Færeyingar ganga að kjörkössunum í dag Sylvía Hall skrifar 31. ágúst 2019 12:50 Þegar kjörkassar höfðu verið innsiglaðir var Færeyingum ekkert að vandbúnaði og voru kjörstaðir opnaðir klukkan tíu í morgun. Sverri Egholm/Portal.fo 37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti.Kjörstaðir opnuðu klukkan tíu að staðartíma í morgun og eru þeir 57 talsins, einum færri en í síðustu kosningum árið 2015. Fólki á kjörskrá fjölgar um 1.361 frá síðustu kosningum en hlutfall nema erlendis er þó lægra en síðast og fer úr 670 niður í 375. Kjörstaðir loka klukkan átta í kvöld að staðartíma. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna hafa gefið misvísandi niðurstöður, ýmist benda þær til stórsigur Fólkaflokksins eða núverandi stjórnarflokks, Javnaðarflokksins, sem hefur verið í vinstri samsteypustjórn með Tjóðveldisflokknum og Framsókn. Í tveimur skoðanakönnunum sem gerðar voru fyrir fréttamiðilinn Portal.fo á dögunum kemur fram að Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja og formaður Javnaðarflokksins, nýtur mikils stuðnings kjósenda og vilja tæplega fjörutíu prósent sjá hann áfram í embætti. Þar kemur næstur Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, með 21,9 prósent og þar á eftir Jørgen Niclasen, formaður Fólkaflokksins, með 14,8 prósent. Frá kjörstað í KÍ-höllinni.Sverri Egholm/Portal.foKjósendur ekki spenntir fyrir þverpólitískri stjórn Stuðningur við núverandi ríkisstjórn mælist mestur á meðal íbúa höfuðstaðarins Þórshafnar sem og kvenna almennt. Í öðrum bæjarfélögum örlar á meiri hægri sveiflu meðal kjósenda sem vilja sjá íhaldsflokkanna í ríkisstjórn. Sjá einnig: Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í FæreyjumÞá virðist vera almenn samstaða á meðal kjósenda Fólkaflokksins og Tjóðveldis um hvaða flokka þeirra flokkur eigi að sækjast eftir samstarfi við. Þeir sem hyggjast kjósa Fólkaflokkinn vilja sjá samstarf með Sambandsflokknum á meðan kjósendur Tjóðveldis óska eftir samstarfi við Javnaðarflokkin, núverandi samstarfsflokk Tjóðveldis í ríkisstjórn. Kjósendur þessara flokka vilja því samstarfsflokka á svipuðum væng stjórnmálanna. Kjósendur Framsóknar, sem er þriðji flokkurinn í núverandi samsteypustjórn og sá minnsti, vilja einna helst sjá núverandi ríkisstjórn halda velli.Buðu flugmiða til þess að safna undirskriftum Færeyjaflokkurinn fór óvenjulegar leiðir til þess að safna undirskriftum.FacebookÍ kosningunum í ár komu tveir nýir flokkar fram á sjónarsviðið, annars vegar flokkurinn Framtakið þar sem tólf eru í framboði og hins vegar Færeyjaflokkurinn þar sem fjórir eru í framboði. Leið Færeyjaflokksins að kjörseðlinum var ekki auðveld og í febrúar var tilkynnt að flokkurinn væri hættur störfum. Hjalmar Zachariassen, leiðtogi flokksins og á þeim tíma eini flokksmaður flokksins, sagði ástæðuna vera að það væri einfaldlega of erfitt að sjá um heilan flokk einn síns liðs. Hann sagði í yfirlýsingu sinni að það væri mikil vöntun á „alvöru frjáslyndum flokki“ í Færeyjum þar sem nær allir aðrir flokkar væru hliðhollir miðstýringu og sú þróun væri að skila sér í því að færri færu með völdin og græddu hvað mest. Jafnframt væri það einfaldlega ekki réttlátt að höfuðstaðurinn væri algjörlega í forgangi hjá stjórnvöldum. Hjálmar gekk í kjölfarið til liðs við Framtakið sem berst nær eingöngu fyrir lögleiðingu kannabisefna. Það stóð stutt og ákvað hann að gefa ekki drauminn um Færeyjaflokkinn upp á bátinn. Hann óskaði eftir aðstoð við að safna þeim áttahundruð undirskriftum sem þurfti til að bjóða fram þar sem fyrri undirskriftir flokksins höfðu runnið út og vakti það athygli hve óvenjulegar leiðir var farið í því verkefni, en þeir sem skrifuðu undir framboð flokksins áttu möguleika á að vinna flugmiða. Flokkurinn biðlaði því til fylgjenda sinna á Facebook að skrifa undir framboð þeirra, og áréttaði að þeir sem höfðu áður gert það þyrftu að gera það á ný. Þrátt fyrir að skiptar skoðanir voru á þessu útspili flokksins var það hvorki brot á markaðslögum né kosningalögum svo lengi sem undirskriftirnar væru réttar. Færeyjaflokkurinn er því á meðal þeirra níu flokka sem Færeyingar velja á milli í dag, með fjóra frambjóðendur á lista. Færeyjar Tengdar fréttir Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
37.819 eru á kjörskrá þegar þingkosningar fara fram í Færeyjum í dag. Níu flokkar eru í framboði til Lögþingsins þar sem barist er um 33 þingsæti.Kjörstaðir opnuðu klukkan tíu að staðartíma í morgun og eru þeir 57 talsins, einum færri en í síðustu kosningum árið 2015. Fólki á kjörskrá fjölgar um 1.361 frá síðustu kosningum en hlutfall nema erlendis er þó lægra en síðast og fer úr 670 niður í 375. Kjörstaðir loka klukkan átta í kvöld að staðartíma. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna hafa gefið misvísandi niðurstöður, ýmist benda þær til stórsigur Fólkaflokksins eða núverandi stjórnarflokks, Javnaðarflokksins, sem hefur verið í vinstri samsteypustjórn með Tjóðveldisflokknum og Framsókn. Í tveimur skoðanakönnunum sem gerðar voru fyrir fréttamiðilinn Portal.fo á dögunum kemur fram að Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja og formaður Javnaðarflokksins, nýtur mikils stuðnings kjósenda og vilja tæplega fjörutíu prósent sjá hann áfram í embætti. Þar kemur næstur Bárður á Steig Nielsen, formaður Sambandsflokksins, með 21,9 prósent og þar á eftir Jørgen Niclasen, formaður Fólkaflokksins, með 14,8 prósent. Frá kjörstað í KÍ-höllinni.Sverri Egholm/Portal.foKjósendur ekki spenntir fyrir þverpólitískri stjórn Stuðningur við núverandi ríkisstjórn mælist mestur á meðal íbúa höfuðstaðarins Þórshafnar sem og kvenna almennt. Í öðrum bæjarfélögum örlar á meiri hægri sveiflu meðal kjósenda sem vilja sjá íhaldsflokkanna í ríkisstjórn. Sjá einnig: Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í FæreyjumÞá virðist vera almenn samstaða á meðal kjósenda Fólkaflokksins og Tjóðveldis um hvaða flokka þeirra flokkur eigi að sækjast eftir samstarfi við. Þeir sem hyggjast kjósa Fólkaflokkinn vilja sjá samstarf með Sambandsflokknum á meðan kjósendur Tjóðveldis óska eftir samstarfi við Javnaðarflokkin, núverandi samstarfsflokk Tjóðveldis í ríkisstjórn. Kjósendur þessara flokka vilja því samstarfsflokka á svipuðum væng stjórnmálanna. Kjósendur Framsóknar, sem er þriðji flokkurinn í núverandi samsteypustjórn og sá minnsti, vilja einna helst sjá núverandi ríkisstjórn halda velli.Buðu flugmiða til þess að safna undirskriftum Færeyjaflokkurinn fór óvenjulegar leiðir til þess að safna undirskriftum.FacebookÍ kosningunum í ár komu tveir nýir flokkar fram á sjónarsviðið, annars vegar flokkurinn Framtakið þar sem tólf eru í framboði og hins vegar Færeyjaflokkurinn þar sem fjórir eru í framboði. Leið Færeyjaflokksins að kjörseðlinum var ekki auðveld og í febrúar var tilkynnt að flokkurinn væri hættur störfum. Hjalmar Zachariassen, leiðtogi flokksins og á þeim tíma eini flokksmaður flokksins, sagði ástæðuna vera að það væri einfaldlega of erfitt að sjá um heilan flokk einn síns liðs. Hann sagði í yfirlýsingu sinni að það væri mikil vöntun á „alvöru frjáslyndum flokki“ í Færeyjum þar sem nær allir aðrir flokkar væru hliðhollir miðstýringu og sú þróun væri að skila sér í því að færri færu með völdin og græddu hvað mest. Jafnframt væri það einfaldlega ekki réttlátt að höfuðstaðurinn væri algjörlega í forgangi hjá stjórnvöldum. Hjálmar gekk í kjölfarið til liðs við Framtakið sem berst nær eingöngu fyrir lögleiðingu kannabisefna. Það stóð stutt og ákvað hann að gefa ekki drauminn um Færeyjaflokkinn upp á bátinn. Hann óskaði eftir aðstoð við að safna þeim áttahundruð undirskriftum sem þurfti til að bjóða fram þar sem fyrri undirskriftir flokksins höfðu runnið út og vakti það athygli hve óvenjulegar leiðir var farið í því verkefni, en þeir sem skrifuðu undir framboð flokksins áttu möguleika á að vinna flugmiða. Flokkurinn biðlaði því til fylgjenda sinna á Facebook að skrifa undir framboð þeirra, og áréttaði að þeir sem höfðu áður gert það þyrftu að gera það á ný. Þrátt fyrir að skiptar skoðanir voru á þessu útspili flokksins var það hvorki brot á markaðslögum né kosningalögum svo lengi sem undirskriftirnar væru réttar. Færeyjaflokkurinn er því á meðal þeirra níu flokka sem Færeyingar velja á milli í dag, með fjóra frambjóðendur á lista.
Færeyjar Tengdar fréttir Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Stefnir í hægri sveiflu og stjórnarskipti í Færeyjum Færeyingar hafa aldrei séð eins mikið kraðak af kosningaspjöldum eins og nú en þingkosningar fara fram í Færeyjum á laugardag. Skoðanakannanir benda til hægri sveiflu. 26. ágúst 2019 21:18