Bauð fram Höfða til að taka upp þráðinn í afvopnunarviðræðum Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 4. september 2019 18:16 Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík, segist hafa boðið Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Höfða til að taka aftur upp þráðinn um afkjarnavopnun. Pence hafi ekki tekið illa í tillöguna en sagt að Indverjar og Kínverjar yrðu einnig að koma að borðinu. Pence fundaði með íslenskum ráðamönnum í Höfða í dag en húsið var vettvangur leiðtogafundar Ronalds Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Mikhaíls Gorbatsjev, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu, í október árið 1986. Í viðtali við Stöð 2 eftir að hann ræddi við Pence sagðist Dagur hafa lýst óánægju sinni með að nýlega hafi Bandaríkin og Rússland kippt stórum afvopnunarsamningi sem Höfðafundurinn gat af sér. „Ég lýsti þeirri skoðun minni að það væri mjög vont og bauð fram Höfða til þess að taka upp þráðinn aftur. Í mínum huga er það ekki ef heldur hvenær allir átta sig á því að við verðu að stefna að kjarnorkuvopnalausum heimi,“ sagði borgarstjóri. Pence hafi sagt að lykillinn að slíkum viðræðum væri að fleiri þjóðir en Bandaríkjamenn og Rússar kæmu að þeim. Hann vildi fá Kínverja og jafnvel Indverja að borðinu einnig. Spurður að því hvort hann ætti von á að hugmyndin yrðu að veruleika sagði Dagur að orð væru til alls fyrst. „Þegar Ísland fékk beiðni um að halda Höfðafundinn datt engum í hug að hann yrði jafn árangursríkur og síðar reyndist. Ég held að við eigum að byggja á sögu Höfðafundarins og reyna að ýta málum áfram þó að við séum sjálf lítil þjóð,“ sagði Dagur. Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. 4. september 2019 18:06 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjórinn í Reykjavík, segist hafa boðið Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, Höfða til að taka aftur upp þráðinn um afkjarnavopnun. Pence hafi ekki tekið illa í tillöguna en sagt að Indverjar og Kínverjar yrðu einnig að koma að borðinu. Pence fundaði með íslenskum ráðamönnum í Höfða í dag en húsið var vettvangur leiðtogafundar Ronalds Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseta, og Mikhaíls Gorbatsjev, þáverandi leiðtoga Sovétríkjanna sálugu, í október árið 1986. Í viðtali við Stöð 2 eftir að hann ræddi við Pence sagðist Dagur hafa lýst óánægju sinni með að nýlega hafi Bandaríkin og Rússland kippt stórum afvopnunarsamningi sem Höfðafundurinn gat af sér. „Ég lýsti þeirri skoðun minni að það væri mjög vont og bauð fram Höfða til þess að taka upp þráðinn aftur. Í mínum huga er það ekki ef heldur hvenær allir átta sig á því að við verðu að stefna að kjarnorkuvopnalausum heimi,“ sagði borgarstjóri. Pence hafi sagt að lykillinn að slíkum viðræðum væri að fleiri þjóðir en Bandaríkjamenn og Rússar kæmu að þeim. Hann vildi fá Kínverja og jafnvel Indverja að borðinu einnig. Spurður að því hvort hann ætti von á að hugmyndin yrðu að veruleika sagði Dagur að orð væru til alls fyrst. „Þegar Ísland fékk beiðni um að halda Höfðafundinn datt engum í hug að hann yrði jafn árangursríkur og síðar reyndist. Ég held að við eigum að byggja á sögu Höfðafundarins og reyna að ýta málum áfram þó að við séum sjálf lítil þjóð,“ sagði Dagur.
Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. 4. september 2019 18:06 Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Fjölmenni mótmælir komu Pence á Austurvelli Margmenni er samankomið á Austurvelli til að mótmæla komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands. 4. september 2019 18:06
Þau sitja viðskiptaþing með Pence í Höfða Lykilfólk úr íslensku viðskiptalífi mun sitja viðskiptaþing með Pence og Guðlaugi Þór, utanríkisráðherra, í Höfða ásamt fulltrúum úr bandarísku viðskiptalífi. 4. september 2019 11:23
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Regnbogafánar í rigningu við Höfða Á meðan starfsfólk Höfða dregur íslenska og bandarískan fána að húni vegna komu Mike Pence má sjá regnbogafánann við hún við höfuðstöðvar Advania. 4. september 2019 12:09