Móttökurnar í Höfða „ógeðslegt kjass“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 16:00 Mótmælendurnir báru eld að bandaríska fánanum í fjörunni við Höfða. Ólíklegt verður að teljast að eldurinn hefði getað breiðst út. Benjamin Julian Benjamín Júlían, annarra mótmælendanna sem handteknir voru við Höfða í dag, segir það hafa verið algjöra „leifturákvörðun“ að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Það gerði hann ásamt félaga sínum í fjörunni við Höfða, þar sem þeir báru eld að bandaríska fánanum - „á öruggum stað,“ eins og Benjamín orðar það. „Við vorum bara að lýsa ógeði okkar á heimsókn varaforsetans,“ segir Benjamín. „Við helltum grillvökva yfir fánann og bárum eld að til þess að andmæla því að Ísland sé notað sem vígvöllur fyrir ógeðslegar skoðanir þessa manns.“ Þar vísar hann ekki síst til afstöðu Mike Pence til réttindabaráttu hinsegin fólks, sem varaforsetinn hefur barist ötullega gegn á þingferli sínum. Til að mynda hefur hann mælt fyrir frumvarpi þess efnis að hjónaband verði skilgreint sem samband karls og konu auk þess sem hann hefur mótmælt því að hinsegin fólk geti gegnt herskyldu vestanhafs.Þegar Vísir náði tali af Benjamín var hann að ganga út af lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem þeim mótmælendunum var haldið. Þeir dvöldu hvor í sínum klefanum „í dálitla stund,“ áður en þeir voru látnir lausnir eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðing. Aðspurður um hvort þeir verði ákærðir fyrir framgöngu sína segist Benjamín telja að þeir gætu átt yfir höfði sér refsingu fyrir að smána erlent þjóðríki. Benjamín neitar ekki fyrir það. „Vissulega vorum við að smána annað þjóðríki og sendiboða þessa hér á landi - en það ætti ekki að vera neitt lagaspursmál,“ segir Benjamín. Þeir hafi aðeins verið að viðra skoðanir sínar. „Guð blessi tjáningarfrelsið.“ Benjamín segir fjarstæðukennt að Íslendingar í „háum embættum“ skuli taka á móti hinum umdeilda varaforseta Bandaríkjanna með jafn mikilli viðhöfn - „í stað þess að spyrna á móti þessu ógeðslega þjóðríki.“ Móttökurnar í Höfða hafi þannig verið „ógeðslegt kjass“ og því það eina í stöðunni að mati Benjamíns að mótmæla með fyrrgreindum hætti. Hér að neðan má hlýða á stutta samantekt á ferli Mike Pence. Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14 Mótmælendur handteknir við Höfða Karlmaður var handtekinn við Höfða í Reykjavík í dag þar sem hann hafði verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. 4. september 2019 13:46 Mótmælti komu Pence fyrir utan Höfða Vill að aðskilnaði barna og foreldra verði hætt. 4. september 2019 14:33 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Benjamín Júlían, annarra mótmælendanna sem handteknir voru við Höfða í dag, segir það hafa verið algjöra „leifturákvörðun“ að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands. Það gerði hann ásamt félaga sínum í fjörunni við Höfða, þar sem þeir báru eld að bandaríska fánanum - „á öruggum stað,“ eins og Benjamín orðar það. „Við vorum bara að lýsa ógeði okkar á heimsókn varaforsetans,“ segir Benjamín. „Við helltum grillvökva yfir fánann og bárum eld að til þess að andmæla því að Ísland sé notað sem vígvöllur fyrir ógeðslegar skoðanir þessa manns.“ Þar vísar hann ekki síst til afstöðu Mike Pence til réttindabaráttu hinsegin fólks, sem varaforsetinn hefur barist ötullega gegn á þingferli sínum. Til að mynda hefur hann mælt fyrir frumvarpi þess efnis að hjónaband verði skilgreint sem samband karls og konu auk þess sem hann hefur mótmælt því að hinsegin fólk geti gegnt herskyldu vestanhafs.Þegar Vísir náði tali af Benjamín var hann að ganga út af lögreglustöðinni við Hverfisgötu þar sem þeim mótmælendunum var haldið. Þeir dvöldu hvor í sínum klefanum „í dálitla stund,“ áður en þeir voru látnir lausnir eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðing. Aðspurður um hvort þeir verði ákærðir fyrir framgöngu sína segist Benjamín telja að þeir gætu átt yfir höfði sér refsingu fyrir að smána erlent þjóðríki. Benjamín neitar ekki fyrir það. „Vissulega vorum við að smána annað þjóðríki og sendiboða þessa hér á landi - en það ætti ekki að vera neitt lagaspursmál,“ segir Benjamín. Þeir hafi aðeins verið að viðra skoðanir sínar. „Guð blessi tjáningarfrelsið.“ Benjamín segir fjarstæðukennt að Íslendingar í „háum embættum“ skuli taka á móti hinum umdeilda varaforseta Bandaríkjanna með jafn mikilli viðhöfn - „í stað þess að spyrna á móti þessu ógeðslega þjóðríki.“ Móttökurnar í Höfða hafi þannig verið „ógeðslegt kjass“ og því það eina í stöðunni að mati Benjamíns að mótmæla með fyrrgreindum hætti. Hér að neðan má hlýða á stutta samantekt á ferli Mike Pence.
Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14 Mótmælendur handteknir við Höfða Karlmaður var handtekinn við Höfða í Reykjavík í dag þar sem hann hafði verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. 4. september 2019 13:46 Mótmælti komu Pence fyrir utan Höfða Vill að aðskilnaði barna og foreldra verði hætt. 4. september 2019 14:33 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14
Mótmælendur handteknir við Höfða Karlmaður var handtekinn við Höfða í Reykjavík í dag þar sem hann hafði verið að mótmæla komu varaforseta Bandaríkjanna. 4. september 2019 13:46
Mótmælti komu Pence fyrir utan Höfða Vill að aðskilnaði barna og foreldra verði hætt. 4. september 2019 14:33