Kveðst vera með mögulega skýringu á Loch Ness skrímslinu Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2019 12:10 Neil Gemmell við rannsóknin. Ljósmyndin til hægri er frá 1934 og sögð vera af Loch Ness skrímslinu. Síðar kom þó í ljós að um fölsun hafi verið að ræða. Otago-háskóli/Getty Vísindamenn við Otago-háskóla á Nýja-Sjálandi segjast hafa komist að niðurstöðu sem mögulega kunni að skýra þjóðsöguna um að skrímsli sé að finna í skoska stöðuvatninu Loch Ness. Vísindamennirnir kynntu niðurstöður sínar í morgun og segja að mögulega hafi verið um risavaxinn ál að ræða.BBC segir frá því að vísindamennirnir hafi reynt að flokka allar þær lífverur sem hafist við í stöðuvatninu með því að sækja DNA úr fjölda vatnssýna. Neil Gemmell, prófessorinn sem leiddi rannsóknina, segir að engin gögn hafi fundist um tilvist risavaxinna dýra í vatninu. Ekkert bendir til að svokallaðar svaneðlur (e. plesiosaur) hafi hafist við í vatninu eða þá stærri fiskar eins og styrja. Sömuleiðis útilokuðu vísindamennirnir steinbít eða grænlandshákarl.Nessie verdict: Not a plesiosaur, not a giant catfish, not a sturgeon. But it COULD be a giant eunuch eel. pic.twitter.com/KqwQgZcb0G — Lloyd Burr (@LloydBurr) September 5, 2019Mögulega risaáll Að sögn Gemmell var markmið rannsóknarinnar ekki að finna Nessie, eins og „skrímslið“ hefur verið kallað, heldur að auka þekkingu um dýra- og plöntulíf í Loch Ness. Þjóðsagan um Loch Ness skrímslið hefur verið við lýði í um 1.500 ár. Vísindamennirnir fundu lífsýni úr evrópskum ál og segja að ljóst sé að mikið hafi verið og sé um fisktegundina í vatninu. „Þannig, er mögulega um risaál að ræða,“ spyr Gemmell. Hann segir rannsóknina ekkert gefa upp um stærð álanna, en magn fiskanna í vatninu sé slíkt að ekki sé hægt að útiloka að risavaxnir álar hafi verið í vatninu. „Þess vegna getum við ekki útilokað þann möguleika að það sem fólk sér og telur vera Loch Ness skrímslið gæti verið risaáll,“ segir Gemmell. Um 400 þúsund ferðamenn heimsækja Loch Ness á ári hverju. Bretland Dýr Nýja-Sjáland Skotland Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Vísindamenn við Otago-háskóla á Nýja-Sjálandi segjast hafa komist að niðurstöðu sem mögulega kunni að skýra þjóðsöguna um að skrímsli sé að finna í skoska stöðuvatninu Loch Ness. Vísindamennirnir kynntu niðurstöður sínar í morgun og segja að mögulega hafi verið um risavaxinn ál að ræða.BBC segir frá því að vísindamennirnir hafi reynt að flokka allar þær lífverur sem hafist við í stöðuvatninu með því að sækja DNA úr fjölda vatnssýna. Neil Gemmell, prófessorinn sem leiddi rannsóknina, segir að engin gögn hafi fundist um tilvist risavaxinna dýra í vatninu. Ekkert bendir til að svokallaðar svaneðlur (e. plesiosaur) hafi hafist við í vatninu eða þá stærri fiskar eins og styrja. Sömuleiðis útilokuðu vísindamennirnir steinbít eða grænlandshákarl.Nessie verdict: Not a plesiosaur, not a giant catfish, not a sturgeon. But it COULD be a giant eunuch eel. pic.twitter.com/KqwQgZcb0G — Lloyd Burr (@LloydBurr) September 5, 2019Mögulega risaáll Að sögn Gemmell var markmið rannsóknarinnar ekki að finna Nessie, eins og „skrímslið“ hefur verið kallað, heldur að auka þekkingu um dýra- og plöntulíf í Loch Ness. Þjóðsagan um Loch Ness skrímslið hefur verið við lýði í um 1.500 ár. Vísindamennirnir fundu lífsýni úr evrópskum ál og segja að ljóst sé að mikið hafi verið og sé um fisktegundina í vatninu. „Þannig, er mögulega um risaál að ræða,“ spyr Gemmell. Hann segir rannsóknina ekkert gefa upp um stærð álanna, en magn fiskanna í vatninu sé slíkt að ekki sé hægt að útiloka að risavaxnir álar hafi verið í vatninu. „Þess vegna getum við ekki útilokað þann möguleika að það sem fólk sér og telur vera Loch Ness skrímslið gæti verið risaáll,“ segir Gemmell. Um 400 þúsund ferðamenn heimsækja Loch Ness á ári hverju.
Bretland Dýr Nýja-Sjáland Skotland Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira