Metnaðarfull aðgerðaráætlun í jarðarmálum Líneik Anna Sævarsdóttir skrifar 25. september 2019 07:00 Eitt af forgangsmálum þingflokks Framsóknar á þessi þingi er þingsályktun um aðgerðaráætlun í jarðarmálum. Tillagan er í sjö liðum en henni er ætlað að styrkja lagaumgjörð og reglur í tengslum við ráðstöfun og nýtingu auðlinda hér á landi. Markmiðið er að skapa fleiri tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli, fjölbreyttrar sjálfbærrar landnýtingar og matvælaframleiðslu í landinu. Tillagan rímar því vel við markmið ríkisstjórnarinnar um að finna leiðir til að setja skilyrði um kaup á landi út frá byggðarsjónarmiðum og umgengni um auðlindir.Miklir almannahagsmunir í húfi Það er ekki ofsögum sagt að land er takmörkuð auðlind. Það á við um landið sjálft, jarðveginn og gróðurinn. Landi geta fylgt verðmætar auðlindir á borð við veiði- og vatnsréttindi. Þess vegna geta ekki gilt sömu reglur um kaup og sölu á landi eins og hverri annarri fasteign. Með því að samhæfa lög, reglur og verklag geta stjórnvöld markað skýra stefnu í ráðstöfun lands nú og til framtíðar. Flutningsmenn tillögunnar leggja m.a. til að gerð verði krafa um að kaupandi lands búi á Íslandi, hafi búið þar í a.m.k. fimm ár eða hafi starfsemi í landinu. Áhersla er lögð á að tilgangur jarðakaupanna þurfi að vera skýr, t.d. vegna landbúnaðar, menningarverðmæta og náttúruverndar. Einnig þarf að tryggja með lögum að tekjur af jörðum og hlunnindum skili sér til nærsamfélagsins. Erlendar fyrirmyndir Í núverandi lagaumhverfi geta rúmlega 500 milljón manns keypt land og aðrar fasteignir hérlendis með sömu skilyrðum og íslenskir ríkisborgarar. Meiri skorður eru settar á ráðstöfun fasteigna og aðilaskipti í Danmörku og Noregi en hér á landi. Í Danmörku gildir t.d. sú meginregla að einstaklingar sem ekki eru heimilisfastir í landinu eða hafa áður búið þar í a.m.k. fimm ár þurfa að fá leyfi frá dómsmálaráðuneytinu til að geta eignast fasteignaréttindi í landinu. Ein af tillögum flutningsmanna er að jarðakaup verði leyfisskyld. Þannig yrði hægt að tryggja nauðsynlega aðkomu ríkis og sveitarfélaga að eigendaskiptum jarða til að fylgja eftir lögum, reglum og ákvæðum aðal-, svæðis- og deiliskipulaga. Það hefur ríkt ákveðið kæruleysi í þessum málum síðastliðin ár. Með aðgerðaráætluninni er ætlunin að ráða bót á því.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Jarðakaup útlendinga Líneik Anna Sævarsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt af forgangsmálum þingflokks Framsóknar á þessi þingi er þingsályktun um aðgerðaráætlun í jarðarmálum. Tillagan er í sjö liðum en henni er ætlað að styrkja lagaumgjörð og reglur í tengslum við ráðstöfun og nýtingu auðlinda hér á landi. Markmiðið er að skapa fleiri tækifæri til heilsársbúsetu í dreifbýli, fjölbreyttrar sjálfbærrar landnýtingar og matvælaframleiðslu í landinu. Tillagan rímar því vel við markmið ríkisstjórnarinnar um að finna leiðir til að setja skilyrði um kaup á landi út frá byggðarsjónarmiðum og umgengni um auðlindir.Miklir almannahagsmunir í húfi Það er ekki ofsögum sagt að land er takmörkuð auðlind. Það á við um landið sjálft, jarðveginn og gróðurinn. Landi geta fylgt verðmætar auðlindir á borð við veiði- og vatnsréttindi. Þess vegna geta ekki gilt sömu reglur um kaup og sölu á landi eins og hverri annarri fasteign. Með því að samhæfa lög, reglur og verklag geta stjórnvöld markað skýra stefnu í ráðstöfun lands nú og til framtíðar. Flutningsmenn tillögunnar leggja m.a. til að gerð verði krafa um að kaupandi lands búi á Íslandi, hafi búið þar í a.m.k. fimm ár eða hafi starfsemi í landinu. Áhersla er lögð á að tilgangur jarðakaupanna þurfi að vera skýr, t.d. vegna landbúnaðar, menningarverðmæta og náttúruverndar. Einnig þarf að tryggja með lögum að tekjur af jörðum og hlunnindum skili sér til nærsamfélagsins. Erlendar fyrirmyndir Í núverandi lagaumhverfi geta rúmlega 500 milljón manns keypt land og aðrar fasteignir hérlendis með sömu skilyrðum og íslenskir ríkisborgarar. Meiri skorður eru settar á ráðstöfun fasteigna og aðilaskipti í Danmörku og Noregi en hér á landi. Í Danmörku gildir t.d. sú meginregla að einstaklingar sem ekki eru heimilisfastir í landinu eða hafa áður búið þar í a.m.k. fimm ár þurfa að fá leyfi frá dómsmálaráðuneytinu til að geta eignast fasteignaréttindi í landinu. Ein af tillögum flutningsmanna er að jarðakaup verði leyfisskyld. Þannig yrði hægt að tryggja nauðsynlega aðkomu ríkis og sveitarfélaga að eigendaskiptum jarða til að fylgja eftir lögum, reglum og ákvæðum aðal-, svæðis- og deiliskipulaga. Það hefur ríkt ákveðið kæruleysi í þessum málum síðastliðin ár. Með aðgerðaráætluninni er ætlunin að ráða bót á því.Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun