Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2019 14:00 Michele Ballarin á blaðamannafundinum á Hótel Sögu. Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, hefur fest kaup á eignum þrotabús WOW air. Félagið verður með bandarísk flugrekstrarleyfi og skrifstofur beggja vegna Atlantshafsins. Ballarin gefur ekkert upp um kaupverðið en segir að flugmenn og flugfólk WOW air verði að einhverju leyti endurráðið. „Hvernig er hægt að vera án þessara stórkostlegu flugfreyja,“ sagði Ballarin á blaðamannafundi þar sem hún var með fjólubláan augnskugga og varalit í sama lit. Fyrsta flugið er áformað á milli Dulles-flugvallar í Washington og Keflavíkurflugvallar í október. Flugfélagið mun einbeita sér í auknum mæli að vöruflutningi en auk þess vill Ballarin bæta gæði matar sem farþegum bjóðist til boða um borð.Ráðfærir sig við Michelin-stjörnukokk Ballarin hélt blaðamannafund á Grillinu á Hótel Sögu í Reykjavík en þar sagðist hún vilja bæta mat og næringarinnihald matarins sem boðið er upp um borð í vélum WOW air. Hún segir mikilvægt að gera flug skemmtileg á ný og vinnur nú með Michelin-stjörnukokki til að bæta matarupplifun farþega WOW. Á blaðamannafundinum greindi Ballarin frá því að hún ætlaði ekki að gefa upp kaupverðið en sagðist hafa tryggt milljónir Bandaríkjadala í verkefnið. Hafnaði Ballarin því að vörumerki WOW væri gölluð vara. Hún taldi fólk sakna þess að stíga um borð í fjólubláa vél í Keflavík og sagðist sjálf sakna þess. Óvíst hversu margir frá gamla WOW verða ráðnir Þá greindi hún frá því að hún muni notast bæði við farþegaþotur frá Airbus og Boeing. Ætlar Ballarin að byrja að gera út tvær flugvélar og vill fara varlega af stað. Standa vonir til að vélarnir verði orðnar fjórar næsta sumar en hún segir mikilvægt að þær verði ekki fleiri en tíu til tólf. Ballarin sagðist vilja halda flugmiðaverði í lágmarki og sagði að marga þurfi til að reka flugfélagið. Hún sagðist þó eiga enn eftir að ákveða hversu marga starfsmenn úr gamla WOW air hún hyggist ráða.Leggja áherslu á vöruflutninga Stjórnendateymi hins nýja flugreksturs leggur mikla áherslu á þátt vöruflutninga í starfseminniþBallarin sagðist sakna þess að stíga upp í fjólubláa flugvél á Keflavíkurflugvelli.VísirUSAerospace er bandarískt eignarhaldsfélag sem sérhæfir sig í fluggeiranum. Innan félagsins er sögð víðfeðm þekking og umtalsverð reynsla í flugrekstri, viðhalds- og viðgerðarþjónustu, breytingum og endurnýjun innréttinga og búnaðar í flugvélum og sérhæfðri flugvélaverkfræðitengdri ráðgjöf til flugvélaframleiðenda um frumhönnun og framleiðsluþróun nýs tækjabúnaðar, starfsmannaráðningum og fleira. USAerospace er sagt tengjast viðamiklu alþjóðlegu farþegaflugi auk vöruflutningaflugs bæði innanlands í Bandaríkjunum og á milli landa.Með skrifstofu í Reykjavík Stærsti hluthafi USAerospace og stjórnarformaður félagsins er Michele Roosevelt Edwards, eða Michele Ballarin eins og hún er jafnan kölluð. Hún verður einnig stjórnarformaður WOW air AIR LLC. Félagið verður staðsett á Washington Dulles alþjóðaflugvellinum með aðstöðu á flugvellinum í Keflavík og skrifstofu í Reykjavík. Í stjórnendateymi WOW verður meðal annarra Charles Celli, sem er rekstrarstjóri hjá USAerospace. Hann er sagður hafa aflað sér víðtækrar reynslu í fluggeiranum í meira en fjörutíu ár, meðal annars í mismunandi stjórnunarstöðum hjá McDonnel Douglas, Boeing, General Dynamic Aeorspace, GDC Technics og Gulfstream Aerospace Corporation. „Endurvakinn flugrekstur WOW skiptir almenning á Íslandi og sömuleiðis í Bandaríkjunum miklu máli og mun efla bæði menningarleg og viðskiptaleg tengsl á milli Reykjavíkur og Washington. Við hyggjumst auka umsvifin í farþegafluginu með fleiri flugvélum áður en sumarið heilsar okkur. Frá fyrsta degi í vöruflutningunum, sem einnig munu hefjast á næstu vikum, munum við leggja mikinn metnað í vandaða þjónustu á sviði vöruflutninga með ferskt sjávarfang á Bandaríkjamarkað,“ er haft eftir Ballarin í tilkynningunni.
Michele Ballarin, stjórnarformaður US Aerospace Associates LLC, hefur fest kaup á eignum þrotabús WOW air. Félagið verður með bandarísk flugrekstrarleyfi og skrifstofur beggja vegna Atlantshafsins. Ballarin gefur ekkert upp um kaupverðið en segir að flugmenn og flugfólk WOW air verði að einhverju leyti endurráðið. „Hvernig er hægt að vera án þessara stórkostlegu flugfreyja,“ sagði Ballarin á blaðamannafundi þar sem hún var með fjólubláan augnskugga og varalit í sama lit. Fyrsta flugið er áformað á milli Dulles-flugvallar í Washington og Keflavíkurflugvallar í október. Flugfélagið mun einbeita sér í auknum mæli að vöruflutningi en auk þess vill Ballarin bæta gæði matar sem farþegum bjóðist til boða um borð.Ráðfærir sig við Michelin-stjörnukokk Ballarin hélt blaðamannafund á Grillinu á Hótel Sögu í Reykjavík en þar sagðist hún vilja bæta mat og næringarinnihald matarins sem boðið er upp um borð í vélum WOW air. Hún segir mikilvægt að gera flug skemmtileg á ný og vinnur nú með Michelin-stjörnukokki til að bæta matarupplifun farþega WOW. Á blaðamannafundinum greindi Ballarin frá því að hún ætlaði ekki að gefa upp kaupverðið en sagðist hafa tryggt milljónir Bandaríkjadala í verkefnið. Hafnaði Ballarin því að vörumerki WOW væri gölluð vara. Hún taldi fólk sakna þess að stíga um borð í fjólubláa vél í Keflavík og sagðist sjálf sakna þess. Óvíst hversu margir frá gamla WOW verða ráðnir Þá greindi hún frá því að hún muni notast bæði við farþegaþotur frá Airbus og Boeing. Ætlar Ballarin að byrja að gera út tvær flugvélar og vill fara varlega af stað. Standa vonir til að vélarnir verði orðnar fjórar næsta sumar en hún segir mikilvægt að þær verði ekki fleiri en tíu til tólf. Ballarin sagðist vilja halda flugmiðaverði í lágmarki og sagði að marga þurfi til að reka flugfélagið. Hún sagðist þó eiga enn eftir að ákveða hversu marga starfsmenn úr gamla WOW air hún hyggist ráða.Leggja áherslu á vöruflutninga Stjórnendateymi hins nýja flugreksturs leggur mikla áherslu á þátt vöruflutninga í starfseminniþBallarin sagðist sakna þess að stíga upp í fjólubláa flugvél á Keflavíkurflugvelli.VísirUSAerospace er bandarískt eignarhaldsfélag sem sérhæfir sig í fluggeiranum. Innan félagsins er sögð víðfeðm þekking og umtalsverð reynsla í flugrekstri, viðhalds- og viðgerðarþjónustu, breytingum og endurnýjun innréttinga og búnaðar í flugvélum og sérhæfðri flugvélaverkfræðitengdri ráðgjöf til flugvélaframleiðenda um frumhönnun og framleiðsluþróun nýs tækjabúnaðar, starfsmannaráðningum og fleira. USAerospace er sagt tengjast viðamiklu alþjóðlegu farþegaflugi auk vöruflutningaflugs bæði innanlands í Bandaríkjunum og á milli landa.Með skrifstofu í Reykjavík Stærsti hluthafi USAerospace og stjórnarformaður félagsins er Michele Roosevelt Edwards, eða Michele Ballarin eins og hún er jafnan kölluð. Hún verður einnig stjórnarformaður WOW air AIR LLC. Félagið verður staðsett á Washington Dulles alþjóðaflugvellinum með aðstöðu á flugvellinum í Keflavík og skrifstofu í Reykjavík. Í stjórnendateymi WOW verður meðal annarra Charles Celli, sem er rekstrarstjóri hjá USAerospace. Hann er sagður hafa aflað sér víðtækrar reynslu í fluggeiranum í meira en fjörutíu ár, meðal annars í mismunandi stjórnunarstöðum hjá McDonnel Douglas, Boeing, General Dynamic Aeorspace, GDC Technics og Gulfstream Aerospace Corporation. „Endurvakinn flugrekstur WOW skiptir almenning á Íslandi og sömuleiðis í Bandaríkjunum miklu máli og mun efla bæði menningarleg og viðskiptaleg tengsl á milli Reykjavíkur og Washington. Við hyggjumst auka umsvifin í farþegafluginu með fleiri flugvélum áður en sumarið heilsar okkur. Frá fyrsta degi í vöruflutningunum, sem einnig munu hefjast á næstu vikum, munum við leggja mikinn metnað í vandaða þjónustu á sviði vöruflutninga með ferskt sjávarfang á Bandaríkjamarkað,“ er haft eftir Ballarin í tilkynningunni.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira