Foreldrar fórnarlamba í Sandy Hook vara við nýju skólaári með magnþrungnu myndbandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2019 09:46 Þessi stúlka segir ný skæri nauðsynleg. Foreldrar barna sem voru skotin til bana í Sandy Hook árið 2012 hafa birt magnþrungið myndband til að vara fólk við því að nýtt skólaár feli í sér fleiri skotárásir í skólum. Myndbandið ber heitið; „Nauðsynlegir hlutir fyrir nýtt skólaár“, lauslega þýtt, og byrjar á glöðum börnum sem sýna nýja hluti sem þau fengu fyrir skólaárið. Myndbandið tekur þó fljótt aðra stefnu eftir að drengur setur á sig ný heyrnartól og heyrir ekki skothljóð og tekur ekki eftir að hin börnin taka til fóta. Næstu börn sem myndbandið sýnir eru á flótta undan skothríð og í senn segja frá nýju hlutunum þeirra. Það endar svo á stúlku í felum inn á klósetti senda móður sinni skilaboðin: „Ég elska þig“. Svo lítur hún grátandi í myndavélina og segist loksins hafa fengið eigin síma svo hún gæti verið í samskiptum við móður sína. Myndbandið endar á því að einhver gengur inn á klósettið og gengur nær stúlkunni. Eins og áður segir er myndbandið gert af foreldrum barna sem myrt voru í Sandy Hook skólanum. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Breska ríkisútvarpið vísar til tölfræði Gun Violence Archive sem segir 302 skotárásir, þar sem fjórir eða fleiri verða fyrir skotum, að árásarmanni ótöldum, hafi átt sér stað í Bandaríkjunum á þessu ári. 263 dagar eru liðnir af árinu. Í samtali við Guardian segir Mark Barden, einn stofnanda Sandy Hook Promise og foreldri hins sjö ára gamla Daniel, sem lést í Sandy Hook, að með myndbandinu vilji foreldrarnir hvetja Bandaríkjamenn til aðgerða vegna skotárása. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Foreldrar barna sem voru skotin til bana í Sandy Hook árið 2012 hafa birt magnþrungið myndband til að vara fólk við því að nýtt skólaár feli í sér fleiri skotárásir í skólum. Myndbandið ber heitið; „Nauðsynlegir hlutir fyrir nýtt skólaár“, lauslega þýtt, og byrjar á glöðum börnum sem sýna nýja hluti sem þau fengu fyrir skólaárið. Myndbandið tekur þó fljótt aðra stefnu eftir að drengur setur á sig ný heyrnartól og heyrir ekki skothljóð og tekur ekki eftir að hin börnin taka til fóta. Næstu börn sem myndbandið sýnir eru á flótta undan skothríð og í senn segja frá nýju hlutunum þeirra. Það endar svo á stúlku í felum inn á klósetti senda móður sinni skilaboðin: „Ég elska þig“. Svo lítur hún grátandi í myndavélina og segist loksins hafa fengið eigin síma svo hún gæti verið í samskiptum við móður sína. Myndbandið endar á því að einhver gengur inn á klósettið og gengur nær stúlkunni. Eins og áður segir er myndbandið gert af foreldrum barna sem myrt voru í Sandy Hook skólanum. Þann 19. september árið 2012 voru tuttugu börn á aldrinum fimm til tíu ára skotin til bana auk sex starfsmanna skólans. Breska ríkisútvarpið vísar til tölfræði Gun Violence Archive sem segir 302 skotárásir, þar sem fjórir eða fleiri verða fyrir skotum, að árásarmanni ótöldum, hafi átt sér stað í Bandaríkjunum á þessu ári. 263 dagar eru liðnir af árinu. Í samtali við Guardian segir Mark Barden, einn stofnanda Sandy Hook Promise og foreldri hins sjö ára gamla Daniel, sem lést í Sandy Hook, að með myndbandinu vilji foreldrarnir hvetja Bandaríkjamenn til aðgerða vegna skotárása.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira