Líklega ekki síðustu uppsagnirnar Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. ágúst 2019 06:15 Uppsagnirnar eru aðallega meðal millistjórnenda, á skrifstofu og í póstmiðstöð Fréttablaðið/Ernir Íslandspóstur tilkynnti í gær um uppsagnir 43 starfsmanna í hagræðingarskyni. Alls mun stöðugildum hjá fyrirtækinu fækka um 80 á árinu eða um 12 prósent. Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir að uppsagnirnar séu sársaukafullar. Hann viðurkennir að það sé þungt hljóð í fólki en þessar aðgerðir hafi þó ekki komið á óvart. Mikið hefur verið fjallað um rekstrarvanda fyrirtækisins og þurfti ríkið meðal annars að veita 500 milljóna króna lán síðastliðið haust. „Við erum nú að vinna að því að endurskipuleggja allt fyrirtækið frá grunni. Það er mjög líklegt að það komi til einhverra frekari uppsagna í kringum það,“ segir Birgir. Með aðgerðunum sem nú er gripið til er gert ráð fyrir að hagræðing upp á 500 milljónir króna á ári náist. Birgir segir óvíst hvort það muni duga en trúir því að eftir meiru sé að slægjast varðandi hagræðingar. Birgir tók við forstjórastarfinu síðastliðið vor, stuttu áður en skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrirtækið kom út. Birgir vonast til þess að ekki verði þörf á frekari fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu. „En það er auðvitað mikið að gerast, við erum að missa einkaréttinn um áramótin þannig að það er margt að breytast. Svo að ef við þyrftum að sækja meiri peninga væri það allavega út af því að við værum búin að gera allt sem hægt var að gera.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Úr fjármálunum hjá 66° norður til Íslandspósts Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandspósti. 8. ágúst 2019 12:31 Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Íslandspóstur tilkynnti í gær um uppsagnir 43 starfsmanna í hagræðingarskyni. Alls mun stöðugildum hjá fyrirtækinu fækka um 80 á árinu eða um 12 prósent. Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir að uppsagnirnar séu sársaukafullar. Hann viðurkennir að það sé þungt hljóð í fólki en þessar aðgerðir hafi þó ekki komið á óvart. Mikið hefur verið fjallað um rekstrarvanda fyrirtækisins og þurfti ríkið meðal annars að veita 500 milljóna króna lán síðastliðið haust. „Við erum nú að vinna að því að endurskipuleggja allt fyrirtækið frá grunni. Það er mjög líklegt að það komi til einhverra frekari uppsagna í kringum það,“ segir Birgir. Með aðgerðunum sem nú er gripið til er gert ráð fyrir að hagræðing upp á 500 milljónir króna á ári náist. Birgir segir óvíst hvort það muni duga en trúir því að eftir meiru sé að slægjast varðandi hagræðingar. Birgir tók við forstjórastarfinu síðastliðið vor, stuttu áður en skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrirtækið kom út. Birgir vonast til þess að ekki verði þörf á frekari fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu. „En það er auðvitað mikið að gerast, við erum að missa einkaréttinn um áramótin þannig að það er margt að breytast. Svo að ef við þyrftum að sækja meiri peninga væri það allavega út af því að við værum búin að gera allt sem hægt var að gera.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir 43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57 Úr fjármálunum hjá 66° norður til Íslandspósts Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandspósti. 8. ágúst 2019 12:31 Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
43 sagt upp hjá Íslandspósti 43 starfsmönnum var í dag sagt upp störfum hjá Íslandspósti en Vinnumálastofnun og hlutaðeigandi stéttarfélögum hefur verið gert viðvart. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti. 20. ágúst 2019 09:57
Úr fjármálunum hjá 66° norður til Íslandspósts Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandspósti. 8. ágúst 2019 12:31
Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. 2. ágúst 2019 16:51