Mesti samdráttur í utanlandsferðum Íslendinga í áratug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2019 15:33 Hagsjáin dregur þá ályktun að brotfall WOW hafi sín áhrif. Vísir/Vilhelm Brottfarir Íslendinga um Leifsstöð voru í ágústmánuði 14% færri en á sama tíma fyrir ári. Þetta er mesti samdráttur sem hefur sést á flugferðum Íslendinga í ágústmánuði síðan 2009. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Yfir sumarmánuðina voru utanlandsferðir Íslendinga samtals 10% færri en í fyrra sem er mesti árlegi samdráttur yfir sumarmánuði síðan 2009. Ferðamálastofa gerði könnun í upphafi árs þar sem landsmenn voru spurðir um ferðaáform ársins. Þá töldu 53% Íslendinga líkur á borgarferð erlendis á árinu og 44% hugðust fara í sólarlandaferð. Marktækt fleiri sögðust ætla í sólarlandaferð í ár en á árunum 2011-2018. „Það má fastlega gera ráð fyrir að þau áform hafi breyst í kjölfar gjaldþrots WOW air. Einnig spilar inn í að sumarið á suðvesturhorni landsins var einstaklega sólríkt og gott og því kannski minni þörf á sólarlandaferð en ella,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Velta innlendra greiðslukorta dróst saman um 1,1% að raunvirði milli ára í ágúst og er þetta mesti samdráttur síðan í júní 2013. Samdráttur mældist bæði í verslunum hér á landi og erlendis. Í ágúst mældist samdráttur upp á 0,3% milli ára í verslunum hér á landi miðað við fast verðlag og 4,4% erlendis miðað við fast gengi. Til samanburðar var vöxturinn 17% erlendis og 5% í verslunum hér á landi í ágúst í fyrra. Það er því útlit fyrir að breyting hafi orðið á neyslu Íslendinga í ljósi færri utanlandsferða. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Sjá meira
Brottfarir Íslendinga um Leifsstöð voru í ágústmánuði 14% færri en á sama tíma fyrir ári. Þetta er mesti samdráttur sem hefur sést á flugferðum Íslendinga í ágústmánuði síðan 2009. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Yfir sumarmánuðina voru utanlandsferðir Íslendinga samtals 10% færri en í fyrra sem er mesti árlegi samdráttur yfir sumarmánuði síðan 2009. Ferðamálastofa gerði könnun í upphafi árs þar sem landsmenn voru spurðir um ferðaáform ársins. Þá töldu 53% Íslendinga líkur á borgarferð erlendis á árinu og 44% hugðust fara í sólarlandaferð. Marktækt fleiri sögðust ætla í sólarlandaferð í ár en á árunum 2011-2018. „Það má fastlega gera ráð fyrir að þau áform hafi breyst í kjölfar gjaldþrots WOW air. Einnig spilar inn í að sumarið á suðvesturhorni landsins var einstaklega sólríkt og gott og því kannski minni þörf á sólarlandaferð en ella,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Velta innlendra greiðslukorta dróst saman um 1,1% að raunvirði milli ára í ágúst og er þetta mesti samdráttur síðan í júní 2013. Samdráttur mældist bæði í verslunum hér á landi og erlendis. Í ágúst mældist samdráttur upp á 0,3% milli ára í verslunum hér á landi miðað við fast verðlag og 4,4% erlendis miðað við fast gengi. Til samanburðar var vöxturinn 17% erlendis og 5% í verslunum hér á landi í ágúst í fyrra. Það er því útlit fyrir að breyting hafi orðið á neyslu Íslendinga í ljósi færri utanlandsferða.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Sjá meira