Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2019 21:00 Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri hjá Icelandair. Vísir Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. Vélarnar hafa verið kyrrsettar í hálft ár eftir að tvær MAX-vélar fórust í Eþíópíu og Indónesíu. Fjórir flugstjórar Icelandair búa sig undir að flytja Boeing 737 MAX-8 vélar til Frakklands í næstu viku og er að mörgu að hyggja. Hafa þeir verið við þjálfun í flughermi í Hafnarfirði undanfarið til að undirbúa ferðina en vélarnar verða geymdar í borginni Toulouse til að forða þeim frá sliti sem getur orðið í slagviðri á Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert að óttast,“ segir Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri hjá Icelandair. Uppfylla þarf ströng skilyrði til að fá að fljúga MAX-vélunum yfir Evrópu.Úr MAX-flugherminum í Hafnarfirði.„Við þurfum að fljúga með vængbörðin úti, eins lítil og hægt er, við þurfum að fara á minni hraða og við þurfum að vera í minni hæð heldur en gengur og gerist,“ segir Þórarinn. Með vængbörðin úti og vélina á sjálfstýringu er komið í veg fyrir að MCAS-hugbúnaðurinn, sem átti að koma í veg fyrir að MAX-vélarnar ofrísi, taki yfir. „Við eigum ekki að geta fengið þetta inn í þessu flugi, það er bara ekki hægt,“ segir Þórarinn.Ferðin tveimur tímum lengri Mun ferðin til Frakklands því taka tveimur tímum lengur en venjan er. Fljúga þarf undir 20 þúsund fetum og verður því ekki hægt að fara yfir veðrið. Þá hafa lönd sett sig á móti því að vélarnar fari þar yfir. „Í upphafi voru Írar og Bretar ekki hrifnir af því að fá okkur inn í þeirra lofthelgi en mér skilst að það sé eitthvað að liðkast til með það,“ segir Þórarinn.Regluverkið strangara í Evrópu Bendir Þórarinn á að regluverkið sé mun strangara í Evrópu en í Ameríku þar sem farið hefur verið með Max-vélar á milli í geymslu. „Ég veit að Kanadamenn og Ameríkanar eru að gera þetta öðruvísi, þeir eru með minni takmarkanir en við þurfum að lifa við." Þórarinn vonast til að vélarnar komist í gagnið á nýju ári og hefur fulla trú á þeim. „Ég myndi taka alla fjölskyldu mína með í svona flug,“ segir Þórarinn. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. Vélarnar hafa verið kyrrsettar í hálft ár eftir að tvær MAX-vélar fórust í Eþíópíu og Indónesíu. Fjórir flugstjórar Icelandair búa sig undir að flytja Boeing 737 MAX-8 vélar til Frakklands í næstu viku og er að mörgu að hyggja. Hafa þeir verið við þjálfun í flughermi í Hafnarfirði undanfarið til að undirbúa ferðina en vélarnar verða geymdar í borginni Toulouse til að forða þeim frá sliti sem getur orðið í slagviðri á Keflavíkurflugvelli. „Það er ekkert að óttast,“ segir Þórarinn Hjálmarsson flugstjóri hjá Icelandair. Uppfylla þarf ströng skilyrði til að fá að fljúga MAX-vélunum yfir Evrópu.Úr MAX-flugherminum í Hafnarfirði.„Við þurfum að fljúga með vængbörðin úti, eins lítil og hægt er, við þurfum að fara á minni hraða og við þurfum að vera í minni hæð heldur en gengur og gerist,“ segir Þórarinn. Með vængbörðin úti og vélina á sjálfstýringu er komið í veg fyrir að MCAS-hugbúnaðurinn, sem átti að koma í veg fyrir að MAX-vélarnar ofrísi, taki yfir. „Við eigum ekki að geta fengið þetta inn í þessu flugi, það er bara ekki hægt,“ segir Þórarinn.Ferðin tveimur tímum lengri Mun ferðin til Frakklands því taka tveimur tímum lengur en venjan er. Fljúga þarf undir 20 þúsund fetum og verður því ekki hægt að fara yfir veðrið. Þá hafa lönd sett sig á móti því að vélarnar fari þar yfir. „Í upphafi voru Írar og Bretar ekki hrifnir af því að fá okkur inn í þeirra lofthelgi en mér skilst að það sé eitthvað að liðkast til með það,“ segir Þórarinn.Regluverkið strangara í Evrópu Bendir Þórarinn á að regluverkið sé mun strangara í Evrópu en í Ameríku þar sem farið hefur verið með Max-vélar á milli í geymslu. „Ég veit að Kanadamenn og Ameríkanar eru að gera þetta öðruvísi, þeir eru með minni takmarkanir en við þurfum að lifa við." Þórarinn vonast til að vélarnar komist í gagnið á nýju ári og hefur fulla trú á þeim. „Ég myndi taka alla fjölskyldu mína með í svona flug,“ segir Þórarinn.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
„Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00