Regnbogafánar í rigningu við Höfða Atli Ísleifsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 4. september 2019 12:09 Fánarnir sex sem Advania dróg að húni í morgun. Vísir/Vilhelm Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. Höfuðstöðvarnar eru við hlið Höfða þar sem Mike Pence fundar með viðskiptafólki og utanríkisráðherra í dag. „Það mátti nú sjá þennan fána blakta við hún hjá opinberum stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum út um allan bæ fyrir nokkrum dögum. Af hverju er þessi dagur eitthvað öðruvísi en aðrir dagar. Við styðjum réttindabaráttu samkynhneigðra alla daga, ekki bara suma daga,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. „Við flögguðum ekki á hinsegin dögum og okkur fannst að við ættum að að gera það núna. Það er alltaf gleði hjá okkur.“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður er meðal þeirra sem hrósað hafa Advania fyrir framtakið. Sömuleiðis sjónvarpskonan Sirrý Arnardóttir. Afstaða Mike Pence til hinsegin fólks hefur vakið athygli undanfarin ár. Hann hefur líst sig andsnúinn hjónaböndum samkynhneigðra, gagnrýnt löggjöf sem vernda á hinsegin fólk fyrir hatursglæpum og fengið transfólk rekið úr bandaríska hernum með breyttum reglum. Þá hefur hann mælt með afhommunaraðferðum. „Við vonum að þeir sem bera þessa fána augum talki því ekki illa. Þetta er bara fáni og við erum sú þjóð sem að er með hæsta hlutfall allra sem taka þátt í Gay Pride á hverju ári. Við eigum ekki bara að styðja réttindabaráttuna á tylidögum er það?“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, fagnar viðbrögðum. Félagið hafi hvatt fólk til að flagga fánum ef þau gætu. „Ég er svo ógeðslega ánægð með að fólk sé að sína samstöðu á þennan hátt. Hann náttúrulega kemst ekki hjá því að sjá þetta, sem er mjög gleðilegt,“ segir Þorbjörg. „Það skiptir okkur rosalega miklu máli að finna þessa velvild og samstöðu.“ Sex fánar eru dregnir að húni á bílastæðaplani Advania en auk þess má sjá fána í gluggum á húsi fyrirtækisins. Reykjavík is getting ready for your visit, @VP! #blessPence pic.twitter.com/GLCvnruxFI— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) September 4, 2019 Þá má finna fána víðar í bænum, meðal annars í Sætúni þar sem ASÍ og Efling eru til húsa ásamt fleirum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, fagnar áhuga sem fyrirtæki hafi sýnt á að fá regnbogafána í morgun. „Starfsmaður Advania brunaði á hjólinu sínu til okkar og sótti fána. Það er mikil gleði hjá starfsfólkinu þar. Það veit ég því tengdamamma vinnur þarna,“ segir Daníel. Þá hafi hann heyrt af áhuga hjá Arion banka, sem er með höfuðstöðvar í Borgartúni, og sömuleiðis hjá Ríkiskaupum sem eru við hlið Advania. „Mér finnst þetta bara ótrúlega gaman.“ Regnbogafáninn fagnaði fjörutíu ára afmæli í fyrra. Gilbert nokkur Baker, íbúi í San Francisco í Kaliforníu, hannaði fánann og saumaði árið 1978. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Fyrir þetta framtak sitt hefur Gilbert Baker stundum verið kallaður Betsy Ross samkynhneigðra, en hún saumaði fyrsta fána Bandaríkjanna. Nánari upplýsingar á vef Hinsegin daga. Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Utanríkismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira
Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. Höfuðstöðvarnar eru við hlið Höfða þar sem Mike Pence fundar með viðskiptafólki og utanríkisráðherra í dag. „Það mátti nú sjá þennan fána blakta við hún hjá opinberum stofnunum, fyrirtækjum og félagasamtökum út um allan bæ fyrir nokkrum dögum. Af hverju er þessi dagur eitthvað öðruvísi en aðrir dagar. Við styðjum réttindabaráttu samkynhneigðra alla daga, ekki bara suma daga,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. „Við flögguðum ekki á hinsegin dögum og okkur fannst að við ættum að að gera það núna. Það er alltaf gleði hjá okkur.“ Helga Vala Helgadóttir þingmaður er meðal þeirra sem hrósað hafa Advania fyrir framtakið. Sömuleiðis sjónvarpskonan Sirrý Arnardóttir. Afstaða Mike Pence til hinsegin fólks hefur vakið athygli undanfarin ár. Hann hefur líst sig andsnúinn hjónaböndum samkynhneigðra, gagnrýnt löggjöf sem vernda á hinsegin fólk fyrir hatursglæpum og fengið transfólk rekið úr bandaríska hernum með breyttum reglum. Þá hefur hann mælt með afhommunaraðferðum. „Við vonum að þeir sem bera þessa fána augum talki því ekki illa. Þetta er bara fáni og við erum sú þjóð sem að er með hæsta hlutfall allra sem taka þátt í Gay Pride á hverju ári. Við eigum ekki bara að styðja réttindabaráttuna á tylidögum er það?“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, fagnar viðbrögðum. Félagið hafi hvatt fólk til að flagga fánum ef þau gætu. „Ég er svo ógeðslega ánægð með að fólk sé að sína samstöðu á þennan hátt. Hann náttúrulega kemst ekki hjá því að sjá þetta, sem er mjög gleðilegt,“ segir Þorbjörg. „Það skiptir okkur rosalega miklu máli að finna þessa velvild og samstöðu.“ Sex fánar eru dregnir að húni á bílastæðaplani Advania en auk þess má sjá fána í gluggum á húsi fyrirtækisins. Reykjavík is getting ready for your visit, @VP! #blessPence pic.twitter.com/GLCvnruxFI— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) September 4, 2019 Þá má finna fána víðar í bænum, meðal annars í Sætúni þar sem ASÍ og Efling eru til húsa ásamt fleirum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, fagnar áhuga sem fyrirtæki hafi sýnt á að fá regnbogafána í morgun. „Starfsmaður Advania brunaði á hjólinu sínu til okkar og sótti fána. Það er mikil gleði hjá starfsfólkinu þar. Það veit ég því tengdamamma vinnur þarna,“ segir Daníel. Þá hafi hann heyrt af áhuga hjá Arion banka, sem er með höfuðstöðvar í Borgartúni, og sömuleiðis hjá Ríkiskaupum sem eru við hlið Advania. „Mér finnst þetta bara ótrúlega gaman.“ Regnbogafáninn fagnaði fjörutíu ára afmæli í fyrra. Gilbert nokkur Baker, íbúi í San Francisco í Kaliforníu, hannaði fánann og saumaði árið 1978. Litirnir áttu að tákna samfélag samkynhneigðra. Fyrir þetta framtak sitt hefur Gilbert Baker stundum verið kallaður Betsy Ross samkynhneigðra, en hún saumaði fyrsta fána Bandaríkjanna. Nánari upplýsingar á vef Hinsegin daga.
Heimsókn Mike Pence Hinsegin Reykjavík Utanríkismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira