Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2019 15:06 Það er ekki ofsögum sagt að Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands, standi í ströngu þessa dagana. vísir/getty Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. Skömmu síðar sendi hann frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði yfirgefið Íhaldsflokkinn og gengið til liðs við Frjálslynda demókrata. Í yfirlýsingunni sagði hann ríkisstjórn Boris Johnson beita siðlausum aðferðum til að knýja fram Brexit sem yrði skaðlegt þjóðinni.As Johnson talked Tory MP Philip Lee stood up and walked across the floor of the Commons and sat down with the Lib Dems (top right). pic.twitter.com/cRLh6FRejT — Ian Dunt (@IanDunt) September 3, 2019Here you go: Tory MP Philip Lee literally crosses the floor, follows Lib Dem chief whip Alistair Carmichael and new MP Jane Dodds onto the LD benches, takes a seat next to party leader Jo Swinson pic.twitter.com/VbRPG3CTTB — Alex Partridge (@alexpartridge87) September 3, 2019 Íhaldsflokkurinn náði ekki hreinum meirihluta á þinginu í kosningunum 2017 en gerði samkomulag við Lýðræðislega sambandsflokkinn á Norður-Írlandi sem hefur varið stjórnina vantrausti. Sá meirihluti stóð og féll með einum manni, sem í dag reyndist vera fyrrnefndur Lee.Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu Sky News.Ekki aðeins ævareið stjórnarandstaða heldur einnig ósáttir Íhaldsmenn Það hefur allt verið á suðupunkti í breskum stjórnmálum undanfarna daga. Ballið byrjaði þegar Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, lýsti því yfir í liðinni viku að hann ætlaði að fresta þinginu í næstu viku og ekki kalla það saman í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Brexit verður að óbreyttu þann 31. október næstkomandi. Johnson hefur sagt að hann vilji ganga úr sambandinu þann dag, þrátt fyrir að ekki verði kominn samningur við ESB fyrir þann tíma. Áður en Johnson ákvað að fresta þingi í aðdraganda Brexit gerðu þingmenn ráð fyrir því að tími gæfist til að leggja fram og ræða frumvarp sem koma á í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Þingfrestun setti hins vegar þessi áform í uppnám og gerði ekki aðeins stjórnarandstöðuna ævareiða heldur einnig tiltekna þingmenn Íhaldsflokksins. „Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum“ Þar á meðal er Lee sem gekk úr flokknum í dag. Í yfirlýsingu sinni vegna úrsagnarinnar segir hann að flokkurinn sem hann gekk í árið 1992 sé ekki sami flokkur og hann yfirgefi í dag. Lee segir að ríkisstjórn Boris Johnson beiti siðlausum aðferðum til þess að knýja fram Brexit sem muni valda þjóðinni skaða. „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða að ástæðulausu og stefnir heilindum Bretlands í hættu að tilefnislausu. Þar að auki grefur ríkisstjórnin undan efnahag landsins, lýðræði þess og hlutverki þess í alþjóðasamfélaginu. Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum af ígrunduðum ásetningi. Þess vegna geng ég til liðs við Jo Swinson og Frjálslynda demókrata í dag,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Lee.Reyna að koma í veg fyrir útgöngu án samnings Þeir þingmenn sem eru andsnúnir því að Bretland gangi úr ESB án samnings ætla að reyna allt til þess að koma í veg fyrir að það gerist. Þrátt fyrir þingfrestunina hafa þeir lagt fram frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu án samnings. Í tengslum við það munu þingmennirnir óska eftir því við John Bercow, forseta þingsins, að í dag fari fram neyðarumræður um Brexit. Fastlega er búist við því að Bercow leyfi slíkar umræður en að þeim loknum munu þingmennirnir greiða atkvæði um það hvort frumvarp um að fresta útgöngu verði tekið fyrir á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. Skömmu síðar sendi hann frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem hann greindi frá því að hann hefði yfirgefið Íhaldsflokkinn og gengið til liðs við Frjálslynda demókrata. Í yfirlýsingunni sagði hann ríkisstjórn Boris Johnson beita siðlausum aðferðum til að knýja fram Brexit sem yrði skaðlegt þjóðinni.As Johnson talked Tory MP Philip Lee stood up and walked across the floor of the Commons and sat down with the Lib Dems (top right). pic.twitter.com/cRLh6FRejT — Ian Dunt (@IanDunt) September 3, 2019Here you go: Tory MP Philip Lee literally crosses the floor, follows Lib Dem chief whip Alistair Carmichael and new MP Jane Dodds onto the LD benches, takes a seat next to party leader Jo Swinson pic.twitter.com/VbRPG3CTTB — Alex Partridge (@alexpartridge87) September 3, 2019 Íhaldsflokkurinn náði ekki hreinum meirihluta á þinginu í kosningunum 2017 en gerði samkomulag við Lýðræðislega sambandsflokkinn á Norður-Írlandi sem hefur varið stjórnina vantrausti. Sá meirihluti stóð og féll með einum manni, sem í dag reyndist vera fyrrnefndur Lee.Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu Sky News.Ekki aðeins ævareið stjórnarandstaða heldur einnig ósáttir Íhaldsmenn Það hefur allt verið á suðupunkti í breskum stjórnmálum undanfarna daga. Ballið byrjaði þegar Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, lýsti því yfir í liðinni viku að hann ætlaði að fresta þinginu í næstu viku og ekki kalla það saman í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Brexit verður að óbreyttu þann 31. október næstkomandi. Johnson hefur sagt að hann vilji ganga úr sambandinu þann dag, þrátt fyrir að ekki verði kominn samningur við ESB fyrir þann tíma. Áður en Johnson ákvað að fresta þingi í aðdraganda Brexit gerðu þingmenn ráð fyrir því að tími gæfist til að leggja fram og ræða frumvarp sem koma á í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Þingfrestun setti hins vegar þessi áform í uppnám og gerði ekki aðeins stjórnarandstöðuna ævareiða heldur einnig tiltekna þingmenn Íhaldsflokksins. „Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum“ Þar á meðal er Lee sem gekk úr flokknum í dag. Í yfirlýsingu sinni vegna úrsagnarinnar segir hann að flokkurinn sem hann gekk í árið 1992 sé ekki sami flokkur og hann yfirgefi í dag. Lee segir að ríkisstjórn Boris Johnson beiti siðlausum aðferðum til þess að knýja fram Brexit sem muni valda þjóðinni skaða. „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða að ástæðulausu og stefnir heilindum Bretlands í hættu að tilefnislausu. Þar að auki grefur ríkisstjórnin undan efnahag landsins, lýðræði þess og hlutverki þess í alþjóðasamfélaginu. Ríkisstjórnin beitir pólitískum klækjabrögðum, kúgunartilburðum og lygum af ígrunduðum ásetningi. Þess vegna geng ég til liðs við Jo Swinson og Frjálslynda demókrata í dag,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Lee.Reyna að koma í veg fyrir útgöngu án samnings Þeir þingmenn sem eru andsnúnir því að Bretland gangi úr ESB án samnings ætla að reyna allt til þess að koma í veg fyrir að það gerist. Þrátt fyrir þingfrestunina hafa þeir lagt fram frumvarp sem á að koma í veg fyrir útgöngu án samnings. Í tengslum við það munu þingmennirnir óska eftir því við John Bercow, forseta þingsins, að í dag fari fram neyðarumræður um Brexit. Fastlega er búist við því að Bercow leyfi slíkar umræður en að þeim loknum munu þingmennirnir greiða atkvæði um það hvort frumvarp um að fresta útgöngu verði tekið fyrir á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira