Höfn í Hornafirði gott dæmi um áhrif loftslagsbreytinga Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. ágúst 2019 06:00 Páll Einarsson prófessor emiritus í jarðeðlisfræði. Fréttablaðið/Eyþór. „Þetta eru mjög áþreifanlegar breytingar, sérstaklega í kringum Vatnajökul,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði, um landris í tengslum við jöklabreytingar. Ein mesta váin í tengslum við hlýnun jarðar og bráðnun jökla í heiminum er hækkandi sjávarmál. Talið er að láglendi á meginlöndum og litlum eyjum standi mikil ógn af að verða drekkt í sjó. Hér rís landið hins vegar vegna þess bráðnunarinnar. „Þetta hefur þegar haft veruleg áhrif á Höfn í Hornafirði. Þar er landrisið um einn sentimetri á ári,“ segir Páll. Í tvo áratugi hafa staðið yfir kostnaðarsamar framkvæmdir til þess að sporna við þróuninni. „Hornafjörður er skínandi dæmi um áhrif loftslagsbreytinga. Á Höfn er þetta spurning upp á líf og dauða þorpsins. Ef land rís mikið fer að verða ófært að sigla inn í fjörðinn.“ Hornafjörður varð skipfær í kringum 1930, þegar land hafði sigið nógu mikið. Áður var kaupstaður við Papós í Lóni en hann lagðist af þegar Höfn byggðist upp. Jarðfræðistofnun mælir landris og -sig á öllu landinu en það er mismikið eftir svæðum. „Þegar jöklarnir bráðna og léttast þá rís jarðskorpan,“ segir Páll. „Undirlagið, neðri hluti skorpunnar og möttullinn, undir Íslandi er lint og gefur eftir. Þetta var mest áberandi í lok ísaldar fyrir 10 til 18 þúsund árum. Núna er landið að svara jöklabreytingum sem eru nægilega stórar til þess að þær mælist.“ Langmest er landrisið á Sprengisandi. Undanfarna áratugi hefur það verið um þrír sentimetrar á ári og fer vaxandi. Á suðvesturhorninu, sem er langt frá öllum jöklum, er landið að síga. Páll segir skort á eldvirkni þar mestu skipta. „Reykjanesið stendur á flekaskilum þar sem land gliðnar í sundur. Það hefur ekki verið nein eldvirkni í um það bil 800 ár sem þýðir að flekaskilin síga, það vantar efni,“ segir Páll. Það mun hins vegar breytast eftir tugi eða hundruð ára þegar virkni eykst á nýjan leik. Á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að bregðast við landsigi með dýrum sjóvörnum, til dæmis á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Stærð Grænlandsjökuls hefur áhrif á Ísland á tvennan hátt, en hann hefur verið að minnka mikið vegna hlýnandi loftslags. „Massi Grænlandsjökuls dregur að sér sjó og myndar eins konar kúlu. Heilmikill massi jökulsins er að hverfa og aðdráttaraflið minnkar sem hefur áhrif á sjávarstöðuna,“ segir Páll. Grænland rís vegna bráðnunar jökla, rétt eins og Ísland, og það hefur einnig áhrif á Ísland. Efni í möttlinum streymir í áttina að Grænlandi sem þýðir að landið undir Íslandi sígur. Páll segir að áhrif jöklabreytinga á Íslandi sjálfu hafi hins vegar mun meiri áhrif hér. Samkvæmt líkönum sem byggð eru á því að núverandi hitastig haldist verða allir íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár. Jöklar eru lengi að bregðast við hitabreytingum en ef það fer að kólna munu þeir vaxa á nýjan leik. „Eins og málin standa virðist hitastigið vera að hækka í heiminum,“ segir Páll. „Þá mun bráðnunin taka skemmri tíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Umhverfismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
„Þetta eru mjög áþreifanlegar breytingar, sérstaklega í kringum Vatnajökul,“ segir Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðeðlisfræði, um landris í tengslum við jöklabreytingar. Ein mesta váin í tengslum við hlýnun jarðar og bráðnun jökla í heiminum er hækkandi sjávarmál. Talið er að láglendi á meginlöndum og litlum eyjum standi mikil ógn af að verða drekkt í sjó. Hér rís landið hins vegar vegna þess bráðnunarinnar. „Þetta hefur þegar haft veruleg áhrif á Höfn í Hornafirði. Þar er landrisið um einn sentimetri á ári,“ segir Páll. Í tvo áratugi hafa staðið yfir kostnaðarsamar framkvæmdir til þess að sporna við þróuninni. „Hornafjörður er skínandi dæmi um áhrif loftslagsbreytinga. Á Höfn er þetta spurning upp á líf og dauða þorpsins. Ef land rís mikið fer að verða ófært að sigla inn í fjörðinn.“ Hornafjörður varð skipfær í kringum 1930, þegar land hafði sigið nógu mikið. Áður var kaupstaður við Papós í Lóni en hann lagðist af þegar Höfn byggðist upp. Jarðfræðistofnun mælir landris og -sig á öllu landinu en það er mismikið eftir svæðum. „Þegar jöklarnir bráðna og léttast þá rís jarðskorpan,“ segir Páll. „Undirlagið, neðri hluti skorpunnar og möttullinn, undir Íslandi er lint og gefur eftir. Þetta var mest áberandi í lok ísaldar fyrir 10 til 18 þúsund árum. Núna er landið að svara jöklabreytingum sem eru nægilega stórar til þess að þær mælist.“ Langmest er landrisið á Sprengisandi. Undanfarna áratugi hefur það verið um þrír sentimetrar á ári og fer vaxandi. Á suðvesturhorninu, sem er langt frá öllum jöklum, er landið að síga. Páll segir skort á eldvirkni þar mestu skipta. „Reykjanesið stendur á flekaskilum þar sem land gliðnar í sundur. Það hefur ekki verið nein eldvirkni í um það bil 800 ár sem þýðir að flekaskilin síga, það vantar efni,“ segir Páll. Það mun hins vegar breytast eftir tugi eða hundruð ára þegar virkni eykst á nýjan leik. Á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að bregðast við landsigi með dýrum sjóvörnum, til dæmis á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Stærð Grænlandsjökuls hefur áhrif á Ísland á tvennan hátt, en hann hefur verið að minnka mikið vegna hlýnandi loftslags. „Massi Grænlandsjökuls dregur að sér sjó og myndar eins konar kúlu. Heilmikill massi jökulsins er að hverfa og aðdráttaraflið minnkar sem hefur áhrif á sjávarstöðuna,“ segir Páll. Grænland rís vegna bráðnunar jökla, rétt eins og Ísland, og það hefur einnig áhrif á Ísland. Efni í möttlinum streymir í áttina að Grænlandi sem þýðir að landið undir Íslandi sígur. Páll segir að áhrif jöklabreytinga á Íslandi sjálfu hafi hins vegar mun meiri áhrif hér. Samkvæmt líkönum sem byggð eru á því að núverandi hitastig haldist verða allir íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár. Jöklar eru lengi að bregðast við hitabreytingum en ef það fer að kólna munu þeir vaxa á nýjan leik. „Eins og málin standa virðist hitastigið vera að hækka í heiminum,“ segir Páll. „Þá mun bráðnunin taka skemmri tíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Umhverfismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira