Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2019 13:23 Jón Gunnarsson tók við Bergþóri sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. Vísir/vilhelm Útlit er fyrir að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins taki aftur við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis en hann lét tímabundið af formennsku í febrúar vegna Klausturmálsins svokallaða. Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. Hefð hefur verið fyrir því í mörg undanfarin ár að stjórnarmeirihluti hverju sinni gefi eftir formennsku í einni til þremur nefndum þingsins til stjórnarandstöðuflokka. Eftir síðustu kosningar í október 2017 varð að samkomulagi að stjórnarandstaðan fengi formennsku í þremur nefndum; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem féll í hlut Samfylkingarinnar, velferðarnefnd sem Píratar fengu og umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Miðflokkurinn fékk formennsku. Eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp sagði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins tímabundið af sér formennsku. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar tók við formennskunni samkvæmt tillögu fulltrúa Miðflokksins í nefndinni og með stuðningi Karls Gauta Hjaltasonar Flokki fólksins í nefndinni sem síðar gekk ásamt Ólafi Ísleifssyni í Miðflokkinn. Jón var því kjörinn með stuðningi fulltrúa stjórnarflokkanna, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar buðu hins vegar að einhver þingmaður Miðflokksins sem ekki hefði verið á Klausturfundinum tæki við formennskunni eða að Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tæki tímabundið við formennskunni. Nú gætir óánægju innan þingliðs Vinstri grænna með hlut flokksins hvað varðar formennsku í nefndum. Vinstri græn og Framsóknarflokkur hafa formennsku í einni nefnd hvor flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn í þremur, eða fjórum ef tímabundin formennska Jóns Gunnarssonar í umhverfis- og samgöngunefnd er talin með. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir formennsku í nefndum vera í samræmi við samkomulag sem meiri- og minnihluti gerðu með sér eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Formennska í umhverfis- og samgöngunefnd hafi fallið í skaut minnihlutans. „Og auðvitað þetta ástand sem kom upp í fyrrahaust varð til þess að breytingar urðu á. Það er kannski minnihlutans að finna út úr því núna. Hvort þau geti leyst það. Ef það gerist ekki þarf bara að endurhugsa það. Þá kemur væntanlega að okkur eins og hinum í stjórnarmeirihlutanum. En ég geri nú bara fastlega ráð fyrir að minnihlutinn leysi þetta innan sinna raða,“ segir Bjarkey. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að sjónarmið Jóns Gunnarssonar og Vinstri grænna í umhverfis- og samgöngumálum fara ekki alltaf saman. En eðli málsins samkvæmt fara flest mál umhverfisráðherra fyrir nefndina. „Það liggur náttúrlega alveg fyrir að Jón deilir ekki sömu skoðunum og umhverfisráðherra. Hann hefur talað um það mjög opinskátt. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um að hann hafi tafið sérstaklega fyrir málum. Ég vil trúa því að við séum saman í þessari ríkisstjórn að leiða góð mál til lykta,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Útlit er fyrir að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins taki aftur við formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis en hann lét tímabundið af formennsku í febrúar vegna Klausturmálsins svokallaða. Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. Hefð hefur verið fyrir því í mörg undanfarin ár að stjórnarmeirihluti hverju sinni gefi eftir formennsku í einni til þremur nefndum þingsins til stjórnarandstöðuflokka. Eftir síðustu kosningar í október 2017 varð að samkomulagi að stjórnarandstaðan fengi formennsku í þremur nefndum; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem féll í hlut Samfylkingarinnar, velferðarnefnd sem Píratar fengu og umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Miðflokkurinn fékk formennsku. Eftir að Klausturmálið svokallaða kom upp sagði Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins tímabundið af sér formennsku. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar tók við formennskunni samkvæmt tillögu fulltrúa Miðflokksins í nefndinni og með stuðningi Karls Gauta Hjaltasonar Flokki fólksins í nefndinni sem síðar gekk ásamt Ólafi Ísleifssyni í Miðflokkinn. Jón var því kjörinn með stuðningi fulltrúa stjórnarflokkanna, Miðflokksins og Flokks fólksins. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar buðu hins vegar að einhver þingmaður Miðflokksins sem ekki hefði verið á Klausturfundinum tæki við formennskunni eða að Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tæki tímabundið við formennskunni. Nú gætir óánægju innan þingliðs Vinstri grænna með hlut flokksins hvað varðar formennsku í nefndum. Vinstri græn og Framsóknarflokkur hafa formennsku í einni nefnd hvor flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn í þremur, eða fjórum ef tímabundin formennska Jóns Gunnarssonar í umhverfis- og samgöngunefnd er talin með. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir formennsku í nefndum vera í samræmi við samkomulag sem meiri- og minnihluti gerðu með sér eftir myndun ríkisstjórnarinnar. Formennska í umhverfis- og samgöngunefnd hafi fallið í skaut minnihlutans. „Og auðvitað þetta ástand sem kom upp í fyrrahaust varð til þess að breytingar urðu á. Það er kannski minnihlutans að finna út úr því núna. Hvort þau geti leyst það. Ef það gerist ekki þarf bara að endurhugsa það. Þá kemur væntanlega að okkur eins og hinum í stjórnarmeirihlutanum. En ég geri nú bara fastlega ráð fyrir að minnihlutinn leysi þetta innan sinna raða,“ segir Bjarkey. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að sjónarmið Jóns Gunnarssonar og Vinstri grænna í umhverfis- og samgöngumálum fara ekki alltaf saman. En eðli málsins samkvæmt fara flest mál umhverfisráðherra fyrir nefndina. „Það liggur náttúrlega alveg fyrir að Jón deilir ekki sömu skoðunum og umhverfisráðherra. Hann hefur talað um það mjög opinskátt. Ég ætla ekki að fullyrða neitt um að hann hafi tafið sérstaklega fyrir málum. Ég vil trúa því að við séum saman í þessari ríkisstjórn að leiða góð mál til lykta,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15