Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2019 09:16 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Samskipti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við annan þjóðarleiðtoga leiddu til þess að starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram formlega „uppljóstrarakvörtun“ til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Það gerði hann vegna loforðs sem Trump á að hafa gefið þessum tiltekna þjóðarleiðtoga, samkvæmt Washington Post.Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþings. Það hefur hins vegar ekki gerst og Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, neitar að upplýsa leyniþjónustunefnd þingsins um málið og hefur hann verið sakaður um að hylma yfir með forsetanum. Búist er við því að deilurnar aukist í dag þegar Atkinson fer á fund nefndarinnar en Maguire mun gera það í næstu viku.Ræddi við fimm þjóðarleiðtoga Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst síðastliðinn. Á undanförnum vikum hafði Trump verið í samskiptum við fimm þjóðarleiðtoga. Þeir voru forsætisráðherrar Pakistan og Hollands, emír Katar, Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Tveimur vikum eftir að kvörtunin barst, sendi Atkinson skýrslu til Maguire. Samkvæmt lögum er honum skilyrt að upplýsa þingið um kvörtunina innan sjö daga. Það gerði hann ekki og segir Maguire að sú ákvörðun hafi verið tekin eftir að hann ræddi við starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins. Atkinson virðist hins vegar hafa farið fram hjá Maguire og sagði hann formönnum leyniþjónustanefnda fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar frá tilvist kvörtunarinnar í byrjun september, án þess þó að segja um hvað hún snerist. Aðrir fjölmiðlar ytra hafa fengið sömu upplýsingar og Washington Post en Hvíta húsið og Maguire hafa ekki viljað tjá sig um málið.Ótækt að framkvæmdavaldið sé með málið á sínum höndum Í bréfi til Schiff, sem blaðamenn CNN hafa komið höndum yfir, sagði Maguire að kvörtunin sneri ekki að aðila innan leyniþjónustusamfélagsins, heldur að aðilum innan framkvæmdavaldsins. Því sé málið ekki nægilega mikilvægt til að upplýsa þingið um hvað það snýst. Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins og formaður nefndarinnar, sagði í gær að Atkinson hefði metið áðurnefnda kvörtun trúverðuga og málið væri áríðandi. Þá sagði hann nefndina leggja mikla áherslu á verndun uppljóstrara og uppljóstranir þeirra til þingsins. Þá segir þingmaðurinn að Maguire hafi farið út fyrir valdsvið sitt með því að ræða við Dómsmálaráðuneytið um málið. Það sé ótækt að aðilar innan framkvæmdavaldsins fjalli um kvörtun sem snúi að aðilum innan framkvæmdavaldsins. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Robert O'Brien var sérstakur sendifulltrúi forsetaembættisins í gíslatökumálum. 18. september 2019 13:43 Nýjar þvinganir og nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti hefur skipað Robert O'Brien nýjan þjóðaröryggisráðgjafa. 18. september 2019 21:00 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Samskipti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við annan þjóðarleiðtoga leiddu til þess að starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram formlega „uppljóstrarakvörtun“ til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Það gerði hann vegna loforðs sem Trump á að hafa gefið þessum tiltekna þjóðarleiðtoga, samkvæmt Washington Post.Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþings. Það hefur hins vegar ekki gerst og Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, neitar að upplýsa leyniþjónustunefnd þingsins um málið og hefur hann verið sakaður um að hylma yfir með forsetanum. Búist er við því að deilurnar aukist í dag þegar Atkinson fer á fund nefndarinnar en Maguire mun gera það í næstu viku.Ræddi við fimm þjóðarleiðtoga Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst síðastliðinn. Á undanförnum vikum hafði Trump verið í samskiptum við fimm þjóðarleiðtoga. Þeir voru forsætisráðherrar Pakistan og Hollands, emír Katar, Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Tveimur vikum eftir að kvörtunin barst, sendi Atkinson skýrslu til Maguire. Samkvæmt lögum er honum skilyrt að upplýsa þingið um kvörtunina innan sjö daga. Það gerði hann ekki og segir Maguire að sú ákvörðun hafi verið tekin eftir að hann ræddi við starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins. Atkinson virðist hins vegar hafa farið fram hjá Maguire og sagði hann formönnum leyniþjónustanefnda fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar frá tilvist kvörtunarinnar í byrjun september, án þess þó að segja um hvað hún snerist. Aðrir fjölmiðlar ytra hafa fengið sömu upplýsingar og Washington Post en Hvíta húsið og Maguire hafa ekki viljað tjá sig um málið.Ótækt að framkvæmdavaldið sé með málið á sínum höndum Í bréfi til Schiff, sem blaðamenn CNN hafa komið höndum yfir, sagði Maguire að kvörtunin sneri ekki að aðila innan leyniþjónustusamfélagsins, heldur að aðilum innan framkvæmdavaldsins. Því sé málið ekki nægilega mikilvægt til að upplýsa þingið um hvað það snýst. Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins og formaður nefndarinnar, sagði í gær að Atkinson hefði metið áðurnefnda kvörtun trúverðuga og málið væri áríðandi. Þá sagði hann nefndina leggja mikla áherslu á verndun uppljóstrara og uppljóstranir þeirra til þingsins. Þá segir þingmaðurinn að Maguire hafi farið út fyrir valdsvið sitt með því að ræða við Dómsmálaráðuneytið um málið. Það sé ótækt að aðilar innan framkvæmdavaldsins fjalli um kvörtun sem snúi að aðilum innan framkvæmdavaldsins.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Robert O'Brien var sérstakur sendifulltrúi forsetaembættisins í gíslatökumálum. 18. september 2019 13:43 Nýjar þvinganir og nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti hefur skipað Robert O'Brien nýjan þjóðaröryggisráðgjafa. 18. september 2019 21:00 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Robert O'Brien var sérstakur sendifulltrúi forsetaembættisins í gíslatökumálum. 18. september 2019 13:43
Nýjar þvinganir og nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti hefur skipað Robert O'Brien nýjan þjóðaröryggisráðgjafa. 18. september 2019 21:00
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00