Johnson neitar því að hafa logið að drottningunni Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2019 12:38 Deilt er um hvað Johnson gekk til þegar hann frestaði þingfundum í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu úr ESB. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafnar því að hann hafi logið að Elísabetu drottningu þegar hann lagði til við hana að fresta þingfundum í fimm vikur. Dómstóll á Skotlandi úrskurðaði að sú ákvörðun hefði verið ólögmæt og að Johnson hefði í reynt blekkt drottninguna. Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Johnson hefur verið sakaður um „valdarán“. Honum gangi það til að koma í veg fyrir að þingið geti komið í veg fyrir að hann dragi Breta úr ESB án útgöngusamnings. Undir það tók dómstóllinn á Skotlandi að hluta til í gær. Töldu þrír dómarar að fyrir Johnson hafi vakað að „múlbinda“ þingið á ólögmætan hátt. Hann hefði þannig í reynd blekkt drottninguna þegar hann gerði tillögu við hana að fresta þingi. Formlega séð er það drottnigin sem hefur vald til að fresta þingi en það gerir hún samkvæmt venju að ráði forsætisráðherra. Johnson vísaði til þess að það væri alvanalegt að ný ríkisstjórn frestaði þingi þegar hún tæki við og hún fengi tækifæri til að lýsa stefnu sinni við upphaf nýs þings. „Alls ekki,“ svaraði Johnson þegar hann var spurður að því hvort hann hefði logið að drottningunni um ástæður þess að fresta ætti þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hæstiréttur muni hafa lokaorðið um hvort ákvörðunin um frestun þingfunda hafi verið lögleg. Breskir stjórnmálamenn deila nú um skýrslu um neyðarráðstafanir stjórnvalda vegna Brexit sem birt var í gær. Í henni kemur fram að hætta sé á matvæla- og eldsneytisskorti gangi Bretland úr Evrópusambandinu án samnings í lok október. Johnson fullyrðir að Bretland verði tilbúið fyrir útgönguna án samnings ef þörf krefur. Skýrslan lýsi aðeins skynsamlegum undirbúningi og viðbúnaði við verstu mögulegu sviðsmynd. Bretland Brexit Tengdar fréttir Svört skýrsla um áhrif Brexit án samnings ekki lengur leyndarmál Fari svo að Bretar gangi út Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. 12. september 2019 07:02 Áfangasigri gegn Johnson fagnað Breska stjórnarandstaðan fagnar ákaflega niðurstöðu æðsta dómstóls Skotlands. Dómari úrskurðaði ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum ólöglega í dag. 11. september 2019 19:00 Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á frestunina strax. Hæstiréttur tekur málið fyrir í næstu viku. 11. september 2019 10:18 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafnar því að hann hafi logið að Elísabetu drottningu þegar hann lagði til við hana að fresta þingfundum í fimm vikur. Dómstóll á Skotlandi úrskurðaði að sú ákvörðun hefði verið ólögmæt og að Johnson hefði í reynt blekkt drottninguna. Ákvörðun Johnson um að fresta þingi í rúman mánuði í aðdraganda fyrirhugaðrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu 31. október hefur verið hitamál í breskum stjórnmálum undanfarna daga og vikur. Johnson hefur verið sakaður um „valdarán“. Honum gangi það til að koma í veg fyrir að þingið geti komið í veg fyrir að hann dragi Breta úr ESB án útgöngusamnings. Undir það tók dómstóllinn á Skotlandi að hluta til í gær. Töldu þrír dómarar að fyrir Johnson hafi vakað að „múlbinda“ þingið á ólögmætan hátt. Hann hefði þannig í reynd blekkt drottninguna þegar hann gerði tillögu við hana að fresta þingi. Formlega séð er það drottnigin sem hefur vald til að fresta þingi en það gerir hún samkvæmt venju að ráði forsætisráðherra. Johnson vísaði til þess að það væri alvanalegt að ný ríkisstjórn frestaði þingi þegar hún tæki við og hún fengi tækifæri til að lýsa stefnu sinni við upphaf nýs þings. „Alls ekki,“ svaraði Johnson þegar hann var spurður að því hvort hann hefði logið að drottningunni um ástæður þess að fresta ætti þingi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hæstiréttur muni hafa lokaorðið um hvort ákvörðunin um frestun þingfunda hafi verið lögleg. Breskir stjórnmálamenn deila nú um skýrslu um neyðarráðstafanir stjórnvalda vegna Brexit sem birt var í gær. Í henni kemur fram að hætta sé á matvæla- og eldsneytisskorti gangi Bretland úr Evrópusambandinu án samnings í lok október. Johnson fullyrðir að Bretland verði tilbúið fyrir útgönguna án samnings ef þörf krefur. Skýrslan lýsi aðeins skynsamlegum undirbúningi og viðbúnaði við verstu mögulegu sviðsmynd.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Svört skýrsla um áhrif Brexit án samnings ekki lengur leyndarmál Fari svo að Bretar gangi út Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. 12. september 2019 07:02 Áfangasigri gegn Johnson fagnað Breska stjórnarandstaðan fagnar ákaflega niðurstöðu æðsta dómstóls Skotlands. Dómari úrskurðaði ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum ólöglega í dag. 11. september 2019 19:00 Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á frestunina strax. Hæstiréttur tekur málið fyrir í næstu viku. 11. september 2019 10:18 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Svört skýrsla um áhrif Brexit án samnings ekki lengur leyndarmál Fari svo að Bretar gangi út Evrópusambandinu án samnings eins og stefnir í þann 31. október næstkomandi gæti matarverð hækkað, eldsneyti orðið dýrara og skortur á lyfjum gæti orðið viðvarandi um tíma. 12. september 2019 07:02
Áfangasigri gegn Johnson fagnað Breska stjórnarandstaðan fagnar ákaflega niðurstöðu æðsta dómstóls Skotlands. Dómari úrskurðaði ákvörðun ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum ólöglega í dag. 11. september 2019 19:00
Skoskur dómstóll telur frestun þingfunda ólöglega Úrskurðurinn hefur ekki áhrif á frestunina strax. Hæstiréttur tekur málið fyrir í næstu viku. 11. september 2019 10:18