„Við berum sjálf mesta ábyrgð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. september 2019 20:45 „Á Íslandi fær óvenjulega hátt hlutfall einstaklinga tækifæri, svigrúm, aðstöðu og stuðning til að þroska hæfileika sína til fulls. Ef hægt væri að reikna þetta hlutfall út værum við án nokkurs vafa með eitt það hæsta sem um getur.“ Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Þórdís vitnaði til taps íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Albaníu í gær en benti á að árangur Íslands sé engu að síður aðdáunarverður. „Albanía er um það bil átta sinnum fjölmennara land en Ísland. Hvernig má það vera að við séum í þeirri stöðu að vera svekkt yfir því að tapa fyrir átta sinnum fjölmennari þjóð?“ sagði Þórdís. Ástæðan væri ekki sú að Íslendingar séu svona góðir í fótbolta af náttúrunnar hendi heldur sú að á Íslandi sé hugað að hæfileikum hvers og eins. Það sé hlutverk stjórnmálamanna að sjá til þess að þjóðfélagið haldi áfram að vera með þeim hætti. Þá fagnaði Þórdís boðuðum tekjuskattslækkunum í fjárlagafrumvarpi sem eigi að skila rúmlega 120 þúsund krónum á ári í hækkun ráðstöfunartekna þeirra tekjulægstu að því er fram kom í máli ráðherra. „Við erum ekki bara að lækka skatta heldur líka að stórauka fjárfestingar í innviðum, meðal annars með stórsókn í vegamálum,“ nefndi Þórdís sem dæmi.Ísland verði í fararbroddi á heimsvísu Þá vék Þórdís máli sínu að átaki stjórnvalda í orkuskiptum sem meðal annars heyrir undir hennar ráðuneyti. „Þar erum við að taka stór skref til móts við framtíðina og tryggja að við verðum áfram í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að því að nýta vistvæna orku í stað jarðefnaeldsneytis. Það er jákvætt fyrir loftslagsmál heimsins,“ sagði Þórdís. Loks gerði Þórdís traust til Alþingis og stjórnmálamanna að umræðuefni. „Það er auðvitað óviðunandi að Alþingi sé á meðal þeirra stofnana samfélagsins sem almenningur treystir síst. Við þingmenn verðum auðvitað að líta í eigin barm hvað þetta varðar. Við berum sjálf mesta ábyrgð,“ sagði Þórdís. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
„Á Íslandi fær óvenjulega hátt hlutfall einstaklinga tækifæri, svigrúm, aðstöðu og stuðning til að þroska hæfileika sína til fulls. Ef hægt væri að reikna þetta hlutfall út værum við án nokkurs vafa með eitt það hæsta sem um getur.“ Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Þórdís vitnaði til taps íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Albaníu í gær en benti á að árangur Íslands sé engu að síður aðdáunarverður. „Albanía er um það bil átta sinnum fjölmennara land en Ísland. Hvernig má það vera að við séum í þeirri stöðu að vera svekkt yfir því að tapa fyrir átta sinnum fjölmennari þjóð?“ sagði Þórdís. Ástæðan væri ekki sú að Íslendingar séu svona góðir í fótbolta af náttúrunnar hendi heldur sú að á Íslandi sé hugað að hæfileikum hvers og eins. Það sé hlutverk stjórnmálamanna að sjá til þess að þjóðfélagið haldi áfram að vera með þeim hætti. Þá fagnaði Þórdís boðuðum tekjuskattslækkunum í fjárlagafrumvarpi sem eigi að skila rúmlega 120 þúsund krónum á ári í hækkun ráðstöfunartekna þeirra tekjulægstu að því er fram kom í máli ráðherra. „Við erum ekki bara að lækka skatta heldur líka að stórauka fjárfestingar í innviðum, meðal annars með stórsókn í vegamálum,“ nefndi Þórdís sem dæmi.Ísland verði í fararbroddi á heimsvísu Þá vék Þórdís máli sínu að átaki stjórnvalda í orkuskiptum sem meðal annars heyrir undir hennar ráðuneyti. „Þar erum við að taka stór skref til móts við framtíðina og tryggja að við verðum áfram í fararbroddi á heimsvísu þegar kemur að því að nýta vistvæna orku í stað jarðefnaeldsneytis. Það er jákvætt fyrir loftslagsmál heimsins,“ sagði Þórdís. Loks gerði Þórdís traust til Alþingis og stjórnmálamanna að umræðuefni. „Það er auðvitað óviðunandi að Alþingi sé á meðal þeirra stofnana samfélagsins sem almenningur treystir síst. Við þingmenn verðum auðvitað að líta í eigin barm hvað þetta varðar. Við berum sjálf mesta ábyrgð,“ sagði Þórdís.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira