Komi ekki til opinberra styrkja verði innanlandsflug skert Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2019 14:43 Gert er ráð fyrir að innanlandsflug til Egilsstaða og Ísafjarðar dragist saman um 10 til 15 prósent í vetur Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að innanlandsflug til Egilsstaða og Ísafjarðar dragist saman um 10 til 15 prósent í vetur að sögn forstjóra Air Icelandair Connect. Hann segir að hið opinbera verði að koma að rekstri innanlandsflugs. Eigi ekki að skerða þjónustu og tíðni í innanlandsflugi verulega. Samdráttur hefur verið í innanlandsflugi á þessu ári. Farþegum á Reykjavíkurflugvelli á fyrstu sjö mánuði ársins fækkaði um 12,4 prósent. Á Egilsstaðaflugvelli nam fækkunin 14 prósentum, á Akureyrarflugvelli 6,4 prósentum og 19,6 prósentum á öðrum flugvöllum utan Keflavíkur. Árni Gunnarsson framkvæmdarstjóri Air Iceland Connect var á Sprengisandi í morgun. „Það eru óvenju miklar sveiflur í þessum rekstri á þessu ári þannig er samdrátturinn á þessu ári meiri en við höfum séð á undanförnum árum,“ segir framkvæmdastjórinn. Árni segir að samdrátturinn nú tengist beint afkomunni á landsbyggðinni.„Við höfum í rekstrinum verið að reyna að halda úti áætlun sem er umfangsmeiri en markaðurinn gerir tilefni til. Höfum ekki náð að halda í þessa fækkun.“Hann týnir til ýmsar leiðir til að gera rekstrargrundvöll innanlandsflugs betri. „Það væri hægt að fullfjármagna rekstur Isavia á innanlandsflugvöllunum. Við borgum lendingargjöld, farþegagjöld, og flugleiðsögugjöld sem er um 10%-15% af hverjum farmiða af verðinu.“ Þá bendir hann á að hið opinbera gæti ákveðið að styrkja innanlandsflug til ákveðinn áfangastaða. Loks sé hægt að fara hina svokölluðu skosku leið þar sem íbúar á landsbyggðinni eru styrktir til að fljúga innanlands. Alvarleg staða blasi við verði ekkert gert. „Þróunin getur orðið þannig að það getir orðið mjög skert tíðni og þjónusta ef við höldum áfram á þessari leið sem við erum núna, nema eitthvað komi inn í ef ekkert verður að gert sjáum við fram á verulega skerta þjónustu,“ sagði Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Byggðamál Fréttir af flugi Sprengisandur Tengdar fréttir Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. 1. september 2019 13:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir að innanlandsflug til Egilsstaða og Ísafjarðar dragist saman um 10 til 15 prósent í vetur að sögn forstjóra Air Icelandair Connect. Hann segir að hið opinbera verði að koma að rekstri innanlandsflugs. Eigi ekki að skerða þjónustu og tíðni í innanlandsflugi verulega. Samdráttur hefur verið í innanlandsflugi á þessu ári. Farþegum á Reykjavíkurflugvelli á fyrstu sjö mánuði ársins fækkaði um 12,4 prósent. Á Egilsstaðaflugvelli nam fækkunin 14 prósentum, á Akureyrarflugvelli 6,4 prósentum og 19,6 prósentum á öðrum flugvöllum utan Keflavíkur. Árni Gunnarsson framkvæmdarstjóri Air Iceland Connect var á Sprengisandi í morgun. „Það eru óvenju miklar sveiflur í þessum rekstri á þessu ári þannig er samdrátturinn á þessu ári meiri en við höfum séð á undanförnum árum,“ segir framkvæmdastjórinn. Árni segir að samdrátturinn nú tengist beint afkomunni á landsbyggðinni.„Við höfum í rekstrinum verið að reyna að halda úti áætlun sem er umfangsmeiri en markaðurinn gerir tilefni til. Höfum ekki náð að halda í þessa fækkun.“Hann týnir til ýmsar leiðir til að gera rekstrargrundvöll innanlandsflugs betri. „Það væri hægt að fullfjármagna rekstur Isavia á innanlandsflugvöllunum. Við borgum lendingargjöld, farþegagjöld, og flugleiðsögugjöld sem er um 10%-15% af hverjum farmiða af verðinu.“ Þá bendir hann á að hið opinbera gæti ákveðið að styrkja innanlandsflug til ákveðinn áfangastaða. Loks sé hægt að fara hina svokölluðu skosku leið þar sem íbúar á landsbyggðinni eru styrktir til að fljúga innanlands. Alvarleg staða blasi við verði ekkert gert. „Þróunin getur orðið þannig að það getir orðið mjög skert tíðni og þjónusta ef við höldum áfram á þessari leið sem við erum núna, nema eitthvað komi inn í ef ekkert verður að gert sjáum við fram á verulega skerta þjónustu,“ sagði Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Byggðamál Fréttir af flugi Sprengisandur Tengdar fréttir Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. 1. september 2019 13:33 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. 1. september 2019 13:33