Nýsköpun á niðurleið eftir aukningu eftirhrunsáranna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. september 2019 07:15 Magnús Þór Torfason, lektor við Háskóla Íslands, stóð að rannsókninni auk Wesley Sine. Fréttablaðið/Vilhelm Hlutfallsleg aukning varð í nýsköpun á Íslandi á árunum eftir bankahrunið 2008. Síðan 2014 hefur hlutfallið hins vegar lækkað. Þetta kemur fram í rannsókn sem Magnús Þór Torfason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Wesley Sine, prófessor við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, vinna nú að út frá gögnum frá Hagstofunni. Í aðdraganda hrunsins réðu bankarnir mikið af nýútskrifuðu fólki úr ýmsum geirum. „Það er aðlaðandi fyrir fólk að fara inn í geira þar sem er þensla og mikil eftirspurn eftir fólki,“ segir Magnús. Samkeppni ríkti um starfsfólk, ungt fólk sem var að velta framtíðinni fyrir sér og hefði annars verið líklegt til að stofna eitthvað nýtt. Rannsóknin sýnir greinilega hlutfallslega fjölgun fyrirtækja í vísindum, tækni, ferðaþjónustu og fleiri nýsköpunartengdum greinum eftir hrunið þegar fólki fækkaði í bönkunum. Magnús segir að það séu engar róttækar hugmyndir að baki rannsókninni. „Rannsóknir hafa verið gerðar á því þegar hugbúnaðarfyrirtækið Oz hætti starfsemi. Þar inni var mikið af hæfileikaríku fólki sem stofnaði ný fyrirtæki, eins og til dæmis CCP,“ segir Magnús. „Líklega á það sama við um leikjafyrirtækið Plain Vanilla. Starfsfólkið þar hvarf ekki þegar fyrirtækið hvarf af sjónarsviðinu. Þetta er í anda kenningar hagfræðingsins Joseph Schumpeter um skapandi eyðileggingu. Að mikilvægt væri að fyrirtæki færu stundum á hausinn til að rýma fyrir öðrum.“ Í hruninu gerðist þetta á mun stærri skala. Nú er stefnan hjá Magnúsi og Wesley að komast að því hvort aukning í nýsköpun megi rekja til þeirra sem störfuðu í fjármálageiranum fyrir hrun. Áætlað er að niðurstöðurnar birtist á þessu ári. Wesley hefur áður rannsakað tengsl nýsköpunar og hagsveiflu erlendis. Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar liggja fyrir munu þær verða skoðaðar í samhengi við útlönd. Magnús segir hrunið hér á Íslandi vera mjög skýrt og afmarkað, kreppa sem drifin var á einum geira sem krafðist fjölda af menntuðu fólki. Lækkunin síðan 2014 vekur athygli í ljósi ferðamannasprengjunnar sem orðið hefur. Magnús segir að aukin umsvif séu ekki ávísun á aukna nýsköpun. „Við eigum eftir að skoða betur af hverju þessi lækkun er tilkomin,“ segir hann. „Það er hægt að ímynda sér að lækkunin sé vegna þess að þensla eykst í hagkerfinu á ný og að hlutfallið sé aftur að færast í eðlilegt ástand. Fólk er einnig að keyra áfram fyrirtæki sem voru stofnuð fyrr frekar en að stofna ný fyrirtæki.“ Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
Hlutfallsleg aukning varð í nýsköpun á Íslandi á árunum eftir bankahrunið 2008. Síðan 2014 hefur hlutfallið hins vegar lækkað. Þetta kemur fram í rannsókn sem Magnús Þór Torfason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Wesley Sine, prófessor við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, vinna nú að út frá gögnum frá Hagstofunni. Í aðdraganda hrunsins réðu bankarnir mikið af nýútskrifuðu fólki úr ýmsum geirum. „Það er aðlaðandi fyrir fólk að fara inn í geira þar sem er þensla og mikil eftirspurn eftir fólki,“ segir Magnús. Samkeppni ríkti um starfsfólk, ungt fólk sem var að velta framtíðinni fyrir sér og hefði annars verið líklegt til að stofna eitthvað nýtt. Rannsóknin sýnir greinilega hlutfallslega fjölgun fyrirtækja í vísindum, tækni, ferðaþjónustu og fleiri nýsköpunartengdum greinum eftir hrunið þegar fólki fækkaði í bönkunum. Magnús segir að það séu engar róttækar hugmyndir að baki rannsókninni. „Rannsóknir hafa verið gerðar á því þegar hugbúnaðarfyrirtækið Oz hætti starfsemi. Þar inni var mikið af hæfileikaríku fólki sem stofnaði ný fyrirtæki, eins og til dæmis CCP,“ segir Magnús. „Líklega á það sama við um leikjafyrirtækið Plain Vanilla. Starfsfólkið þar hvarf ekki þegar fyrirtækið hvarf af sjónarsviðinu. Þetta er í anda kenningar hagfræðingsins Joseph Schumpeter um skapandi eyðileggingu. Að mikilvægt væri að fyrirtæki færu stundum á hausinn til að rýma fyrir öðrum.“ Í hruninu gerðist þetta á mun stærri skala. Nú er stefnan hjá Magnúsi og Wesley að komast að því hvort aukning í nýsköpun megi rekja til þeirra sem störfuðu í fjármálageiranum fyrir hrun. Áætlað er að niðurstöðurnar birtist á þessu ári. Wesley hefur áður rannsakað tengsl nýsköpunar og hagsveiflu erlendis. Þegar niðurstöður þessarar rannsóknar liggja fyrir munu þær verða skoðaðar í samhengi við útlönd. Magnús segir hrunið hér á Íslandi vera mjög skýrt og afmarkað, kreppa sem drifin var á einum geira sem krafðist fjölda af menntuðu fólki. Lækkunin síðan 2014 vekur athygli í ljósi ferðamannasprengjunnar sem orðið hefur. Magnús segir að aukin umsvif séu ekki ávísun á aukna nýsköpun. „Við eigum eftir að skoða betur af hverju þessi lækkun er tilkomin,“ segir hann. „Það er hægt að ímynda sér að lækkunin sé vegna þess að þensla eykst í hagkerfinu á ný og að hlutfallið sé aftur að færast í eðlilegt ástand. Fólk er einnig að keyra áfram fyrirtæki sem voru stofnuð fyrr frekar en að stofna ný fyrirtæki.“
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira