viðbótar hér á landi í desember 2017 og úrskurðaði þrjá í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Lagt var hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur að verðmæti 400 milljóna að götuvirði auk fasteigna, bíla, fjármuna og hluta í fyrirtækjum að virði 200 milljóna. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, sagði í desember 2017, þegar Euromarket-málið kom upp að um væri að ræða skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem sést hefði hér á landi. Fíkniefnaþátturinn væri einn þáttur, peningaþvottur annar - og alls kyns svikastarfsemi. Sá angi málsins sem fjallað er um hér að ofan er sá fyrsti sem kemur til meðferðar hjá dómstólum. Aðrir angar eru til rannsóknar hjá miðlægri deild lögreglu en samkvæmt upplýsingum Vísis er rannsóknin vel á veg komin. Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Pólsk hjón sem sæta ákæru héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti gefa þá skýringu að þau hafi lifað hátt vegna þess hve vel manninum gekk að vinna í spilakössum. Um er að ræða anga svokallaðs Euromarket-máls sem upp kom fyrir um tveimur árum. Hjónin eru ákærð fyrir peningaþvætti upp á rúmlega sextíu milljónir króna. Málið verður þingfest á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjavíkur.Ríkisútvarpið greinir frá og vísar í greinargerð með ákæru héraðssaksóknara þar sem fram kemur að maðurinn hafi verið grunaður um aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, fíkniefnasmygli frá Póllandi og peningaþvætti ásamt konu sinni. Farið hafi verið í gegnum skattframtöl hjónanna og ljóst að framtaldar tekjur þeirra gætu aldrei staðið undir lifnaði þeirra og eignamyndun. Skýring þeirra á ávinningi af spilakössum var metin ómöguleg af dósent við Háskóla Reykjavíkur. Áætlað tap hefði átt að vera 145 milljónir króna miðað við spilatíma hans og varfærnasta áætlun um tap var upp á ellefu milljónir króna. Í nýlegri aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem kom út í ágúst og var birt á vef dómstólaráðuneytisins nýlega er fjallað um veikleika þegar komi að spilakössum. Þar er minnst á falska vinninga. Þannig geti fólk nafnlaust lagt pening inn í spilakassann, leyst út vinning án þess að spila og svo leggja upphæðina þannig inn á banka. Með þeim hætti sé hægt að búa til lögmæta slóð peninga. Frægt er á sínum tíma þegar Franklín Steiner, sem sakaður var og dæmdur fyrir fíkniefnamisferli, útskýrði háar tekjur sínar með heppni sinni í spilakössum.Skýrasta dæmi Íslandssögunnar um skipulagða brotastarfsemi Lögregla handtók manninn og fjóra Pólverja til viðbótar hér á landi í desember 2017 og úrskurðaði þrjá í gæsluvarðhald grunaðir um stórfelldan innflutning og framleiðslu fíkniefna, fjársvik og peningaþvætti. Lagt var hald á amfetamínbasa og MDMA-töflur að verðmæti 400 milljóna að götuvirði auk fasteigna, bíla, fjármuna og hluta í fyrirtækjum að virði 200 milljóna. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, sagði í desember 2017, þegar Euromarket-málið kom upp að um væri að ræða skýrasta dæmi um skipulagða brotastarfsemi sem sést hefði hér á landi. Fíkniefnaþátturinn væri einn þáttur, peningaþvottur annar - og alls kyns svikastarfsemi. Sá angi málsins sem fjallað er um hér að ofan er sá fyrsti sem kemur til meðferðar hjá dómstólum. Aðrir angar eru til rannsóknar hjá miðlægri deild lögreglu en samkvæmt upplýsingum Vísis er rannsóknin vel á veg komin.
Dómsmál Peningaþvætti í Euro Market Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira