Siðanefnd hafi „dæmt sig úr leik” með úrskurði sínum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. september 2019 12:10 Þórhildur Sunna Ævarsdótir, þingmaður Pírata og nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum. Hún vill leggja áherslu á mannréttindavernd og segir málefni ríkislögreglustjóra og löggæslu í landinu líklega verða tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. Þórhildur Sunna sem er þingmaður Pírata var í morgun kjörin formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hefur hún þannig tekið við formennsku af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem gegndi formennsku í nefndinni fyrstu tvö ár kjörtímabilsins. Kveðst hún í formennsku sinni efla aðkomu nefndarinnar að því að styrkja mannréttindavernd á Íslandi. „Ég tel að það sé eitt af meginhlutverkum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem að hafa kannski ekki verið tekin alveg nógu föstum tökum, eða nógu skipulega. Það kemur kannski frekar upp af og til einhver atvik sem að nefndin þarf að skoða í staðinn fyrir að hafa þetta sem svona vinnureglu að fylgjast með hvernig mannréttindavernd er háttað á Íslandi,” segir Þórhildur Sunna. Þá komi vel til greina að málefni ríkislögreglustjóra verði tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu séð töluvert umrót í lögreglunni og töluvert innanmein, ef svo má að orði komast, birtast okkur undanfarið og það er eitthvað sem að mér finnst alveg fullt tilefni til að skoða hvort eigi heima hjá okkur,” segir Þórhildur Sunna. Næstu skref í þeim efnum verði líkindum ákveðin í samráði við nefndina í framhaldi af fundi dómsmálaráðherra með ríkislögreglustjóra sem hófst laust fyrir hádegi í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Forsætisnefnd Alþingis staðfesti í sumar niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna hafi brotið siðareglur þingmanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Umrædd ummæli lét hún falla í Silfrinu á Rúv í fyrra þar sem hún sagði að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann þáði frá þinginu vegna aksturskostnaðar. „Mér finnst reyndar að siðanefnd hafi dæmt sig töluvert úr leik með þessum úrskurði sínum. Þarna ákveður hún að þingmaður sem að nýtir sitt stjórnarskrárbundna tjáningarfrelsi hafi með því brotið siðareglur. Það er eitthvað sem að ég er algjörlega ósammála,” segir Þórhildur Sunna. Hún telji ekki að niðurstaða nefndarinnar um að hún hafi gerst brotleg við siðareglur eigi að koma í veg fyrir formennsku hennar í nefndinni. Alþingi Lögreglan Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, nýr formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, telur ekkert athugavert við það að hún gegni formennsku í nefndinni þrátt fyrir að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum. Hún vill leggja áherslu á mannréttindavernd og segir málefni ríkislögreglustjóra og löggæslu í landinu líklega verða tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. Þórhildur Sunna sem er þingmaður Pírata var í morgun kjörin formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og hefur hún þannig tekið við formennsku af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem gegndi formennsku í nefndinni fyrstu tvö ár kjörtímabilsins. Kveðst hún í formennsku sinni efla aðkomu nefndarinnar að því að styrkja mannréttindavernd á Íslandi. „Ég tel að það sé eitt af meginhlutverkum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem að hafa kannski ekki verið tekin alveg nógu föstum tökum, eða nógu skipulega. Það kemur kannski frekar upp af og til einhver atvik sem að nefndin þarf að skoða í staðinn fyrir að hafa þetta sem svona vinnureglu að fylgjast með hvernig mannréttindavernd er háttað á Íslandi,” segir Þórhildur Sunna. Þá komi vel til greina að málefni ríkislögreglustjóra verði tekin fyrir á vettvangi nefndarinnar. „Við höfum að sjálfsögðu séð töluvert umrót í lögreglunni og töluvert innanmein, ef svo má að orði komast, birtast okkur undanfarið og það er eitthvað sem að mér finnst alveg fullt tilefni til að skoða hvort eigi heima hjá okkur,” segir Þórhildur Sunna. Næstu skref í þeim efnum verði líkindum ákveðin í samráði við nefndina í framhaldi af fundi dómsmálaráðherra með ríkislögreglustjóra sem hófst laust fyrir hádegi í dag.Sjá einnig: Ríkislögreglustjóri mætti við þriðja mann á leigubíl Forsætisnefnd Alþingis staðfesti í sumar niðurstöður siðanefndar þingsins þess efnis að Þórhildur Sunna hafi brotið siðareglur þingmanna með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Umrædd ummæli lét hún falla í Silfrinu á Rúv í fyrra þar sem hún sagði að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur hefði dregið sér fé í tengslum við endurgreiðslur sem hann þáði frá þinginu vegna aksturskostnaðar. „Mér finnst reyndar að siðanefnd hafi dæmt sig töluvert úr leik með þessum úrskurði sínum. Þarna ákveður hún að þingmaður sem að nýtir sitt stjórnarskrárbundna tjáningarfrelsi hafi með því brotið siðareglur. Það er eitthvað sem að ég er algjörlega ósammála,” segir Þórhildur Sunna. Hún telji ekki að niðurstaða nefndarinnar um að hún hafi gerst brotleg við siðareglur eigi að koma í veg fyrir formennsku hennar í nefndinni.
Alþingi Lögreglan Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira