Háttsettir Repúblikanar styðja rannsókn á Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2019 19:00 Ýmsir kjörnir fulltrúar Repúblikana í Bandaríkjunum krefja Donald Trump forseta nú svara um samskipti hans við Volodímír Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump fór fram á að Úkraínumenn myndu rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og pólitískan andstæðing sinn.Skylda þingsins að rannsaka James Comer, þingmaður Repúblikana, sagði í morgun að Trump þyrfti að svara sérstaklega fyrir það hvers vegna forsetaembættið hafi reynt að fela eftirrit af símtali forsetans við Selenskíj. Í kvörtun uppljóstrara um samskiptin, sem birt var í gær, sagði að skjalið hafi verið fært á tölvukerfi ætlað upplýsingum sem þarf að leyna vegna þjóðaröryggis. Og Comer stendur ekki einn í gagnrýni sinni. Phil Scott, Repúblikani og ríkisstjóri Vermont, sagðist styðja rannsókn á því hvort Trump hafi gerst sekur um embættisbrot. Charlie Baker, ríkisstjóri Massachusetts, hafði þetta að segja: „Þetta er afar truflandi mál og ég tel það skyldu og ábyrgð þingsins á þessari stundu að rannsaka málið.“ Kveðst alsaklaus Trump er sjálfur ósammála því að nokkuð sé athugavert við samskiptin. Hann harðneitar því að hafa lofað Selenskíj áframhaldandi hernaðaraðstoð gegn því að rannsókn yrði hafin og vitnar til þeirra orða Selenskíjs að hann hafi ekki sætt þrýstingi. Auk þess hefur Trump gagnrýnt kvörtunina í ljósi þess að uppljóstrarinn var ekki sjálfur vitni að samskiptunum og líkt heimildarmönnum hans við njósnara. Fulltrúadeild þingsins rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot. Meirihluti deildarinnar styður rannsóknina en í framhaldinu gæti Trump verið ákærður til embættismissis. Ef ákæra er gefin út fer málið fyrir öldungadeildina, sem þykir ólíkleg til þess að sakfella forsetann. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16 Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, í morgun varðandi opinberun uppskriftar símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. 27. september 2019 12:22 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Ýmsir kjörnir fulltrúar Repúblikana í Bandaríkjunum krefja Donald Trump forseta nú svara um samskipti hans við Volodímír Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump fór fram á að Úkraínumenn myndu rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og pólitískan andstæðing sinn.Skylda þingsins að rannsaka James Comer, þingmaður Repúblikana, sagði í morgun að Trump þyrfti að svara sérstaklega fyrir það hvers vegna forsetaembættið hafi reynt að fela eftirrit af símtali forsetans við Selenskíj. Í kvörtun uppljóstrara um samskiptin, sem birt var í gær, sagði að skjalið hafi verið fært á tölvukerfi ætlað upplýsingum sem þarf að leyna vegna þjóðaröryggis. Og Comer stendur ekki einn í gagnrýni sinni. Phil Scott, Repúblikani og ríkisstjóri Vermont, sagðist styðja rannsókn á því hvort Trump hafi gerst sekur um embættisbrot. Charlie Baker, ríkisstjóri Massachusetts, hafði þetta að segja: „Þetta er afar truflandi mál og ég tel það skyldu og ábyrgð þingsins á þessari stundu að rannsaka málið.“ Kveðst alsaklaus Trump er sjálfur ósammála því að nokkuð sé athugavert við samskiptin. Hann harðneitar því að hafa lofað Selenskíj áframhaldandi hernaðaraðstoð gegn því að rannsókn yrði hafin og vitnar til þeirra orða Selenskíjs að hann hafi ekki sætt þrýstingi. Auk þess hefur Trump gagnrýnt kvörtunina í ljósi þess að uppljóstrarinn var ekki sjálfur vitni að samskiptunum og líkt heimildarmönnum hans við njósnara. Fulltrúadeild þingsins rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot. Meirihluti deildarinnar styður rannsóknina en í framhaldinu gæti Trump verið ákærður til embættismissis. Ef ákæra er gefin út fer málið fyrir öldungadeildina, sem þykir ólíkleg til þess að sakfella forsetann.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15 Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16 Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, í morgun varðandi opinberun uppskriftar símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. 27. september 2019 12:22 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Sjá meira
Trump rifjar upp Mueller-æfingarnar Orð og setningar eins og nornaveiðar, hneyksli, forsetaáreiti, "það hefur aldrei verið komið jafn illa fram við forseta“ og "þetta má ekki gerast aftur“, eru farin að birtast í miklu magni á Twitter-síðu Trump og í yfirlýsingum hans til fjölmiðla. 27. september 2019 17:15
Hvíta húsið vissi af kvörtun uppljóstrara skömmu eftir símtal Trump og Zelenskí Uppljóstrari innan CIA lét lögfræðing leyniþjónustunnar vita áður en hann lagði inn formlega uppljóstrarakvörtun sem veitti honum lagalega vernd. Hvíta húsið virðist því hafa vitað nær frá upphafi hvaðan kvörtunin kom. 27. september 2019 10:16
Rússar vona að samtöl Pútín og Trump verði ekki opinberuð Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, í morgun varðandi opinberun uppskriftar símtals Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. 27. september 2019 12:22