Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Ólöf Skaftadóttir og Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. september 2019 06:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður skipaður dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi klukkan fjögur í dag. Fréttablaðið/Ernir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður skipaður dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi klukkan fjögur í dag. Áslaug hefur gegnt stöðu formanns utanríkismálanefndar, en fastlega er gert ráð fyrir að Sigríður Á. Andersen taki við nefndinni. „Ég er þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt,“ segir Áslaug. „Ég er að stíga inn í ákveðna ríkisstjórn sem starfar eftir sáttmála, en fer inn í ráðuneytið full tilhlökkunar og af auðmýkt gagnvart þeim stóru verkefnum sem fram undan eru.“ Samkvæmt reglum Sjálfstæðisflokksins þarf Áslaug að segja sig frá stöðu sinni sem ritari flokksins þegar hún verður ráðherra. Flokksráðsfundur fer fram 14. september þar sem arftaki Áslaugar verður kosinn. Nefnd hafa verið til sögunnar í embætti ritara borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ, auk Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra Norðurþings.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins, hefur setið í stóli dómsmálaráðherra síðan Sigríður Á. Andersen steig til hliðar vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans. Ákvörðun um hvort taka skuli Landsréttarmálið fyrir í efri deild MDE verður kynnt á þriðjudag. Áslaugar bíða aðkallandi verkefni. Verði dómur MDE tekinn til skoðunar hjá efri deildinni má búast við að dómstólasýslan ítreki ákall sitt um tímabundna fjölgun dómara við Landsrétt til að takast megi á við tafir á meðferð mála. Synji MDE hins vegar beiðninni liggur endanleg niðurstaða fyrir og þá þarf ráðherra að finna lausn á málum þeirra fjögurra dómara við réttinn sem dómurinn tekur til. Þá kemur í hlut Áslaugar að skipa í stöðu dómara við Hæstarétt sem losnar í haust. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður skipaður dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi klukkan fjögur í dag. Áslaug hefur gegnt stöðu formanns utanríkismálanefndar, en fastlega er gert ráð fyrir að Sigríður Á. Andersen taki við nefndinni. „Ég er þakklát fyrir traustið sem mér er sýnt,“ segir Áslaug. „Ég er að stíga inn í ákveðna ríkisstjórn sem starfar eftir sáttmála, en fer inn í ráðuneytið full tilhlökkunar og af auðmýkt gagnvart þeim stóru verkefnum sem fram undan eru.“ Samkvæmt reglum Sjálfstæðisflokksins þarf Áslaug að segja sig frá stöðu sinni sem ritari flokksins þegar hún verður ráðherra. Flokksráðsfundur fer fram 14. september þar sem arftaki Áslaugar verður kosinn. Nefnd hafa verið til sögunnar í embætti ritara borgarfulltrúarnir Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Garðabæ, auk Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra Norðurþings.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins, hefur setið í stóli dómsmálaráðherra síðan Sigríður Á. Andersen steig til hliðar vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) um að skipan dómara við Landsrétt bryti gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans. Ákvörðun um hvort taka skuli Landsréttarmálið fyrir í efri deild MDE verður kynnt á þriðjudag. Áslaugar bíða aðkallandi verkefni. Verði dómur MDE tekinn til skoðunar hjá efri deildinni má búast við að dómstólasýslan ítreki ákall sitt um tímabundna fjölgun dómara við Landsrétt til að takast megi á við tafir á meðferð mála. Synji MDE hins vegar beiðninni liggur endanleg niðurstaða fyrir og þá þarf ráðherra að finna lausn á málum þeirra fjögurra dómara við réttinn sem dómurinn tekur til. Þá kemur í hlut Áslaugar að skipa í stöðu dómara við Hæstarétt sem losnar í haust.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30
Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. 5. september 2019 20:19
Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26