Enn einn þingmaður genginn til liðs við Frjálslynda demókrata Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2019 21:39 Sam Gyimah er orðinn þingmaður Frjálslyndra Demókrata. Vísir/Getty Sam Gyimah, fyrrum þingmaður breska Íhaldsflokksins, gekk í dag til liðs við Frjálslynda demókrata. Hann er sjötti þingmaðurinn til þess að yfirgefa flokk sinn og ganga til liðs við Frjálslynda demókrata. Líkt og hinir hafði Gyimah vistaskipti vegna stefnu flokks síns í Brexit-málum. Gyimah var í 21 þingmanna hópi sem var rekinn úr þingflokki Íhaldsflokksins þegar þeir greiddu atkvæði með því að þingið tæki sér dagskrárvald fyrr í þessum mánuði, þvert gegn flokkslínu Íhaldsflokksins. Það gerðu þingmennirnir með það fyrir augum að koma í veg fyrir að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið án útgöngusamnings.Í frétt BBC um málið er haft eftir Gyimah að hann hafi verið gerður útlægur úr Íhaldsflokknum. „Þannig er Brexit. Það hefur sundrað fjölskyldum. Landið er klofið. Þetta er risastórt deilumál,“ sagði Gyimah. „Ég hef verið tengdur Íhaldsflokknum í tvo áratugi. Ég hef barist í nafni flokksins. Ég er með óvenjulegan bakgrunn og var ekki hinn dæmigerði nýliði í flokknum. Ég hef eytt löngum tíma í að sannfæra fólk um að taka Íhaldsflokkinn alvarlega. Það er sorglegt að ég skuli nú vera staddur á þessum krossgötum,“ er haft eftir Gyimah. Í desember síðastliðnum lét hinn 43 ára Gyimah af störfum sem ráðherra vísinda- og háskólamála í ríkisstjórn Theresu May, eftir ágreining um hvernig haga skyldi útgöngu Breta úr ESB. Hann var einnig um stutta stund meðal þeirra sem komu til greina til þess að taka við leiðtogaembætti May innan flokksins eftir að hún steig niður fyrr á þessu ári. Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Barnabarn Winstons Churchill og nokkrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins verða reknir úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði gegn forsætisráðherranum. 3. september 2019 23:01 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Sam Gyimah, fyrrum þingmaður breska Íhaldsflokksins, gekk í dag til liðs við Frjálslynda demókrata. Hann er sjötti þingmaðurinn til þess að yfirgefa flokk sinn og ganga til liðs við Frjálslynda demókrata. Líkt og hinir hafði Gyimah vistaskipti vegna stefnu flokks síns í Brexit-málum. Gyimah var í 21 þingmanna hópi sem var rekinn úr þingflokki Íhaldsflokksins þegar þeir greiddu atkvæði með því að þingið tæki sér dagskrárvald fyrr í þessum mánuði, þvert gegn flokkslínu Íhaldsflokksins. Það gerðu þingmennirnir með það fyrir augum að koma í veg fyrir að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið án útgöngusamnings.Í frétt BBC um málið er haft eftir Gyimah að hann hafi verið gerður útlægur úr Íhaldsflokknum. „Þannig er Brexit. Það hefur sundrað fjölskyldum. Landið er klofið. Þetta er risastórt deilumál,“ sagði Gyimah. „Ég hef verið tengdur Íhaldsflokknum í tvo áratugi. Ég hef barist í nafni flokksins. Ég er með óvenjulegan bakgrunn og var ekki hinn dæmigerði nýliði í flokknum. Ég hef eytt löngum tíma í að sannfæra fólk um að taka Íhaldsflokkinn alvarlega. Það er sorglegt að ég skuli nú vera staddur á þessum krossgötum,“ er haft eftir Gyimah. Í desember síðastliðnum lét hinn 43 ára Gyimah af störfum sem ráðherra vísinda- og háskólamála í ríkisstjórn Theresu May, eftir ágreining um hvernig haga skyldi útgöngu Breta úr ESB. Hann var einnig um stutta stund meðal þeirra sem komu til greina til þess að taka við leiðtogaembætti May innan flokksins eftir að hún steig niður fyrr á þessu ári.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53 Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Barnabarn Winstons Churchill og nokkrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins verða reknir úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði gegn forsætisráðherranum. 3. september 2019 23:01 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. 3. september 2019 16:53
Uppreisnarmenn reknir úr þingflokki Íhaldsflokksins Barnabarn Winstons Churchill og nokkrir fyrrverandi ráðherrar Íhaldsflokksins verða reknir úr þingflokknum fyrir að greiða atkvæði gegn forsætisráðherranum. 3. september 2019 23:01