Kom á óvart að ríkisstjórn Boris Johnson skyldi missa meirihluta sinn Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 3. september 2019 16:53 Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Hanna Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Hins vegar sé búist við því að Johnson muni tapa atkvæðaumgreiðslu um það hvort hann geti tekið Breta úr Evrópusambandinu án samnings. „Þá hefur hann hótað að boða til þingkosninga í Bretlandi 14. október. Hins vegar þurfa tveir þriðju þingmanna að styðja tillögu forsætisráðherra um þingrof og kosningar. Verkamannaflokkurinn, sem vill kosningar, neitar að styðja kosningar nema það sé tryggt fyrir fram að ekki verði gengið úr Evrópusambandinu án samnings meðan á kosningabaráttunni stendur,“ segir Baldur í samtali við fréttastofu. Þá bendir hann á að þó nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafi lýst því yfir að þeir ætli að styðja tillögu þingmanna Verkamannaflokksins um það að forsætisráðherrann geti ekki tekið Bretland úr Evrópusambandinu án þess að samningur liggi fyrir.Þingmönnunum blöskrar yfirgangur Johnson Lee sendi frá sér harðorða yfirlýsingu eftir úrsögn sína úr Íhaldsflokknum í dag. Sakaði hann meðal annars ríkisstjórn Johnson um beita siðlausum aðferðum til þess að knýja fram Brexit sem verði skaðlegt þjóðinni. Baldur segir að stór orð séu látin falla í breskum stjórnmálum þessa dagana. „Mörgum þingmönnum Íhaldsflokksins finnst yfirgangssemi forsætisráðherrans vera það mikil að þeir ætla að láta reyna á það hvort hann stendur við hótun sína að reka þá alla úr flokknum sem ekki munu styðja hann á þinginu,“ segir Baldur. Hann segir að ef það verði samþykkt á þinginu að Bretland megi ekki ganga úr ESB án samnings og ekki næst meirihluti á þinginu fyrir kosningum þá þurfi að mynda nýja ríkisstjórn. „Því núverandi stjórn er fallin og þá gæti hugsanlega stjórnarandstaðan tekið við ef hún finnur einhvern sem hún getur sameinast um. Corbyn er of umdeildur til þess að stjórnarandstaðan geti sameinast um hann sem forsætisráðherra,“ segir Baldur. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36 Kosningar gætu blasað við á Bretlandi Forsætisráðherrann er sagður ræða af alvöru um að boða til kosninga strax í haust verði ríkisstjórnin undir á þingi í vikunni. 2. september 2019 14:25 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það hafa komið á óvart að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Boris Johnson skyldi missa eins manns meirihluta sinn á þinginu í dag er Phillip Lee gekk til liðs við Frjálslynda demókrata. Hins vegar sé búist við því að Johnson muni tapa atkvæðaumgreiðslu um það hvort hann geti tekið Breta úr Evrópusambandinu án samnings. „Þá hefur hann hótað að boða til þingkosninga í Bretlandi 14. október. Hins vegar þurfa tveir þriðju þingmanna að styðja tillögu forsætisráðherra um þingrof og kosningar. Verkamannaflokkurinn, sem vill kosningar, neitar að styðja kosningar nema það sé tryggt fyrir fram að ekki verði gengið úr Evrópusambandinu án samnings meðan á kosningabaráttunni stendur,“ segir Baldur í samtali við fréttastofu. Þá bendir hann á að þó nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins hafi lýst því yfir að þeir ætli að styðja tillögu þingmanna Verkamannaflokksins um það að forsætisráðherrann geti ekki tekið Bretland úr Evrópusambandinu án þess að samningur liggi fyrir.Þingmönnunum blöskrar yfirgangur Johnson Lee sendi frá sér harðorða yfirlýsingu eftir úrsögn sína úr Íhaldsflokknum í dag. Sakaði hann meðal annars ríkisstjórn Johnson um beita siðlausum aðferðum til þess að knýja fram Brexit sem verði skaðlegt þjóðinni. Baldur segir að stór orð séu látin falla í breskum stjórnmálum þessa dagana. „Mörgum þingmönnum Íhaldsflokksins finnst yfirgangssemi forsætisráðherrans vera það mikil að þeir ætla að láta reyna á það hvort hann stendur við hótun sína að reka þá alla úr flokknum sem ekki munu styðja hann á þinginu,“ segir Baldur. Hann segir að ef það verði samþykkt á þinginu að Bretland megi ekki ganga úr ESB án samnings og ekki næst meirihluti á þinginu fyrir kosningum þá þurfi að mynda nýja ríkisstjórn. „Því núverandi stjórn er fallin og þá gæti hugsanlega stjórnarandstaðan tekið við ef hún finnur einhvern sem hún getur sameinast um. Corbyn er of umdeildur til þess að stjórnarandstaðan geti sameinast um hann sem forsætisráðherra,“ segir Baldur.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06 Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36 Kosningar gætu blasað við á Bretlandi Forsætisráðherrann er sagður ræða af alvöru um að boða til kosninga strax í haust verði ríkisstjórnin undir á þingi í vikunni. 2. september 2019 14:25 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Íhaldsflokkurinn missir meirihlutann: „Ríkisstjórnin stefnir lífi fólks og lífsviðurværi þess í voða“ Íhaldsflokkurinn missti í dag eins manns meirihluta sinn á breska þinginu þegar þingmaðurinn Phillip Lee stóð upp á þingfundi og færði sig yfir til Frjálslyndra demókrata í þingsalnum. 3. september 2019 15:06
Johnson sagður hóta hreinsunum í eigin flokki Verði efasemdamönnum um hart Brexit úthýst úr Íhaldsflokknum gæti þurft að boða til nýrra þingkosninga, jafnvel strax í þessari viku. 2. september 2019 08:36
Kosningar gætu blasað við á Bretlandi Forsætisráðherrann er sagður ræða af alvöru um að boða til kosninga strax í haust verði ríkisstjórnin undir á þingi í vikunni. 2. september 2019 14:25